Vikan - 15.04.1982, Síða 28
Texti og myndir: Kristín Halldórsdóttir
Pannig cr álitið, að vikingahúsin í Trcllcborg hafi litið út.
Höfuökirkjur
og víkingavirki
Trelleborg, víkingavirkið mikla á vesturströnd Sjálands, er
væntanlega hápunktur síðasta dags ferðar okkar um
Danmörku. Þar lítum við sönnun þess, að víkingar voru annað
og meira en einberir vígamenn og ribbaldar. Og Magnús
Magnússon hefur séð til þess, að áhugann skortir ekki á
slíkum fornminjum.
Það er vissara að eiga bókað
með ferjunni frá Árósum til
Kalundborgar kl. 8 um
morguninn, því hún er oft full-
skipuð. Ferðin tekur um 3
klukkustundir, svo það gefst
nægur tími til að borða morgun-
verðinn um borð í ferjunni.
Kalundborg byggðist upp í
kringum kastala og kirkju, sem
Esbern Snare lét reisa um 1170.
Þar er nú mikill iðnaðarbær og
stöðug umferð um höfnina.
Kastalinn, þar sem Kristján
konungur II sat fanginn 1549-
1559, er nú í rústum, en kirkjan
stendur stolt og fögur á sínum
stað. Hún er eins sérstæðasta
bygging Danmerkur með sína 5
turna, stíllinn er býsantískur og
minnir okkur á ferðir víkinga í
austurveg.
Þegar við ökum út úr
borginni tökum við á okkur svo-
lítinn krók til að skoða einn
stærsta rósagarð í barokkstíl í
allri Norðurálfu. Sá er við
Lerchen-borg, barokkhöll frá
miðri 18. öld, og auk hinna um
það bil 20 þúsund rósa getum
við skoðað riddarasal í rókókó-
stíl og minnisherbergi um
heimsókn H.C. Andersens árið
1862.
Eftir 38 km akstur komuro
við til Slagelse, og skammt
þaðan er víkingavirkið fræga,
Trelleborg, sem um var getið í
upphafsorðum greinarinnar.
Trelleborg hefur verið geysi-
stórt virki með 16 stórum
húsum, umluktum háum, hring-
laga garði. Utan garðsins og
virkisgrafar við hann, hafa
staðið 15 önnur hús og annar
garður og gröf þeim til varnar.
Allar byggingar hafa verið úr
timbri, og segir aldursgreining,
að hús þessi hafi verið reist fyrir
um 1000 árum. Við getum
skoðað líkan af virkinu öllu, og
utan svæðisins stendur eftir-
líking af einu húsanna.
Frá Slagelse er 15 km akstur
til háskólabæjarins Sorö, Sórey,
þar sem við skoðum stærstu
klausturkirkju landsins. Bygging
hennar hófst um 1160 í tíð
Absalons biskups, sem grafinn
er á bak við altarið, og í
kirkjunni hvílir einnig
Valdemar atterdag og fleiri
konungar.
28 Vikan 15- tbl.