Vikan - 22.04.1982, Qupperneq 30
Texti:Anna Ljósm.: Ragnar Th.
RÉTT AÐ BYRJA
Grýlurnar
á fullri ferð
„Þessi hljómsveit er svo sannarlega stofnuð með atvinnumennsku í
huga,” sögðu Grýlurnar í viötali viö Vikuna fyrir ári. Verkefna-
skráin, hvort sem litiö er fram á við eða um öxl, ber með sér að
Grýlurnar séu komnar í atvinnumennskuna. Ekki þar með sagt að
þær lifi á spilamennskunni frekar en aðrar rokkhljómsveitir. En
sumarið verður rokk og aftur rokk.
„Við erum að byrja að taka upp stóra plötu núna og verðum i því
allan maímánuð. í júní og júlí er svo kvikmyndataka með Stuð-
mönnum. — Myndin verður að mestu tekin í Reykjavík en við
verðum þrjár vikur úti á landi. — Svo eru það sveitaböllin — og
hljómleikar.”
En lítum fyrst til baka: í mars fóru
Grýlurnar I snögga ferð og gerðu það
gott: Getid þid sagt okkur eitthvad um
ferdina:
— Hún byrjaði á 17 tima törn, mest
bið. Það var ekki hægt að lenda á
Kastrup, vegna þoku, svo við lentum
einhvers staðar á Jótlandi — í Billund
— þar biðum við í einn og hálfan tima
og síðan sjö tíma á Kastrup. lnga samdi
lag... — hún samdi ekkert lag, Ómar
Ragnarsson söng það inn á plötu fyrir
löngu.
— Mér leiddist svo æðislega, bætir
Inga við til skýringar. — Ég var að
skrifa ástarbréf, segir Herdis. — Við
vorum eins og á eyðimörk þarna, æðis-
lega einar og yfirgefnar.
H\ ernig at i 'ikadist þad aö þidjörud?
— Sænska sjónvarpið fékk þáttinn
sem íslenska sjónvarpið gerði með okkur
á fimmtudegi, óklipptan, og á föstudag
var hringt i okkur. Við höfðunt tintann
frá hádegi og frant að kaffi til að undir
búa okkur, ná i gjaldeyri og ailt sent til
þarf. Aðalpróblentið hjá Herdisi var
hvort hún þyrfti að hafa barnið með.
Þrumugóðar móttökur
Ferðin tók tíu daga, þar af tvo i
Danmörku. Við spiluðum i sænska og
danska sjónvarpinu í beinni
útsendingu...£r þad ekki erjitt? — Nei,
nei, bara eins og á hljómleikum,
auðvitað erum við alltaf svolítið
nervösar.... Svo spiluðum við á klúbbum
og á balli í Uppsölum. — Það var æðis-
legt fjör, okkur var sagt að önnur eins
stemmning hefði ekki verið þarna siðan
Rolling Stones komu fyrir tuttugu árum.
— Við fengum yfirleitt þrumugóðar
móttökur. Jafnvel Svíarnir virtust
kunna vel að meta okkar tónlist. Eins og
þeir eru annars ólíkir okkur.
— Stelpurnar fóru i bæinn áður en við
mættum i sænska sjónvarpið og keyptu
málningu. Sminkurnar hjá sjónvarpinu
höfðu aldrei séð annað eins. Það eru
allir svo penir og lekkerir þarna. Það er
greinilegt að allir, kellingar og kallar,
liafa farið á snyrtinámskeið. Við vorum
spenntar að hitta allt þetta myndarlega
fólk en þegar karlmennirnir komu inn
og mjökuðu sér í mjöðmunum þá féll
okkur allur ketill i eld. Mikið hrikalega
eru þeir væntnir!
Hvers vegna haldid þid aö þid hajid
fengid svona góöar vidtökur, fyrsl
Sviarnir eru svona ólikir ykkur?
— Kvennarokk er i tísku, framboðið
er litið og eftirspurnin ntikil. Svo þurfum
við kellingarnar að vera svo ntiklu betri
en karlmenn til að ná einhverjum
árangri og það myndi ekkert þýða að
bjóða upp á lélegt prógramm heldur.
Það sýndi sig hér heima. Við fengum
meiri háttar lélega dóma fyrst þegar við
komum fram (í Austurbæjarbiói). Fólk
gerir kröfur. Við vorum búnar að æfa
allt sumarið og fólk bjóst við betra. Við
höfðum gott af þessum skelli og
hugsuðum sem svo: Við skulum sýna
þeim hvað við getum! Það er farið að
launa sig núna. Annars virðast gagn-
rýnendur vera jákvæðir út i sumar
hljómsveitir, það virðist vera sama hvað
þær gera, allt er frábært. Svo eru það
lika aðrar sem eru fyrirfrant dæmdar
ómögulegar. Já, þeir eru skrýtnir, þessir
gagnrýnendur.
Hvernig hafa adrar rokkhljómsveitir
tekid ykkur?
— Sumir eru mjög jákvæðir. Bubbi
var fyrstur til að bjóða okkur velkomnar
i bransann, og það meira að segja á
hljómleikununt í Austurbæjarbíói i
fyrra. Surnir eru svo sem ekkert að
greiða götu manns en samt er þetta að
breytast þar sem þeir sjá að við eruni að
þessu af alvöru. Ragga: Mér tinnst eins
og við séum rétt að byrja núna. Það er i
rauninni ekki fyrr en nú að við erum
búnar að ná svo vel saman að við getum
farið að „jamma” sarnan.
— Platan hefur fengið góðar viðtökur
en litla sölu. Krakkarnir sem hlusta mest
á okkur, ætli þeir séu ekki svona 12-16
ára, eiga ekki fón og það er of dýrt að
gefa fjögur lög út á kassettu.
— Við ættum kannski að gefa út
hljómleikakassettu eins og sumar hljóm-
sveitir eru farnar að gera, hntmrn... —
Við áttum von á öllu og erum hressar
yfir viðtökunum.
Verda lögin á nýju plötunni
frumsamin?
— Já, við erum tilbúnar með nokkur
lög og ætlum að hafa allt frumsamið.
Á hvada tónlist hlustiö þiö?
— Allar kvennarokkhljómsveitir! Slits
og Go-Go's, Raincoats og göntlu
grúppurnar. Ragga: Ég hlusta á allt og
þá mikið á irska þjóðlagatónlist- n :
Stevie Wonder, Þursana, UtanS
menn, Bubba. Linda:...Pink j
Pink Floyd, taka hinar undir. ,
Ragga: Ég hlusta aldrei á PinK ,
Inga: Ég hlusta á Spliff og Ninú 3 ^
Patty Smith, allt með henni og sy0 r
gömlu góðu eins og Hendrix (na
Pabbi minn
og systir hvöttu mig
— Annars á öll tónlist rétt á
spilar
sérl^
Hefd's 3
á klassiskan gítar og 1 ^ii
fagott og óbó). Við erunt rokkhlj0 ^ [il
en við viðurkennum attnað, e’n*lltjnia
dæmis pönkið og hundleiðinleg ^jr
verk sem aðeins fjórir hlusta á at iý
halda að þeir virðist betur gelnir ^
hlusta á það. Þetta á allt rétt á ser'^ f
er það nú svolítið mikið skrýtiö ^ifi
hljómlistarfólk (poppbransatólU (ii
að borga mikið fyrir þessi ntenn óríáií
leiðinlegu nútimatónskáld se'
fíla af skyldurækni.
, p$[
Hvaö kom til aö þid svöru<?t,i jþ
Ragga var aö leita ad stelpuW 1,1
hljómsveit?
30 Vikan 16. tbl.