Vikan - 15.04.1982, Síða 29
Vikuferð um Danmörku - VII
Kirkjan í Kalundborg.
Háskólinn er fast við kirkjuna
nær vatninu, og við skulum
gjarna fá okkur stutta göngu
meðfram vatninu, áður en við
stígum enn upp í bílinn.
Ringsted er síðasti viðkomu-
staður okkar í dag, áður en við
tökum strikið til Kaupmanna-
hafnar. Vegna stórfelldra bruna
á 17. öld og aftur í byrjun 19.
aídar. er lítið um gamlar
byggingar, þótt Ringsted væri
einn helsti staður landsins á
miðöldum og aðalþingstaður
Sjálands allt fram á daga
Kristjáns fjórða. En við
skoðum þar enn eina kirkjuna,
Sct. Bendts kirkju, eina af fyrstu
múrsteinsbyggingum Dan-
merkur. Merkust er hún þó fyrir
að geyma meira en 20
konunglegar grafir og minjar frá
miðöldum.
Og þá er komið að lokum
ferðar okkar, aðeins 60 km
akstur til Kaupmannahafnar,
þar sem við hófum sjö daga ferð
okkar um landið. Við höfum
sannarlega komist að raun um,
að Danmörk er dálítið meira en
sú glaða, ljúfa Kaupmannahöfn,
sem svo margir íslendingar
þekkja. Landið að baki hennar
er ekki síður forvitnilegt.
\S
Kirkjan í Ringstcd, cin clsta múrstcinsbygging Danmcrkur.
15. tbl. Vikan 29