Vikan - 15.04.1982, Page 14
Texti: Guðfinna Eydal
Hvernig er fjölskylda þín?
/\llir hafa kynnst því að andrúmsloft
er mismunandi á heimilum. Á sumum
heimilum líður manni vel um leið og
komið er inn, á öðrum heimilum finnur
maður kannski fyrir þvi hvað andrúms-
loftið er þrungið og sums staðar getur
heimilisandinn verið þannig að maður
finnur nánast til vanlíðunar. Sérhver
fjölskylda hefur sín sérkenni og tákn.
Hún hefur einnig ákveðinn stíl og býr
yfir ákveðnu andrúmslofti. Fjölskyldu-
meðlimir tala gjarnan saman á ákveðinn
hátt og þaðer ekki einungis það sem sagt
er sem skiptir máli heldur einnig hvernig
hlutirnir eru sagðir. Allir tjá sig bæði
með orðum og líkamshreyfingum.
Fjölskyldur cru mismunandi
Það er afar mismunandi hvernig fjöl-
skylda kemur fyrir. Nokkur dæmi um
mismunandi fjölskyldur geta til dæmis
verið eftirfarandi: Fjölskyldan sem
reynir alltaf að vera jákvæð, tala um
jákvæða hluti og reynir að halda öllu
neikvæðu og óþægilegu frá sér. Það er
mikilvægt í slíkum fjölskyldum að láta
sem allt sé í stakasta lagi og engin vanda-
mál séu fyrir hendi. Ef einhver vandi
steðjar að hjá einhverjum fjölskyldu-
meðlima verður hann að fá hann
leystan utan fjölskyldunnar.
Annað dæmi er fjölskyldan sem
reynir að leyna öllu út á við. Hér gildir
lögmálið að það komi öðrum ekki við
hvernig fjölskyldan hefur það. Allt sem
gerist innan veggja fjölskyldunnar er og
á að vera leyndarmál hennar. Það á að
verja fjölskylduna gegn umheiminum.
Enn eitt dæmið er þegar fjölskyldu-
meðlimir eru hræddir við að opna sig
hver fyrir öðrum af þvi að þeir óttast að
eitthvað slæmt geti gerst ef þeir tala
opið. Fjölskyldan vill ekki segja eitthvað
sem getur leitt til rifrildis eða árekstra.
Því er best að þegja og byrgja hlutina
inni. Sumar fjölskyldur taka ekki upp
ákveðin mál af því að haldið er að
einhver einn í fjölskyldunni þoli ekki að
heyra talað um það. Sumir taka ekki upp
ákveðin mál i fjölskyldu af því að þeir
eru fyrirfram ákveðnir i því að ekkert
þýði að ræða málið. Hér er til dæmis
algengt dæmi um konur sem reyna að
ræða um sín fjölskyldumál út á við, til
að reyna að bæta ástand I fjölskyldu, en
eru fyrirfram ákveðnar I því að makar
muni ekki taka þátt I slíkri umræðu.
Þær hafa reynt en gefist upp þar sem
hljómgrunnurinn var enginn. Makinn
vill ekki ræða málin og sér ekki neitt
athugavert við ástandið.
Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna en
lesandanum er látið eftir að íhuga
hvernig hans eigin fjölskylda er.
„Góð" og „slæm"
tímabil í fjölskyldu
1 sérhverri fjölskyldu þarf að leysa
mörg verkefni og vinna ákveðin störf.
Það þarf að taka ákvarðanir og fram-
kvæma margt. Fjölskylda sem getur
tekist á við hlutina í sameiningu, skipu-
lagt ákveðna vinnuskiptingu innan fjöl-
skyldunnar, komið á ákveðnum reglum,
sem fjölskyldumeðlimirnir halda, og
uppfyllt óskir og þarfir fjölskyldu-
meðlima er yfirleitt fjölskylda þar sem
gott andrúmsloft rikir og fjölskyldu-
meðlimir eru ánægðir. í slíkum fjöl-
skyldum vita meðlimirnir gjarnan við
hverju þeir mega þúast af hinum þannig
að það sem gerist innan fjölskyldunnar
þarf ekki að koma svo mjög á óvart og
viðbrögðin við þvi sem gerist þurfa ekki
að koma eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Fjölskyldumeðlimirnir eru nokkuð
öruggir um sig innan fjölskyldunnar.
Þegar fjölskylda lendir I erfiðleikum
eða býr við ákveðið álag kemur oft I ljós
hvernig hún er. Hvernig tekst fjöl-
skyldan til dæmis á við veikindi, erfið-
leika á vinnustað, dauðsföll, framhjá-
hald, erfiðleika með börn í skóla og svo
framvegis. Þegar fjölskyldan getur mætt
ýmsum erfiðleikum án þess að biturleiki,
reiði og jafnvel hatur móti líf hennar
framvegis vegnar henni yfirleitt vel. Ef
erfiðleikar í fjölskyldu verða þess hins
vegar valdandi að fjölskyldumeðlimirnir
reyna að vakta og stjóma í hinum, tak-
marka frelsi til að lifa sjálfstæðu lífi, er
gjarnan gripið til ýmiss konar lausna
sem valda vonbrigðum og reynast fjöl-
skyldunni óheillavænlegar.
Það á við um allar fjölskyldur að þær
eiga sína góðu og slæmu daga. Þegar allt
gengur vel eru tengslin milli fjölskyldu-
meðlima góð en þegar miður gengur
getur fjölskyldumeðlimum liðið illa í
tengslum hver við annan. Oft geta slæm
tímabil „læknast” svo að segja af sjálfu
sér en þau geta einnig orðið langvarandi
og góðu tímabilin verða úr sögunni. Ef
slæmt ástand ríkir lengi í fjölskyldu
kemur það gjarnan út í ýmsum
myndum. Sumir reyna að taka inn pillur
eða áfengi til að fá stundarfrið. Aðrir
geta fengið líkamleg einkenni, svo sem
magaverk eða fyrir hjartað, sem ekki er
hægt að útskýra út frá læknisfræðilegu
sjónarmiði. Börn geta átt erfitt með að
fara I skóla eða átt erfitt með nám og
skólahald.
Fjölskyldan lifir áfram
í einstaklingnum
Öll höfum við átt foreldra. Þeir hafa
flestir hverjir gefið börnunum ást sína.
Þegar börn alast upp í fjölskyldu
kynnast þau þvi hvernig fjölskyldan er,
hvaða reglur gilda I henni og hvernig
tjáning fer þar fram. Samband milli
foreldra — gott eða vont — mótar börn
ævilangt. Foreldrar eru fyrirmyndir
barna og kenna jreim bæði meðvitað og
ómeðvitað hvernig á að vera foreldri.
Þannig mótar fjölskyldan einstaklinginn
kynslóðeftir kynslóð.
14 Vikan 15. tbl.