Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 20
Þarf
nokkuð
að prófa
rafmagns-
tæki?
i
Hafi þvot
prófuð
n-íkisins c
vcrið að v
son.
:avclin vcrið skoðuð og
hjá Rafmagnscftirliti
ru allar líkur að þar hafi
crki Magnús J. Kristins-
Þarf nokkuð að prófa rafmagnstæki sem á að selja hér á landi? Er
ekki í það minnsta hægt að treysta þekktum, erlendum vöru-
merkjum?
Því miður getum við ekki svarað þessum spurningum afdráttar-
laust játandi. Rafmagnseftirlit ríkisins prófaði 380 rafföng á þrem
mánuðum þessa árs og 63 hlutir, það er að segja 17 prósent, fengu
neikvæðan dóm, þeirra á meðal „þekkt vörumerki”.
Þrenns konar mat er lagt á þau rafföng sem berast Rafmagnseftir-
litinu til skoðunar: samþykkt, samþykkt með skilyrðum eða neitað.
Sé um minniháttar vankanta að ræða er framleiðendum eða inn-
flytjendum gefinn kostur á að lagfæra þá áður en varningurinn er
settur á markað, hann er samþykktur með skilyrðum. Standist raf-
föng ekki þær kröfur sem Rafmagnseftirlitið gerir verður
úrskurðurinn neikvæður.
Rafföng, sem ekki hafa hlotið samþykki Rafmagnseftirlits ríkisins
eða verið neitað um samþykki, má alls ekki flytja inn í landið, selja
eða afhenda til notkunar innanlands. Þetta eru lög í landinu og allir
sómakærir framleiðendur eða innflytjendur raffanga hlýða þeim.
Prófunar- og viðurkenningarskylda Rafmagnseftirlitsins nær ekki til
rafbúnaðar í orkuverum, en i grófum dráttum eru öll rafföng, sem
leikmenn hafa undir höndum, rafföng til heimilisnotkunar og til
notkunar í verkstæðum og landbúnaði prófunar- og viðurkenningar-
skyld. Nákvæman lista er að finna í reglugerð 264/1971 um raforku-
virki en hér skiptir okkur máli að allar þvottavélar þurfa skilyrðis-
laust að hljóta samþykki Rafmagnseftirlitsins til að mega fara á
markað.
Af þessum ástæðum fjallar Vikan aðeins um þær undirgerðir
þvottavéla sem samþykktar hafa verið eða bíða úrskurðar. í síðara
tilfellinu nefnum við þó aðeins undirgerðir vörumerkja sem hafa
áður hlotið samþykki fyrir aðrar undirgerðir. Ennfremur vitum við
fyrir víst að sýnishorn af nýju undirgerðinni höfðu verið afhent
Rafmagnseftirlitinu til skoðunar 26. apríl síðastliðinn eða fyrr.
Listinn er sem sagt tæmandi, á honum eru allar undirgerðir þvotta-
véla sem eru og mega lögum samkvæmt vera á markaði hérlendis.
Bergur Jónsson, forstöðumaður Rafmagnseftirlits ríkisins, sagði í
viðtali við Vikuna að íslendingar framfylgdu stranglega alþjóð-
legum reglum um öryggis- og smíðastaðla raffanga. Prófunarreglur
Rafmagnseftirlitsins eru frá tveimur alþjóðlegum samtökum.
■ Hjá IEC-samtökunum í Sviss eru gefnir út staðlar fyrir raftækni-
iðnaðinn. Rúmlega 100 ríki eiga aðild að IEC en staðlarnir fá samt
sem áður ekki sjálfgert lagagildi í viðkomandi löndum enda eru þeir
gefnir út til leiðbeiningar.
Hins vegar gefa C'EE-samtökin, sem hafa aðsetur í Hollandi, út
reglur og staðla sem ætlaðir eru til raffangaprófunar og til að fella
úrskurði um hæfni raffanga. Þegar Rafmagnseftirlit ríkisins sam-
þykkir einhvern hlut þýðir það að sá hlutur hefur meðal annars
uppfyllt nægjanlega vel þær kröfur sem fram koma í CEE-
reglunum.
Bergur sagði að einstaka framleiðandi erlendis áttaði sig ekki á
þeim ströngu kröfum' sem Rafmagnseftirlitið gerir til raffanga.
Sumir hafa nefnilega þann háttinn á að þeir framleiða sama vöru-
merkið á tvenns konar hátt, önnur gerðin stenst ýtrustu öryggis-
kröfur en hin (sem oft er ætluð löndum þriðja heimsins) með sem
lægstan tilkostnað í huga.
Rafmagnseftirlitinu er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að
lélegur varningur af þessu tagi berist í hendur grandalausra
neytenda hér á landi. Bergur Jónsson sagði að yfirleitt væri sam-
starfið við innflytjendur gott enda ekki síður þeim í hag að geta aug-
lýst að þeirra varningur hafi fengið heimild til að bera viður-
kenningarmerki Rafmagnseftirlitsins.
Úr rcglugcrð nr. 264/1971 um raforkuvirki:
,,Ekki má flytja inn í landið, selja eða afhenda til notkunar innan-
lands, annan rafbúnað eða önnur raftæki en þau, sem fullnægja
skilyrðum þessarar reglugerðar um gerð og frágang.
Skylt er að senda Rafmagnseftirliti ríkisins til prófunar og
viðurkenningar þær tegundir raffanga sem taldar eru upp... og
má ekki flytja þau til landsins eða gera innanlands, selja þau eða
afhenda til notkunar, fyrr en samþykkt Rafmagnseftirlitsins er
fengin, nema sérstakt leyfi til þess komi til í hvert sinn. Sú
viðurkenning sérhverrar gerðar raffanga, sem veitt er þegar
sýnishorn er samþykkt, gildir einungis um þá hluti, sem eru alger
eftirmynd sýnishornsins."
Hugsum okkur þvottavél sem hlotið hefur samþykkt Rafmagnseftirlitsins
og heitir til dæmis „Washes Well T-IOO”. Nú gerir framleiðandinn einhverjar
breytingar og kallar vélina „Washes Well T-105". Síðari gerð vörumerkisins
„Washes Well" má EKKI selja án þess að Rafmagnseftirlitið hafi samþykkt
hana.
Þetta virðist kannski sparðatíningur og smotterí, bara breytt einum tölu-
staf í nafninu. Málið er hins vegar það að á bak við þessa nafnbreytingu getur
leynst stórhættuleg breyting á vélinni. Þess vegna á skilyrðislaust að afhenda
Rafmagnseftirlitinu nýju gerðina til skoðunar.
20 Vikan 19. tbl.