Vikan


Vikan - 15.04.1982, Page 30

Vikan - 15.04.1982, Page 30
Læknavísindi Hjarta og lungu endurnýjuð Skurðlæknar fjarlægja nú hjarta og lungu úr dauðvona sjúklingum með þrem skurðum. Tiiraunir standa yfír með þessa fjögurra tíma aðgerð. Þrír skurðir til að fjarlœgja hjarta og lungu: Einn á barkann (A). Annar sker á meginceðina (B), slagœðina sem flytur blóðið frá hjartanu. Þriðji sker hægri höllina, poka sem geymir blóðið áður en því er dæit áfram. Handlagnir skurðlæknar hafa bjargað nokkrum mannslífum með því að græða í dauðvona sjúklinga bæði hjarta og lungu. Undanfarin fjögur ár hafa lungu verið grædd í 38 sjúklinga í Bandaríkjunum en allir létust innan 10 mánaða frá þessum líffæra- flutningum. Hjarta- og lungnaígræðslur voru fyrst framkvæmdar á þrem sjúklingum á tímabilinu 1968 til 1971, en enginn lifði lengur en 23 daga. Þrátt fyrir þennan slæma árangur telur hjartaskurð- læknirinn Bruce Reitz, sem starfar hjá lækningamiðstöð Stanford- háskóla, að nauðsynlegt sé að geta flutt þessi líffæri. Árangur slíkra líffæraflutninga milli manna, sem hér er lýst, byggir meðal annars á því að hægt sé að græða saman barkann sem óhjákvæmilega þarf að skera í sundur á skurðborðinu. Barkinn grær hægt sökum þess hve æðasnauður hann er og afleiðingarnar geta verið langvarandi blæðingar, loftleki og meiri hætta á sýkingum. Batanum seinkar séu gefin lyf sem nefnast sterar (steroids) en þau koma í veg fyrir að líkaminn hafni hinum utanaðkomandi líffærum. Þessi lyf halda ónæmiskerfinu í skefjum og auka því einnig líkindin á sýkingu barkans sem gæti seinkað batanum. Fundist hefur lyf sem hentar ágætlega í stað steralyfjanna. Svissneskt fyrirtæki hóf fyrir þrem árum framleiðslu þessa lyfs sem nefnist cyclosporin A. Það dregur úr andsvari ónæmiskerfisins við utanaðkomandi líffærum en heldur jafnframt ekki niðri baráttu ónæmiskerfisins gegn sýkingum. Að auki truflar cyclosporin A ekki græðingu barkans. Lyfið er þó ekki hættulaust, fundist hafa vís- bendingar um að það geti tengst myndun vissra tegunda af krabba- meini. Reitz telur hins vegar ástæðu til að taka þá áhættu, sé útséð að sjúklingurinn eigi ella dauðann vísan. Reitz og félagar undirbjuggu notkun nýja lyfsins og endur- vakningu hjarta- og lungnaflutninga með því að prófa nokkrar aðgerðir á öðum. Þeir öfluðu sér einnig þekkingar við aðhlynningu sjúklinga sem höfðu gengist undir líffæraflutningsað- gerðir af ýmsu tagi. Hjá Stanford-háskóla segjast menn nú hafa yfir áratugs reynslu af slíkum skurðaðgerðum. Flutningur á hjarta og lungum er ótrúlega einfaldur. Þegar brjóst- kassi sjúklingsins hefur verið opnaður er blóðflæðið tengt sérstakri hjarta- og lungnavél. skorið er á barkann, meginæðina og hægri höll hjartans. Síðan eru hjarta og lungu fjarlægð og nýju líffærin koma í þeirra stað. Komi ekkert babb í bátinn tekur aðgerðin fjórar klukkustundir. Sami maður þarf að gefa bæði hjartað og lungun til að vefirnir passi saman. Ekki er hægt að flytja slík líffæri nema 600 kílómetra leið vegna hættu á að vefirnir skemmist. Líffæraflutningar af þessu tagi hafa verið framkvæmdir fjórum sinnum hjá Stanford-háskóla frá því vorið 1981. Einn sjúklingur lést fjórum dögum eftir aðgerðina en hinir héldu lífi. Tveir þeirra voru komnir heim eftir fjögurra mánaða hvíldartímabil. 30 Vikan ls.tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.