Vikan


Vikan - 13.05.1982, Side 26

Vikan - 13.05.1982, Side 26
Umsjón: Jón Ásgeir Hefur fundist lyf við iömun af vöidum mænusköddunar? Bandarískir herlæknar eygja von, en vestur-þýskir sér- fræðingar efast stórlega. Reynt að I'ækna mænusköd K.öttur var njörvaður niður á lítið borð sem helst líktist pyndingabekk. Stál- þvingur héldu hausnum grafkyrrum og leðurólar hindruðu hreyfingar úllima. Dýrið gat ekki hreyft sig einn ntilli rnetra. Bandariski taugalæknirinn dr. Alan J. l adcn, scm starl'ar hjá bandariska hernum, ristu sundur hnakkaskinn kattarins með hárbeittum skurðhnif. Af ýtruslu nákvæntni opnaði hann leið inn að mænunni, sem i köttum er álika þunn og blýið í venjulegum skrifblýanti. Baden bar litinn sérhannaðan slaghamar að Ijósleitum taugastrengnum. Litið lóð úr stáli var látið falla 30 sentimetra vegalengd beint á mænuna. kötturinn lamaðist. Herlæknirinn beitti þessari aðferð á 38 ketti. Ákveðið hafði verið að 20 þeirra skyldu ekki eiga neinn möguleika á að ná heilsu aftur. Þeir átlu að vera „samanburðarhópur" og fengu enga meðferð. Ilinir 18 kettirnir fengu ýtrustu læknismeðferð: Einni klukkustund eflir að mænan hafði verið sett undir fall- hantarinn gaf Faden dýrunum öflugar lyfjagjafir beint i aðalslagæðar aftur- fótanna. Vökvadælur hertu á inn- gjöfinni. Enginn bati gerði vart við sig hjá 12 köttum, þeir voru enn alveg lamaðir frá hálsi og því aflifaðir. Reynt hafði verið að gefa sex þeirra saltlausn og hinuni sex gaf Eaden nýrnahettuhormón. Dr. Faden tókst að korna köttunum sex sem eftir voru á fæturna aftur. Þeir náðu sér svo vel að þeir léku sér og stukku um eins og fyrir tilraunina. Þessi undraverði árangur náðist með notkun efnis sem líkaminn frantleiðir sjálfur, með hormóni sem nefnist „TRH". Það er skammstöfun á enska nafninu „Thyreotropin Releasing Hormone" sem útleggst á islensku leysihormón fyrir thyreoptropin. Þegar eggjahvítusam- bandið TRH leysist frá tilteknu svæði i miðheilanum veldur það því að heila- stofninn eykur virkni skjaldkirtilsins (sem á latinu heitir Cilandula thyreoidea). í þessu flókna samspili kirtla i líkamanum, þar sem einn stýrir alltaf öðrunt, hefur TRH mikilvægu hlutverki að gegna: skortur á TRH veldur slapp- leika og þreytu, alkóhólþorsta og þung- lyndi. Gnótt af THR i blóðinu verkar aftur á móti líkt og örvandi lyfja- skammtur. í þekktu læknisfræðitimariti, „New England Journal of Medicine", hefur þessu hormóni verið likt við amfetamin sem hefur ntjög örvandi áhrif og var um tima notað til dæntis af rokktónlistarfólki og rall-ökumönnum (kallað „speed"! Eyrir aðcins nokkrum árum tókst að frantleiða þetta efni, og nú hefur verið getum að þvi leitt að TRH geti einnig hjálpað taugafrumum sem hafa sætt illri meðferð. Verði mænan fyrir hnjaski, án þess þó að höggvast i sundur, eyði- leggjasl taugafrumurnar í mænunni ekki þegar i stað. Hin óttalega likamsiömun breiðir úr sér á næstu minútum og klukkustundum. Taugalæknar telja hana orsakast af skorti á blóðflæði. Þeir telja að framvindan sé þessi: Meiðslin setja af stað framleiðslu líkamsefna sent nefnast endorfin. Þau valda stór- minnkuðu blóðflæði til ntænunnar og þar með súrefnisskorli hjá tauga- frumum mænunnar, sem verða óvirkar. Lostið vegna meiðslanna og truflun blóðrásarinnar valda því að blóð- þrýstingur i öllum liffærum mænu- skaddaðs manns lækkar. Tvær hættu- legar verkanir koma þannig santan: endorfín-áhrifin á skaddaða staðnum og alntenn lækkun blóðþrýstings. Skemmist 26 Vlkan 19. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.