Vikan


Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 17

Vikan - 13.08.1981, Blaðsíða 17
Framhaldssaga aldrei,” sagði Haggai. „Hann segir að þú sért blindfullur.” Godin ýrði úr koníaks- pelanum yfir herbergið. „Bless, Zurotov. Þú sérð okkur ekki framar. Þakka þér fyrir allt sem þú sagðir okkur. Þú sagðir okkur að von Haaz væri á móteli, á Stjörnunni. Manstu það ekki? Hann er víst þar. Þú sagðir mér að hann væri þar. Á Stjömu-mótelinu. Þakka þér fyrir, þakka þér kærlega fyrir, Zurotov. Bless. Gangi þér vel með Nogronsky.” Godin var horfinn þegar Zurotov leit aftur upp. Zurotov hristi höfuðið. Höfðu þeir ekki verið þarna? Það hlaut eiginlega að vera, og þó . . . ? Hvar var hann annars? Allt hringsnerist fyrir augum hans. Mason og Haggai fóru frá kamrinum að gamla fjósinu og áfram aftur á bak svo langt sem snúran náði. Þeir voru í um það bil tvö hundruð metra fjarlægð frá húsinu. Nogronsky gæti ekki séð slóð þeirra ef hann færi inn um framdyrnar. Þeir urðu að treysta á að hann færi þá leið. Talstöðin við gatnamótin tilkynnti að Nogronsky hefði farið yfir Queen E. Highway og ekið upp Thorold Stone Road. Loftskeytamaðurinn á lögreglustöð- inni sagði að menn væru reiðir í Washington. Það var alltaf verið að biðja um Mason ofursta og spyrja hvers vegna hann hefði ekki haft samband. Hann átti að gera það strax! „Fari þeir til fjandans!” hvíslaði Mason að Godin. Bílljós Nogronskys sáust á slóðinni. Litli bjálkakofinn var uppljómaður eins og höll. En aðeins andartak. Nogronsky slökkti ljósin. Mason kveikti á litla hljóðnemanum. Mason og Godin litu hvor á annan. Þeir heyrðu til Zurotovs. Hann grét eins og barn. „Hvers vegna í fjáranum hringir hann ekki?” spurði von Haaz frekjulega. „Sestu nú, Karl. Ég þoli ekki að horfa á þig ganga svona um gólf. Hann sagðist ætla að hringja eftir hálfníu og því gæti það orðiö hvenær sem er til hálftíu.” Cathy Davidson talaði rólega og leit út fyrir að vera róleg, en hún var líka taugaóstyrk. „Klukkan er ekki nema hálfátta núna.” Karl von Haaz leit fýlulega á hana. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá: stelpu með sítt, svart hár og ákveðna höku. Grátt pilsið hafði færst upp lærin og allt í einu kom honum til hugar að hnén á henni væru bæði mögur og ljót. „Helltu upp á könnuna eins og þú bauðst til áðan,” sagði hann. Allt var betra en hafa hana glápandi á sig. Hún vissi ekki hvílíku máli næsti klukkutími skipti hann. Hún vissi ekkert um hann. Kannski væri hún ekki svona róleg ef hún vissi að hann hafði einu sinni verið í SS, storinsveitarforingi og yfirmaður Auschwitz. Þá sæti hún ekki þarna róleg og glápti á hann eins og hann væri ein- hver postulínsstytta sem hún ætti. „Sjálfsagt,” sagði hún og stóð á fætur og fór fram. Von Haaz andaði léttara þegar hún var farin út. Hvernig gæti hún skilið tilfinningar hans? Honum gat ekki liðið vel fyrr en hann hefði haft samband við Kanana og fjölmiðlana og eiturlyfjadeildin hefði hlustað á allt sem hann hafði að segja. Hann hafði engar áhyggjur af eftirleikn- um. Hann vissi að með eða án réttar- halda yrðu höfð skipti á honum eins og á Gordon Lonsdale. Rússarnir höfðu heitið honum öryggi. Kannski kæmist hann til Magdenburg, en þaðan var hann ættaður. Það skipti svo sem engu hvert hann færi því að þá yrði hann ekki lengur á flótta. Hann þyrfti ekki lengur að óttast skuggamyndir, gyðinga eða út- lendingaeftirlitið. Hann hefði ekki lengur áhyggjur af peningum eða at- vinnuleysi. Þessu yrði lokið. Hann gæti búið á sama stað til lengdar eins og venjulegur maður og hann vissi að Rúss- arnir hefðu nóg verkefni fyrir mann með hans reynslu. Þeir voru nú ekki beint hrifnir af gyöingunum heldur svo að þeim veitti ekki af smáhjálp. Hann byrjaði að stika um gólfið aftur. Hann heyrði bollaglamur í eldhúsinu og tilhugsunin um stúlkuna var óþægileg. Hann mátti ekki láta þetta á sig fá. Það væri hlægilegt eftir alla þessa mánuði og hann hafði mikla sjálfsstjórn. Hann gekk til Cathy Davidson um leið og hún birtist með bollabakkann. „Fyrirgefðu,” sagði hann, tók bolla af bakkanum og brosti. „Ég lét eins og asni.” Hann kyssti hana á ennið. „Auðvitað er það skiljanlegt, Karl. Ég vildi óska þess að hann hringdi, en heldurðu nú ekki samt að það sé allt í lagi?” Hún virti hann fyrir sér um leið og hún bar spurninguna upp. „Jú, auðvitað. Þetta var bara tauga- veiklun í mér. Gleymdu því. Við skulum setjast niður og njóta síðasta kaffiboll- ans sem við drekkum I Kanada. Við höfum beðið þessarar stundar I ofvæni í marga mánuði. Núna þurfum við aðeins að bíða mínútur.” Þau settust hlið við hlið í sófann. Von Haaz bauð Cathy köku úr kökuboxinu á bakkanum. Hún hristi höfuðið. „Nei, ég hef enga matarlyst.” Von Haaz setti boxið frá sér og fékk sér sígarettu. „Viltu segja mér eitt, Karl?” spurði Cathy. „Já, ef ég get.” Þessi glæsilegu húsgögn eru úr massífri furu og fást í ijósum viðarlit og brúnbæs- Staðgreiösluafsláttur og góð greiðslu- kjör. Suðurlandsbraut 30 — Simar 86605 og 33430 33. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.