Vikan


Vikan - 15.04.1982, Side 48

Vikan - 15.04.1982, Side 48
Viðtal Vikunnar góða sambandi sem þarf til að hitta á rétta strenginn.” Eins og fram hefur komið í dagblöðum hefur Haukur farið í söngferðir með kirkjukórinn á Akranesi og það ekki á ómerkari staði en til ísrael, ítaliu og Þýskalands. í ísrael fékk kórinn slíkar móttökur að talað var um að þjóðhöfðingjum væri ekki betur tekið. „Ég verð að segja það sem kórstjóri að ég hef aldrei á ævi minni fengið slíkar móttökur með kór eins og þær sem við fengum þarna. Það var mikill áhugi á því að fara þessa ferð þó margir hafi talið í bvrjun að þetta væri of mikil ævintýra- mennska. Þó er þetta ekki nema sjö tíma ferð, eins og með bíl frá Akranesi norður á Akureyri! — En þessi ferð var algjörlega ógleymanleg. Þarna varð maður fyrir hughrifum sem maður upplifir sjaldan. í sömu ferð fór kórinn til Rómar. Þar söng hann við messu hjá Páli páfa sjötta. Við fluttum hálftíma efnisskrá áður en messan hófst. Það var ógleymanleg stund þegar páfinn var borinn inn í burðarstól og hann blessaði mannfjöldann á báðar hendur. Það var augljóst að hann vissi af okkur í kirkjunni. Við upplifðum einnig stórar stundir á ferðalagi okkar um Þýskaland. Sumarið 1980 fór ég með kirkjukórinn í tónleikaferð og við sungum víða í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Meðal annars fengum við tækifæri til að syngja við messu í Tómasar- kirkjunni í Leipzig. Það var stór stund að vera þarna á þeim sama stað og Bach var forðum. Og Mozart. Kirkjan er mjög sögufræg, ekki síst fyrir það að Bach starfaði þarna sjálfur í 27 ár! — Hann er grafinn í kórnum. Þegar við sungum þarna við gröf hans stjórnuðu einmitt nokkrir félagar úr kór okkar, eins og gert var á sínum tíma. Kirkjukór Akraness gaf síðan út hljómplötu á síðasta ári og byggðum við hana upp á verkum sem við höfðum flutt í ferðum okkar. Eitt af verk- efnunum er nýtt verk eftir Leif Þórarinsson sem var gerður góður rómur að á tónleikunum. Það verk sýnir einnig mjög vel getu kórsins.” Haukur Guðlaugsson er mikill náttúruunnandi. Hann og Grímhildur kona hans ganga oft sér til skemmtunar um ósnerta náttúruna og njóta hinna óendanlegur hljómbrigða sem hún gefur frá sér. Til gamans má geta þess að Haukur á ekki bíl og þau hjónin og tveir synir þeirra hafa notað reiðhjólið sem farartæki í mörgár. En fyrst og síðast á orgelið hug hans allan. Þegar Haukur spilar er eins og losni af honum öll höft og hann svifur á milli nótnanna á þann hátt að sá sem á hlýðir er ekki i nokkrum vafa um að þarna er snillingur á ferð. Eflaust eru fleiri því sammála og einn frægasti orgelleikari í heimi, Fernando Germani, hafði Hauk einmitt í læri í Rómaborg. „Það var nú einstök heppni að ég komst í nám hiá Fernando Germani. Ég hafði lengi haft áhuga á að kynnast einhverju nýju í orgelleiknum. Þessi meistari var víðfrægur fyrir pedalspil sitt og hann sagði að maður ætti jafnvel að hugsa sér að maður væri með tvo vængi á fótunum. Á þann hátt gæti maður ímyndað sér léttleikann og losað sig við alla spennu. Ég spila til dæmis helst í sérstökum skóm sem eru mjög léttir og falla vel að fætinum. Þeir eru bæði með leðursóla og leðurhæl því oft þarf að vera hægt að renna fætinum mjúklega eftir pedal- nótunum. Það eru líka aðrir hlutir í sambandi við orgelið sem er skemmtilegt að hugsa um. Það er að hljóðfærið verður betra og betra eftir því sem spilað erimeira á það. Það má aldrei læsa hljóð- færum, það á að spila á þau. Þetta er ekki bara mín skoðun heldur hefur þetta verið vísinda- lega sannað með þvi að skoða pípur í mikið notuðum orgelum og bera þær saman við þær sem lítið eru notaðar. Auðvitað slitnar mekanikkin. En það allt hægt að bæta. En við getum aldrei búið til hljóm- gæði í orgel sem ekki er spilað á að staðaldri. Allri kennslu í dag má eiginlega líkja við vísinda- grein. Þeir sem spila hvað mest í dag búa allir yfir ótrúlega mikilli tækni. En stundum gengur fágunin svo langt að hún verður aðal- atriðið og túlkun verksins liður fyrir það. Maður er hættur að finna þennan sterka persónulega tón sem einkenndi gömlu meistarana. Þegar maður hlustar á þá þekkir maður um leið hver er á ferð. Persónu- leg einkenni þeirra eru svo slerk að það leynir sér aldrei. En nú þarf maður oft að hugsa sig lengi um áður en maður getur ráðið í hverþaðer sem spilar. Fatlaöur, franskur orgelleikari fietur spilaö erfióustu verk sem samin hafa veriófyrir orgel. Ég hafði mikinn hug á því að fá hingað franskan orgelleikara í tilefni af ári fatlaðra. En það tókst ekki. Hann hafði orðið fyrir slysi sem drengur, missti sjónina, baugfingur vinstri handar og framan af öðrum fingrum þeirrar handar. Þessi maður getur spilað erfiðustu verk sem samin hafa verið fyrir orgel. Þetta finnst mér vera næstum því eitt af undrum veraldar. Ég hef heyrt að hann noti þá aðferð, þegar hann kemur að erfiðum köflum sem skrifaðir eru fyrir vinstri hönd, að hann krossleggi hendurnar og spili erfiða kaflann með þeirri hægri og þann auðveldari með vinstri. Það væri mjög lærdóms- ríkt að fá að kynnast þessum manni og ég vona að hann eigi eftir að koma hingað til landsins. Orgelleikur er heilt lifsstarf. Jafnvel þegar maður er á ferða^ lagi er hugurinn sífellt upp-' tekinn við að leita að leiðum til að velja saman litbrigði í þau tónverk sem maður er að fást við. Hvernig tekur það sig best út? Hvernig á ég að leysa það tæknilega? Það verður að gæta þess að raddirnar séu ekki búnar áður en komið er að hápunktinum! Sumir líta mjög strangt á allar merkingar. Mér finnst að maður eigi auðvitað að halda verkinu innan ákveðins ramma. En síðan á maður að hreyfa sig óheft innan hans. Ekki hömlu- laust. Heldur eins og maður gerir í daglega lífinu. Þar þarf maður að halda sig innan ákveðins lífsramma en hreyfir sig svo eðlilega innan hans.” i m 48 Vikan X5. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.