Vikan


Vikan - 15.04.1982, Side 22

Vikan - 15.04.1982, Side 22
Smásagan annarri á sama tima. Annar aðilinn er vanalega tveim árum á eftir. — Eru margir skilnaðir? — Fyrir næstu afmælisveislu verða það enn fleiri. Við erum á hættulega aldrinum, skilurðu. Orðin fertug. Eftir tiu ár verða stúlkurnar orðnar skelfdar af hugsuninni um allt sem þær hafa ekki upplifað og drengirnir frá karlaveikina. — Karlaveikina? — Þekkirðu ekki til hennar? Þeir verða eldri og konurnar yngri og yngri. — Hræsnari getur þú verið, Torolv. Hann fylgdi henni heim með morgninum. Þau gengu i gegnum hallar- garðinn. Hún bjó á litlu hóteli við Frogner. Þegar Lars var meðbjuggu þau alltaf á Grand. Hann var ekki nískur á slíka hluti, tjáði hún honum. — Við hefðum ekki haft ráð á þvi ef þú hefðir gifst mér, sagði hann. — Ég gifst þér? spurði hún undrandi. — Það kom nú aldrei til. — Ekki kannski hvað þig snertir, sagði hann. — En ég.... — Nú ertu aðgrínast. En Torolv var ekki að því og hann brosti við hugsunina um ástardrauma yngri ára. — Ég hefði bara getað boðið þér litla ibúð i úthverfi borgarinnar. Þar sem þú hefðir bara séð á svalir nágrannans, svalir þar sem nærbuxur hanga til þerris alla daga ársins. Lisbeth hló aftur sinum dillandi hlátri. — En ef ég þekki þig rétt hefðir þú áreiðanlega skáldað betri sögu, sagði hún. — Miðjarðarhafið og hvitir klettar.. — Já, það hefði ég gert. — Þungt unaðslegt rauðvín og vinber; sild og kartöflur og vatn úr eldhús- brunninum hefði verið lofsungið. — Heldurðu að skáldið hefði haft nóga hæfileika til þess? Lisbeth lagði hönd sína á arm hans og sagði i aðvörunartón: — Ætlum við líka að falla fyrir daðri og ódýrri skemmtun? Var það ekki það sem þú talaðir um með slikri litils- virðingu,Torolv? Þau höfðu staðið nokkra stund í hótel- garðinum og nú horfði hann beint i augu hennar. — Góða nótt og takk fyrir kvöldið. Velkominn á morgun! sagði hún, tyllti sér á tær og kyssti hann á kinnina. Hann lagði handlegginn snöggt utan um hana og dró hana að sér. Hann horfði á munn hennar og hún fann til löngunar til að hafa heitan sterkan líkama hans nálægt sér aftur. Hún varð hrædd er hún sá löngunina sem skein úr augum hans. Sama furða og hræðsla greip þau bæði. — Manstu siðasta skiptið sem við hittumst, Lisbeth? Hún mundi þaðen fann ekki orðin til að segja það. En augu hans voru orðin dökk og alvarleg. gleðin sem hafði verið i þeim um kvöldið var alveg horfin. — Ég átti að flytja nokkur Ijóð í út- varpinu. Stór stund fyrir ungt skáld. Og ég hafði beðið þig urn að hlusta á. Lisbeth beygði höfuðið til samþykkis. — Þegar ég hringdi i þig daginn eftir sagðist þú hafa hlustað á mig og að Ijóðin hefðu veriðdásamleg. Jú, hún mundi eftir þvi. — Annað sagðir þú ekki. Þegar ég spurði þig hvort þú hefðir ekkert meira að segja svaraðir þú nei — dálítið undrandi. Jú, allt var rétt. Hún hafði verið hrædd um að særa hann. Hún hafði ekki hlustað á upplesturinn og þorði ekki að viðurkenna það. Torolv hélt henni fast núna og aftur fann hún hlýjuna frá honum. Hann hvislaði nokkrar Ijóðlinur i eyra hennar. — Manstu? Nei, hún gat ekki munað þessi fögru orð og hún varð taugaóstyrk. Hann hélt áfram með Ijóðið sem var fagurt. Hún lokaði augunum. — Ég las þetta Ijóð fyrir þig, sagði Torolv. — Af því ég hafði ekki efni á blómi, eins og biðlum ber. En ég fékk aldrei svar frá þér hvað okkur tvö varðaði. Svo bað ég þin í útvarpinu en þú svaraðir mér ekki. Hvers vegna fékk ég hvorki já eða nei? — Torolv, sagði hún niðurbrotin. — Ég hlustaði ekki á upplesturinn. Ég var hjá veikri frænku minni en þorði ekki að viðurkenna það. Hann hélt enn fastar i hana. Þaðer aldrei að vita... — Takk fyrir, sagði hann. — Það er léttara fyrir Ijóðskáld að vita að það hefur ekki verið hlustað á það en að boð- skapurinn hafi ekki skilist. Hann brosti. Síðan beygði hann sig og kyssti hana. Það var unun að finna fyrir munni hans. Það var eins og hún hefði þráð hann lengi. Hann kyssti hana varlega. Það var eins og hann tæki eitthvað sem honum fyndist að hann ætti, eitthvað sem hann hefði týnt fyrir mörgum árum. Hann sleppti henni og þau stóðu bæði dálítið fölleit, feimin yfir því sem hafði gerst. Þau höfðu ekki leitað en þetta hafði gerst jafneðlilega og þegar straumar mætast. Siðan sagði hann; — Ég held það sé best ég fari. — Þaðer líklegabest, svaraði hún. En innra meðsér heyrði hún hróp: — Ekki fara. Bíddu aðeins. Það er margt sem við höfum ekki talað um enn. En Torolv fór, hokinn I snjáðum smókingnum. Hann hafði vafið bandinu á stúdentshúfunni um fingur sér, gekk Ætlarðu að bjóða okkur heim tii að prófa heimabruggið og skoða skuggamyndir úr sólarferðinni! Ég er hræddur um að áfengis- vandamálið hafi náð tökum á mér — ég hef ekki lengur efni á þvi að drekka! 2* Vikan X5. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.