Vikan


Vikan - 15.04.1982, Side 50

Vikan - 15.04.1982, Side 50
a Jón Ásgeir tók saman Eldhús Vikunnar Egypsk linsusúpa Linsubaunasalat Skyndilinsur (sjá mynd) 250 grömm rauðar linsubaunir 1 lítri kjötseyði 3 stórir laukar 2 negulnaglar 2 hvítlaukslauf 1/2 teskeið salt, lítið eitt af pipar 1/2 teskeið malað kúmen 40 grömm smjör 250 grömm tómatar 1 búnt steinselja Tilreiösla: Látið linsurnar liggja í bleyti, notið endilega rauðar, annars verður súpan ekki ekta egypsk. Þegar linsurnar hafa legið eina nótt skal setja þær yfir eldinn í lagvatninu og kjötseyðinu. Bætið út i einum lauk sem negul- nöglunum hefur verið stungið í, hvít- laukslaufunum, salti, pipar og kúmeni. Lækkiö hitann strax og sýður og látið krauma við vægan hita í hálftíma. Flysjið hina laukana, hakkið þá og hitið í smjöri á pönnu þar til þeir verða glærir. Bætið teningssneiddum tómötunum saman við og látið allt verða að mauki. Kryddið með salti og pipar. Veiðiö laukinn og hvitlaukslaufin úr súpunni en stappið allt annað í henni. Hellið henni í súpuskál, dembið yfir hana tómatmaukinu og loks stein- seljunni. 500 grömm linsubaunir 1 lítri kjötseyði (úr teningum) 2 laukar 1 teskeið salt, pipar að smekk 4-5 matskeiðar edik 5 matskeiðar matarolía 1 litið glas perlulaukur 1 búnt steinselja salatblöð Tilreiðsla: Salatið lítur betur út ef notaðar eru linsubaunir sem eru ljósar (gulbleikar) að lit. Suðutími þeirra er um það bil 20 mínútum lengri en annarra tegunda linsubauna. Látið linsubaunirnar liggja í bleyti og hitið svo í kjötseyöinu í 45-50 mínútur, látið þær samt ekki linsoðna alveg. Saxið laukana í smáa teninga og blandið saman við þá saltinu. Hrærið pipar, ediki og olíu saman við. Blandið kældum linsunum og hluta af kjötseyðinu saman við. Bætið síðan perlulauknum út í. Látið standa i nokkrar klukkustundir. BeriS allt fram á salatblöðum, eftir að steinselju hefur verið bætt við blönduna. Má bragðbæta meö sykurlús. 200 grömm magurt, reykt flesk 200 grömm hangikjöt 30 grömm feiti 1 lítri kjötseyði (teningar eða annað) 1 lárviðarlauf 1 sléttfull teskeið thymian 1 litil dós gulrætur 2 matskeiðar niðursoðnir perlulaukar 250 grömm fljótsoðnar linsubaunir tómatsósa, pipar, salt, edik, sykur að smekk Tilreiðsla: Hlutið fleskið og kjötið í teninga og hitið upp í potti ásamt feitinni. Bætið 1 lítra af kjötseyði saman við og setjið út i lárviðarlauf, thymian, gulrætur og perlulauk. Hellið fljótsoðnu linsubaununum saman við og bragðbætið eftir nokkrar mínútur með tómatsósu, pipar, salti, ediki og sykri. Linsupottréttur 500 grömm linsubaunir 200 grömm reykt svínspara 1 teskeið salt 2 lítrar kjötseyði (duftlagað) 3 gulrætur 1 steinseljurót 1 sellerírót 2 púrrustönglar 250 grömm reykt pylsa (salami eða annað) 250 grömm reykt, magurt flesk vinedik og sykur Tilreiösla: Setjið upp í potti linsubaunir, sem lagðar hafa verið í bleyti, ásamt vel skolaðri pörunni, salti og kjötseyði. Lögurinn verður að fljóta vel yfir linsurnar. Hreinsið gulrætur, steinselju- rót, sellerírót og púrru. Sneiðið allt — utan eina púrrustöng — í bita og bætið út í súpuna þegar helmingur suðutíma er liðinn. Bætið einnig þá í súpuna pylsu- sneiðunum og teningaskornu fleskinu. Veiðið froðu ofan af ef þarf. Bragðbætið með ediki og sykri þegar linsurnar eru nær því meyrnaðar. Sneiðið síðasta púrrustöngulinn í þunnar sneiðar og bætið þeim út í súpuna þegar paran hefur verið veidd burt. so Vlkan XS.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.