Vikan


Vikan - 15.04.1982, Page 21

Vikan - 15.04.1982, Page 21
Smásaga til hefur þú bara reiknað með karl- mönnunum. — Maður getur aldrei reiknað með kvenmanni, sagði Torolv hægt. Kven- maður sveiflast frá einum hópnum til annars. Það er spurning um form fót- leggjanna. Stúlkur með fallega fótleggi skrefa yfir erfiðleikana en þær sem hafa Ijótar lappir geyma þær undir skrif- borðinu. — Þær finnast sem hafa ósköp venjulega fótleggi. — Sjáðu Önnu, sagði hann. Hún er í Parisartiskunni. Flott stelpa, án efa. Fyrst var hún gift skrifstofurottu, síðan tók hún skrifstofustjórann og núna situr hún meðyfirforstjóranum. — Allir á sömu skrifstofu? — Að minnsta kosti sama atvinnu greinin. Hvort fyrrverandi yfirforstjóra- frú hefur tekið skrifstofustjórann veit ég ekki. Annars fara konur aldrei niður á við, bara upp á við. — Þú ert spaugsamur. — Skáld hefur ekki ráð á þvi að vera spaugsamt. — Mér þykir mjög vænt um Ijóðin þín,Torolv. — Hefur þú lesið þau? — Hvort ég hef. — Gleður mig að kynnast frúnni. — Þetta var ánægjulegt, Torolv, sagði hún og skemmti sér. — Það er eins og i gamla daga. En þá voru það kennararnir sem þú gerðir grín að. Torolv og Lisbeth voru meðal þeirra fáu sem sátu eðlilega i sætunum. Flestir i kringum þau höfðu fengið einhvem arminn til að halla sér að. — Þarna höfum viðeitt kærustuparið frá timanum þegar við útskrifuðumst, sagði Lisbeth. — Hverjum er hún gift? — Honum. — Mig minnir að ég hafi heyrt eitthvaðannað. — Hún giftist öðrum en svo fundu þau hvort annað i siðustu afmælisveislu okkar. — Aumingja maðurinn. — Hvor þeirra? — Sá sem hún yfirgaf. — Það er betra að tvær. manneskjur séu hamingjusamar en að þrjár séu óhamingjusamar, sagði Torolv. Fyrir nú utan að til tiðinda má teljast að tvær manneskjur séu áslfangnar hvor af

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.