Vikan - 22.04.1982, Side 36
Jl. hluti
Framhaldssaga
KÓRÓNAN
teinninn sást greinilega þaöan sem
au stáðu. Hann liktist raunar ekkert
sétstaklega mannshöföi þessa stundina
Cn beim var Ijóst að þaö var ekki sama
vaöan var horft né hvernig Ijós og
u8gar léku um steininn. Nú var komiö
,Vö^’ sól var að setjast við sjóndeildar-
óúginn og myndaði gyllta brú yfir blý-
erá» hafið.
Ron, þú ert snillingur! sturidi
lone.
^ann hló. — Það var Annika sem
'undi eftir steininum þarna uppi.
M
Við erum öll snillingar, sagði
artm. — K.nut, sem áttaði sig á að
. anengið hennar frænku gömlu væri
^rihvað merkilegra en önnur fatahengi,
v,-’ sern kom auga á þríhyminginn,
^nnika, sem stautuðum okkur fram
°gamtáknunum, Jörgen, sem áttaði
S|g 4 L . °
Pvi að það hlaut að vera um annan
Se^n raeða — og fann hann, og Ron,
111 alltaf fann nýjar leiðir þegar við
pÖUtn tapaðáttunum.
p lrnmn'enningunum varð litið á
,ar inson og Lisbeth. Þau gátú ckki
^érafneinu.
^ okkrum mínútum síðar klöngruðust
Upp Þ'óngan stiginn og svo stóðu
'q|. 0,1 saman á klettasyllunní beint fyrir
I, n húsið, Ron var með þeim, augu
eðaS C*lU l^nn‘*íu’ hvar sem hún gekk
.St<^’ °8 ur Þeim brann glóð. Hún
náv ' taepast að lita i áttina til hans en
Vlsl hans kveikti eld i æðum hennar.
glóð aU8Um Parkinsons brann einnig
pj en það var ágirndarinnar eldur.
^ rians skulfu, það var sem hann
rian'i^ar 'somtnn með kórónuna milli
jjýnanna’ Annika skildi hann ekki.
eskja hvernig nokkur mann-
°g p®31 niðurlaegt sjálfa sig á sama hátt
nem ar^'nson’ hvernig hann gat liðið
Kj,„ cntlum sínum að hæða sig eins og
höfðu
*eva ““ 8ert- Sjálf hefði hún orðið
Un. rC'^’ 110,1 hefði rokið burt af staðn
ujná
stundinm.
S
l'erilu/yr'r *lenn' var britfa. allt saman
týrj annað en spennandi ævin-
o„Us,>rtr Pnrkinson var það lykillinn að
Jóei" ^ann *lalð'svo *ene’ riePPt aþ-
.S,ein.ten °8 Martin gengu í kringum
hasflg "l ,^ann var stór, næstum mann-
rnan lar °8 reyndar í laginu eins og
- s öfuð sem beindi sjónum út á
hafið. Það var bratt framan við steininn
niður að húsinu og rétt svo að hægt væri
að fikra sig meðfram honum á þann veg-
inn.
Parkinson" fleygði sér á fjóra fætur og
byrjaði að krafsa í jarðveginn eins og
hundur,— Hættu þessu! sagði Jörgen
hvasst. — Það mætti ætla að verðandi
prófessor vissi betur en svo að hann
hagaði sér svona. Hefurðu aldrei verið
viðfornleifagröft?
Parkinson reis treglega á fætur og
burstaði hnén.
— Ég hef það á tilfinningunni að við
ættum að tilkynna þennan fund áður en
við förum að róta nokkru til, sagði Tone
íhugandi. — Já, við verðum að skýra frá
öllu sem við höfum komist að hér.
— Það er nú orðið nokkuð seint,
tautaði Annika.
Parkinson varð óttasleginn. Tilkynna
fundinn? Það tæki marga daga —
tíminn liði — og einhver annar fengi
heiðurinn! Það mátti ekki verða.
— Það er varla nauðsynlegt, sagði
hann yfirlætislega. — Ég hlýt að teljast
fullfær um að taka ábyrgð á þessu.
Það stendur nú Jörgen liklega nær,
sagði Martin þurrlega.
— Ég hlýt áð teljast í fyrirsvari hér,
sagði Parkinson og leyndi sér nú ekki að
farið var að þykkna i honum. — Ég tek
á mig ábyrgðina. Og þið eruð öll fær um
að taka þátt i þessu vegna náms ykkar
og reynslu, nema auðvitað Tone — og
Ron sem er náttúrlega gjörsamlega óvið-
komandi.
Óvildin leyndi sér ekki í svip Rons og
Martin flýtti sér að gripa inn i: — Ron
veit alveg jafnmikið um ogam og við
hérna, ef ekki meira. Hann er sannar-
lega ekki sá sem lalist getur óviðkom-
andi hér.
— Martin Öyen, sagði Parkinson og
gnísti tönnum. — Ef þið útilokið mig frá
þessum uppgrefti þá kæri ég ykkur fyrir
að halda þessum fornleifafundi leyndum
og fyrir skemmdir á fornminjum.
— Bannsettur framapotarinn.
kallaði Martin upp yfir sig. — Er algjör-
lega útilokað að starfa saman á jafn-
réttisgrundvelli? Þetta hefði aldrei gerst
ef prófessorinn okkar hefði verið til
staðar.
— Nú er hann bara ekki hér, heldur
ég, sagði Parkinson drembilega. — Það
hlýtur að koma í minn hlut að stjórna
verkinu. Hafið þið komist að einhverri
niðurstöðu varðandi legu steinsins?
— Þar sem við höfum hingað til eytt
timanum i karp, eins og krakkar í sand-
kassaleik, þá höfum við ekki ennþá
komist að nokkrum sköpuðum hlut,
sagði Jörgen. — En komum okkur að
verki núna!
Þau athuguðu legu steinsins frá öllum
hliðum en urðu engu nær. Þau komust
ekki undir steininn.
— Ég hef enga trú á að þið finnið
neitt þarna, sagði Lisbeth. sem sat
skammt frá og reykti. Hún virtist ekki
nema í meðallagi áhugasöm um verkið.
— Jú, ég hef trú á að þetta sé staður-
inn, sagði Jörgen. — En á þessum langa
tíma, sem liðinn er, hefur steinninn sigið
og þjappað saman jarðveginum undir.
— Áttu við að kórónan hafi klesst
saman? sagði Parkinson.
— Það vitum við ekkert um. Að áliti
Martins er viðbúið að hún sé hreint ekki
til lengur heldur hafi orðið ryði að bráð.
Parkinson sýndi engin merki um
áhyggjur. — Jafnvel minnsta brot af
járnkórónu frá þessum tíma hefur
ómetanlegt gildi sem fornmunur. Og svo
finnum við vonandi sverðið.
Það minnti þau á að þau höfðu ekki
sagt Parkinson frá sverði Feorníns. Nú,
það var kannski ekki svo vitlaust að
halda einhverju leyndu fyrir karlinum!
Þau skiptust á þýðingarmiklum augna
gotum og Ron brosti við þeim skilnings-
ríku brosi.
— Ég óttast það eitt að einhver hafi
fundið þessa muni á undan okkur, sagði
Parkinson. — Það væri hörmulegt.
Úti við sjóndeildarhringinn sáu þau
hvar óveðursský sigldu upp á himininn.
Annika varð snögglega gripin óvið-
ráðanlegri skelfingu. Hana langaði til að
hrópa til félaga sinna að hætta þessu.
hætta við allt saman og koma sér i
burtu.
— Drúidar, sagði hún við sjálfa sig. —
Þeir voru fjölkunnugir.
— Vissulega, ansaði Martin, og hún
hrökk við því hún hafði ekki gert sér
grein fyrir að hún talaði upphátt. — En
kæra Annika, þú ert þó ekki taugaveikl-
uð?
— Ég er ekki vön að vera það. En það
er eitthvað á seyði hér, sagði hún lágt,
svo að ekki heyrðu aðrir á tal þeirra. —
Égeróttaslegin.
— Hið fræga sjötta skilningarvit kon
unnar hefur lika sinar slæmu hliðar,
sagði hann hlæjandi. — „Ég finn þetta á
mér," segið þið allar og yfirleitt er það
eintóm vitleysa og móðursýki.
— Hvað veist þú um það? Þú ert ekki
kona. Nú, jæja, þetta er liðið hjá i bili.
Gleymdu því. Og auðvitað er ég jafn-
spennt og þið.
Tone gerði enn eina árangurslausa til-
raun til að stinga hendinni undir stein-
inn.
— Við þyrftum að hafa spaða, dæsti
hún.
— Spaða? sagði Jörgen og skellti upp
úr. — Það þarf nú eilthvað kröftugra
gegn þessu hérna.
— Jæja. og hefur þú betri uppá-
stungu? Eigum við kannski að ráðast
gegn þessu þúsund tonna bjargi með
hamri og meitli?
— Þessi steinn vegur engin þúsund
tonn, sagði Parkinson og setti sig i
kennarastellingar. — Ég get mér þess
tii...
— Slappaðu af, sagði Tone grcniju
lega. — Ég var bara að reyna að vera
fyndin.
— Þú gast þá sagt það, sagði
Parkinson.
— Ég er nú ekki vön að gefa út til-
kynningu þegar ég ætla að segja brand
ara, sagði Tone. — Svo fyndnir eru þeir
nú ekki.
— Dúnkraftur, sagði Martin
hugsandi.
— Ekki vitlaus hugmynd, sagði
Jörgen. — En liklega þyrftum við tvo.
Einn þar sem Tone reyndi að troða inn
hendinni og annan hér og þar með gæt-
um við myndað holrúm undir steinin
uni. Svo getum við hlaðið undir steininn
og náð honum þannig upp.
— Eruð þið að tala um tjakk eins og
við erum með I bilnum? spurði Annika
sem ekki var vel heima i tækninni. —
Varla er slíkt verkfæri nógu sterkt.
— Nei, það verður að vera öflugra,
sagði Jörgen. — Kannski við getum
fengið almennilegan dúnkraft á bifreiða-
verkstæðinu I þorpinu hérna handan.
16. tbl. Vikan 37