Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 20
símanum. Það var stillt á „rugl”.
„Það er stillt á „ruglarann”, sir,”
sagði hann.
Hlustaðu á mig, Mason! Þú átt ekki
aö tala, bara hlusta. Skilurðu það?”
„Já, sir.”
„Kúbu-menn eiga eldflaugar.
Fimmtíu eða svo. Þær eru komnar á
skotpallana.”
Það fór hrollur um Mason.
„Þær bera tíu megatonna sprengjur.
Þær eru á vesturhlúta eyjunnar. Þeir
fóru með þær úr hellunum þar sem þær
voru geymdar. Þeir vinna eins og skratt-
inn sé á hælunum á þeim.”
Mason heyrði másið í forstjóranum.
„Mason,” sagði hann rólegri og vó og
mat hvert orð. „Þessar fréttir eru
áreiðanlegar. Ég trúi þeim sjálfur. Ég
hitti formann herforingjaráðsins. Veistu
hvað hann sagði, Mason? Að hann hefði
átt von á mér! Hann vissi meira að segja
hvað ég hafði að segja!” Enn var unnt
að heyra á málrómi forstjóra CIAhvílíkt
áfall þetta hafði verið. „Hann hlustaði á
mig, hann var kurteis, hann brosti. And-
skotinn hafi það, hann næstum klappaði
mér á kollinn eins og ég væri hundur að
leika listir mínar!” Það var auðvelt að
merkja reiði forstjórans, jafnvel í
gegnum síma. „Hann sagði mér að fara!
Ég veit vel að þeir halda að ég sé haldinn
þráhyggju viðvíkjandi Kúbu, Mason, og
það hafa þeir haldið allt frá Svínaflóa-
látunum. Það er bara lygi. Þetta er
Dezinformatsiya upp á sitt besta. Mér
líður eins og væri ég í kviksyndi, Mason.
Ég veit að ég hef á réttu að standa.
Hann vildi fá sannanir. Ég sagðist ekki
hafa neitt nema skýrsluna. Hann spurði
hvort hún gæti verið fölsuð. Ég varð að
jánka því.
Hún gat verið fölsuð en er það ekki.
Hann sagði að tekið yrði tillit til þess
sem ég segði en að eitthvað meira yrði
að koma til áður en hafist yrði handa.
Hann lagði áherslu á að sérstaklega
stæði á vegna friðarviðræðnanna i Genf
á morgun. Hann áleit að menn i Hvíta
húsinu hefðu lítinn áhuga á að hlusta á
stríðsæsingafréttir rétt áður en for-
setinn ætti að leggja af stað. Hann sá
svo um að ekkert yrði við hann að
sakast, Mason. Hann bað mig um aö
hafa samband við sig undir eins og ég
frétti eitthvað bitastæðara.”
Forstjórinn þagnaði.
Mason heyrði hann skiptast á orðum
við einhvern. Svo hélt hann áfram að
tala.
„Þeir skulu fá öll sönnunargögn sem
unnt er að afla, Mason. Ég skal troða
þeim upp í þá! Það er verið að ná í
sönnunargögn fyrir mig, ljósmyndir.
Maðurinn fer frá eynni eftir stundar-
fjórðung. Hann kemur fljúgandi. Þá
fáum við myndirnar.”
Forstjórinn þagnaði aftur.
Mason hélt fyrst að hann væri farinn
úr símanum en hann hélt brátt áfram
máli sínu.
„Gefðu mér tækifæri til miðnættis,
Mason. Það er úti um okkur ef falsarinn
kemst til Bandaríkjanna fyrir þann tíma
Þá kemur hann með þær sannanir, sem
þeir í Washington vilja fá á okkur, en ég
ætti að ná í mínar sannanir fyrir
miðnætti. Þú mátt ekki drepa hann,
ofursti, vegna þessara friðarviðræðna og
vegna þess i hvernig skapi þeir eru núna.
Það væri helvíti slæmt. Láttu mig vita
hvað gerist, Mason. Ég fel þér þetta.”
Mason heyrði að skellt var á.
Hann leit vonleysislega á Haggai
Godin sem starði á hann hálfluktum
augum.
Haggai ýtti stólnum frá borðinu og
sótti sigarettupakka. Hann bauð Mason
eina.
„Svo fréttirnar eru slæmar,” sagði
hann.
Mason sagði honum í fáum orðum
hvað forstjórinn hafði sagt.
Godin kinkaði kolli. Hann tók af sér
veiðimannahattinn og klóraði sér I koll-
inum.
„Já, þeir standa sig eins og hetjur,
Mason Það mega þeir eiga. Það er
dálítið sem mig langar til að vita.”
„Hvað er það?” spurði Mason snöggt
því að þeir urðu að bregðast fljótt við ef
eitthvað átti að koma að haldi.
„Er stjórinn kolgalinn út af Kúbu?”
Mason leit snöggt á Godin. Það var
honum líkt aö höggva á þráðinn þar sem
Mason var ekki viss um að hann væri
heillegur. Hann hikaði því að hann vissi
ekki hverju svara skyldi.
Godin brosti og kinkaði aftur kolli.
„Jamm! Þú veist það ekki heldur. Ég
spurði bara, Mason, vegna þess að við
erum I hálfgerðri klípu. Það er svo sem
ekki í fyrsta skiptið hjá hvorugum. Mér
er sama um klípuna en við erum sokknir
i svaðið upp að hálsi ef yfirmaður þinn
hefur á réttu að standa. Ég sagði Platt,
áður en ég kom, að það færi illa fyrir
honum ef eitthvað kæmi fyrir mig
meðan ég væri að aðstoða CIA fyrir
hann. Hann veit líka að mér er alvara,”
bætti Godin illilega við. Hann starði á
Mason. Augnaráðið var mjög kuldalegt.
„Ég veit að Dezinformatsiya gæti
hafa látiö rangar upplýsingar leka út, en
hvers vegna ættu hinir að trúa þeim?”
spurði Godin.
„Það er öllu trúaö því að það er ekki
beint ástarsamband milli Pentagon, DIA
og CIA,” svaraði Mason bitur. „Þeir
segja að forstjórinn hafi alltaf talið
Kúbu meiri ógnun við Bandaríkin og
öryggi þeirra en ástæða hafi verið til.”
„Þá lögðum við saman tvo og tvo,”
tautaði Haggai meira við sjálfan sig en
Mason. „Og Pentagon hefur nóg á sinni
könnu þó að Kúbu sé sleppt. Já, ég sé að
þeir vilja heldur trúa því að þetta sé lygi,
Mason.
Það hentar þeim betur. Þú ska/
líka muna það, vinur minn,” sagði
Godin hærra,” að þeir gætu haft rétt
fyrir sér. Forstjóranum þínum getur
skjátlast. Ekki megum við heldur
gleyma því að frá Moskvu, Peking og
Havana er útvarpað fjögur hundruð
klukkustunda áróðri vikulega til Suður-
Ameríku. Vissirðu það, vinur minn?
Moskva notfærir sér stéttamismuninn,
Peking hrærir i glóðunum og segir þeim
að gera uppreisn gegn ofríki hvítu mann-
anna. Þið gerið ekkert við þessu. Þrír
forsetar hafa verið yfir Bandaríkjunum
frá því að Castro komst til valda og allir
hafa þeir sagt að þessu yrði að breyta en
samt er Kúba enn virki kommúnista.
Ósigrandi virki í tvö hundruð mílna fjar-
lægð frá Flórída og Miami Beach, leik-
velli milljónamæringa.”
Mason hlustaði aðeins á Haggai með
öðru eyranu þvi að hann var að hugsa
um það sem þeir urðu að gera og gera
strax.
„Allt i lagi, Haggai,” sagði hann,
„köllum á hina inn. Mundu að það erum
aðeins við tveir sem vitum hvernig er í
pottinn búið?”
„Ef við vitum það þá,” sagði Godin og
gekk til dyra.
„Mason ofursti vill fá að sjá ykkur,”
sagði hann og hugsaði um leið og hann
leit á þá: en þeir aumingjar! Þeir verða
álíka mikil hjálp og apaflokkur. Hann
tók flöskuna upp úr vasanum um leið og
þeir fóru inn. Þegar hann bar hana að
vörum sínum minntist hann þess
hvernig hann hafði úðaö koníaki um
herbergið á bænum. Hann hafði hellt
heilmiklu niður hálsinn á Zurotov líka.
Zurotov var dauður. Hann yggldi sig og
settist aftur við ofninn. Þetta var
leiðindaverkefni. Allt var öðruvísi en
það átti að vera en hann vissi ekki hvers
vegna. Þetta bætti ekki úr skák. Hann
setti fæturna upp á ofninn, dró hattinn
niður að nefi og lokaði augunum. Þeir
geta haldið áfram, hugsaði hann.
„Fyrirmæli mín eru að halda mann-
inum, von Haaz, innilokuðum í húsinu
nr. 10 við Niagara Road,” sagði Mason
og leit af liðþjálfanum á Cooper. „Við
getum ekki haldið honum þar til eilífðar
en hann má ekki fara þaðan fyrir
miðnætti. Hann má ekki komast til
Bandaríkjanna. Okkur hefur mistekist ef
honum tekst það. Ég ætla ekki að láta
mér mistakast.”
Mason gekk að borgarkortinu á
veggnum.
„Við girðum hann af. Hvað þurfum
við marga menn, Cooper?”
Cooper gekk að kortinu og liðþjálfinn
elti hann.
„Tveir menn við gatnamót Niagara
Road og Victoria Avenue. Tveir i viðbót
við Falls Street. Það eru fjórir. Hann
gæti komist undan bak við Sheraton
Brock, svo að við verðum að hafa menn
við allar aðalleiðir að Rainbow Bridge.
Það gerir fjóra enn. Svo er vissara að líta
Falsarinn
eftir Clifton Hill. Tveir í viðbót. Það
verða alls tíu menn, en engir til vara. Ég
geri ráð fyrir að okkur veiti ekki af tólf
mönnum, sir.”
„Getur þú séð um það, Cooper?”
spurði Mason.
„Já, sir,” svaraði Cooper að bragði.
„Þeir verða komnir hingað eftir fimm
mínútur.”
„Gott,” sagði Mason. Hann leit af
einum á annan og bætti við: „Þetta er
skipun! Enginn má skjóta. Skiljið þið
það? Það er úti um okkur ef einhver
missir stjórn á sér og grípur til byssu. Og
ég á við „úti um okkur” þegar ég nota
þau orð.”
„Sækið mennina, Cooper,” skipaði
Mason.
Nú tók Haggai Godin fæturna af ofn-
inum. Hann spratt á fætur og leit á þá.
„Ja-há!” urraði hann. „Þannig
ætlarðu þá að hafa það?”
Þeir litu allir á manninn. Þeir skildu
hann ekki og jafnvel Mason fannst erfitt
aðbotnaíhonum.
Mason hrukkaði ennið en hann þagði.
Það borgaði sig að leyfa Godin að tala.
„Hvað heldurðu að þetta sé? Æfing
samkvæmt handbókinni? Skilurðu ekki
að við eigum í höggi við Rússana?
Heldurðu að þeim sé ekki andskotans
sama þó að við megum ekki hleypa af
skoti? Skjótum, skjótum, segja þeir,
sláumst, berjumst! Ætlarðu ekki að
skjóta á móti? Ætlarðu bara að bíða eftir
því að verða drepinn? Kannski getur þú
þaö, ekki veit ég. En einu hefurðu
gleymt, manni sem heitir Nogronsky.
Nogronsky veit hvað hann ætlar aö
gera. Honum þykir ágætt ef við sýnum
enga mótspyrnu. Fínt. Rólegheita nótt.
Nogronsky skýtur ykkur alla í klessu ef
þið umkringið Niagara Road. Kannski
vinnur hann einn, kannski á hann að-
stoðarmann. Kannski marga. Við vitum
það ekki en jafnvel einn maður, sé sá
maður Nogronsky, getur eyðilagt þenn-
an varnargarð ykkar. Von Haaz veit að
hann verður að komast yfir brúna.
Hann reynir, því að Nogronsky ver
hann.”
Haggai þagnaði til að kveikja sér í
sigarettu. Hann sá skelfingarsvipinn á
andliti símritans. Svo honum hafði ekki
komiö til hugar að þetta gæti orðið
hættulegt, hugsaði Haggai. Nú, þá gat
hann byrjað aö hugsa um það núna.
„Gleymið því ekki heldur að Sergei
20 Vikan 33. tbl.