Vikan


Vikan - 15.04.1982, Qupperneq 31

Vikan - 15.04.1982, Qupperneq 31
Texti: Þórey Opnuplakatið H ljómsveitin Depeche Mode hefur jafnt og þétt aukið vinsældir sínar að undanförnu. Hljómsveitin var stofnuð í Dasildon í Bretlandi af fjórum skóla- strákum, Vince Clarke, Martin Gore, Andy Fletcher og Dave Gahan. Þeir voru miklir áhugamenn um hljóðgervla og byrjuðu að leika á ýmsum smá- stöðum. Hljóðfæraskipan var sú að Dave söng en hinir léku á hljóðgervla. Vince Clarke var þeirra aðallaga- og textasmiður en fyrir skömmu yfirgaf hann félaga sína og hélt sina leið. Það var fyrir aðeins einu ári að Depeche Mode gaf út sína fyrstu plötu með laginu Dreaming Of Me hjá litilli hljómplötuútgáfu, Mute. í júní i fyrra kom frá þeim annað lag, New Life nefnist það og fór það i 11. sæti á vin- sældalistanum. Þriðja lagið sem sett var á markað var Just Can’t Get Enough. Það fór í 8. sæti vinsældalistans og er sjálfsagt þeirra þekktasta lag. Stóra platan Speak and Spell kom siðan út hjá Muteútgáfunni í nóvember siðastliðnum og fékk góðar viðtökur gagnrýnenda og plötukaupenda. Hljómsveitin hafnaði tilboðum sem henni buðust um að hita upp fyrir sér frægari menn á tónleikum, svo sem Toyah og Classix Nouveau. 1 stað þess voru skipulagðar styttri hljóm- leikaferðir þar sem hljómsveitin var sjálf í aðalhlutverki. Frami Depeche Mode hefur verið skjótur. Strákarnir eru nú sannkallaðar poppstjörnur sem geta baðað sig í frægðinni. En ástæðan fyrir þvi að Vince Clarke hætti var meðal annars sú að velgengni og vinsældir Depeche Mode voru orðnar of miklar og það sem því fylgir farið að skipta meira máli en tónlistin. Vince Clarke stofnaði aðra hljómsveit í félagi við tvítuga blússöng- konu. Þar skipa hljóðgervlar öndvegi og kalla þau hljómsveitina Yazoo. Brottför Vince Clarke hafði i för með sér sárindi og ýmsa erfiðleika fyrir þá hina. Hann samdi allt sem þeir fluttu og þeir voru vanir að geta reitt sig á hann. En brottför hans þjappaði þeim aftur á móti betur saman. Eftir að hann fór hafa þeir tekið við að semja sjálfir og segjast verða að gera meiri kröfur til sjálfra sín en áður. Sömuleiðis kvarta þeir undan því að hafa oft á tiðum ekki skilið hvað Vince Clarke var að fara í textum sínum. Tónlist Depeche Mode er taktföst og grípandi popptónlist, vel fallin til þess að dansa eftir. Hún er jafnan flokkuð með því sem kallað er nýrómantík. Það orð er nú notað yfir popptónlist þar sem rafeindahljóðfæri koma mikið við sögu en tónlistin jafnframt með þeim blæ- brigðum sem popptónlist einkenna, ýmist hugljúf eða grípandi og hröð. Auk þess fylgir nýrómantík ákveðin tíska i útliti og klæðaburði. Eins og önnur hugtök af þessum toga nær nýrómantík yfir margt og ekki allir á einu máli um hvað flokkast undir og hvað ekki. Depeche Mode vilja ekki láta kalla sig nýrómantíkera á borð við Duran Duran og Spandau Ballet. Þeir vilja meina að hlustendur þeirra séu yfirleitt eldri en aðdáendur nýrómantíkeranna og ýmislegt fleira skilji á milli. Depeche Mode er að mati margra breskra tónlistarblaða í hópi efnilegri nýliða á sviði poppsins. Þeir virðast ætla að láta spár sérfræðinganna rætast. Ólíkt Vince Clarke eru félagarnir harð- ánægðir með velgengnina og það sem henni fylgir, umtal, amstiir og annriki. Þeir vænta þess að 1982 verði þeim happadrjúgt. {W 15. tbl. Vikan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.