Vikan - 13.05.1982, Qupperneq 31
Opnuplakat
í
Purrkur Pillnikk hefur vakið á sér athygli fyrir sérstæðan
tónlistarflutning og raddbeitíngu. Þegar eftirfarandi samtal
fór fram voru strákarnir að leggja upp í ferð tíl Bretlands og
ætiuðu þeir að spila með hljómsveitinni Thc Fall á ýmsum
stöðum þar í landi. Sömuleiðis var rétt ókomin út þriðja platan
þeirra og ber heitið googooplex og merkir heitið algjört
brjálæði eða eitthvað í þá áttina. Fyrri plötur þeirra voru tiu
laga smásk'rfa sem kom út í fyrrasumar og breiðskrfan Ekki
cnn sem kom síðasta haust
tónleikar. okkar styrkur liggur i tón-
leikum. ólíkt mörgum öðrum sem eru
sterkastir í stúdíói.
Ásgeir: Við spilum alls staðar þar sem
\ við getum. Helst að reyna að forðast
trégólfin. Trommusettiðfer allt af stað.
Frikki: Þú hefur ekki prófaö aó binda
" það við þig?
óheyrendunum. Tónleikar eru tilað taka
þátt í.
— Ætlið þið að halda áfram á sama
hátt?
Einar: Það er ekkert ákveðið. við
gerum aldrei neinar áætlanir. Einu sinni
tóksl okkur að gera áætlun mánuð fram
i timann.
Ásgeir: Okkur langar til að spila meira
úti á landi.
Frikki: Við spiluðum á ísafirði i velur
og það var alveg þrumugott. Það voru
virkilega góðir áheyrendur, algjör hitla
æðisfdingur yftr þessu. Svo eru menn
innan um sem þoldu greinilega ekki
/tvað við vorum að gera. Einn kom til
min og sagði: ..Djöfull ertu með Ijót
gleraugu." Bara jinna einhverja áslæðu.
Einar: Við erum ekki að leita eftir
slagsmálum við neinn. Effótk getur ekki
sætt sig við það sem við erum að gera þá
er ekkert rnál að koma og ræða það við
okkur. Þeir græða ekkerl á því að
luntbra á okkur eða eitthvað svoleiðis.
Það gerir okkur bara ennþá traustari í
trúnni á það sem við erum að gera. Það
getur lil dæmis farið virkilega I
taugarnar á fólki hvernig ég haga mér á
sviði. Mér er alveg sama. Það sem ég
geri á sviði er ósjálfrátt.
Frikki: Neikvæð svörun getur verkað
jákvætt á okkur.
London — París — New York
Einar: Innan tveggja mánaða hefsl
okkar árlega frí. Þá tökum við þessu
rólegar, gerum nokkur góð gigg yfir
sumarið. Ogsemjum við bunka af músík
i sumar. Svo tökum við upp í New York
í hausl... Frikki: Og svo París á næsta
vori, London — París — New York.
Einar: Nei. nú fer allt að færasl til
New York. Eigum við ekki að verða
fyrstir til að fara þangað. strákar?
Frikki: Ekkigleyma Gunna Þórðar.
— Þið eruð bara farnir að plana fram
í tímann.
Einar: Nei, við segjum ofl svona að
gamni okkar. i þeirri von aö það rætisl.
— Dreymir ykkur um að Purrkur
Pillnikk verði fjörutiu ára?
Einar: Fólk segir ofl við okkur: Nei,
ætlið þið bara að fara að gerasl frægir.
við höfum aldrei sagl að við ælluðum að
gerast frœgir. Við erum og verðum...
Frikki: Og þegar sá dagur kemur að
þetta er búið þá er þetta bara búið.
Hitlumst svo einu sinni í mánuði og
tölum um gamla daga og horfum á
videó.
— Er ykkar tónlisl fyrst og fremsl
tónlist ungra?
Einar: Neineinei — það vilja adir
hlusta á tónlist en aftur á móti er
tón/istin okkar það sem er að ske I dag
og ekkert annað. Bæði eldra og vngra
fólki ftnnsl gaman að því sem við erum
að gera. Við erum ekki fastir í neinum
sólódraumum.
Bragi: Við erum með klarinelt á nýju
plötunni. Við tökum hannbara inn i til
að gefa nýja möguleika. við spilum ekki
rythma á klarinett. við erum sifellt að
bæta við nýjum hljóðfærum.
Einar: Það að vera original er það
besta sem þú getur verið fyrir sjálfan
þig. Svo er aftur annað mál hvað er að
vera original — ef þér ftnnst til dæmis
original að vera með langar neglur. þú
veist. þá er eitthvað að. Við höjum
aldrei málað okkur áöur en við förum á
svið og við erum dags daglega eins og við
erum á sviði.
Bragi: Ef við Jörum að klæða okkur
alltaf eitlhvað sérslakl þá tengjumsl við
einhverju ákveðnu sem við getum siöan
ekki losnað úr.
Frikki: Við viljum ekki vera alvarlegir
og þunglyndislegir á myndum þvi þaó er
ekki eins og við erum.
Einar: Brandarinn hjá okkur er sá að
Ásgeir er alltaf brosandi og síðan var
sagt „ferlega fvndið að sjá þig maður.
þú erl alltaf brosandi hvar sem ég sé þig''
og siðan skrifa ég þetta melankólíska
textastöff.
Ásgeir: Myndir i blöðunum gefa mjög
oft rangar hugmvndir af hljómsveitum.
„Á hvaða spíddi ertþú?"
Frikki: Svo gerir fólk sér ýmsar hug-
myndir — til dæmis þegar það sér Braga
troða sér i eina Sweet Dublin þá vekur
það grunsemdir.
Einar: Nei, við dópum ekkerl. Fólk
hefur komið til manns eflir tónleika og
sagt „Þú ert skakkur!" eða „Á hvaða
spíddi ert þú eiginlega?” en ég hef aldrei
farið skakkur á svið. aldrei farið fullur á
svið og aldrei farið dópaður af einu eða
neinu.
Frikki: Maður fær sér kannski
einstaka sinnum i glas ef þannig stendur
á. til dæmis ef maður er að bíða eflir að
spila á Borginni. En maður er ekkert að
drekka sigfullan af þvi maður er að fara
aö spila. það er bara bömmer.
Einar: Okkar styrkur eru tónleikarnir
og við eyðileggjum ekki þann möguleika
sem við höfum með þvi að vera útúr-
skakkir í einhverjum luttugu og ftmm
mínútna djömmum. Það hefur enginn
garnan afsólóum. égskal veðja.
Ásgeir: Trommusóló eru oft góð í
jassi. Frikki: Jassinn bvggist upp á allt
öóru. en trommusóló i rokki eru bara til
að vera töff
Einar: En í okkar tónlist blijur bara
sólóiö ekki.
Ásgeir: Annars er þungarokkið alveg
að hertaka England núna.
— Eruð þið frægir?
Einar: Eina skiptið sem égjékk viður-
kenningu er þegar litlir strákar öskruðu
á eftir mér á götu: „PORRKÖR
PELNIKR" og zúmm i burtu. Bragi:
Það er lika i sambandi við klæðnaðinn
og þetta — af því við erum suo venju-
legir — það er Jólk eins og Bubbi
Morlhens. sem er síjelll að skipla um
föl. sem fólk lekur eflir og býst við ein-
hverju af þvi. En við erum ekki að lofa
neinu sem við stöndum ekki við með ein-
hverjum klæðnaði. Við erum bara eins
og við erunt.
Upplýsingar í síma
Einar: Þeir sem vilja vila meira um
okkur. hitta okkur til þess að ræða eill-
hvað eða gefa skit i okkur geta hringl í
sima 12040, en ef fólk vill gefa skil i
okkur þá verður það að gera það meö
nafni. I
Tónleikar eru til að taka þátt í
Einar: Við erum til í að spila hvar sem
er og hvenær sem er. Nema við viljum
enga Wham-bam-thank-you-ma ’ am
tónleika. við viljum fá eitthvað sjálfir út
úr þvi að spila. Við erum aldrei betri en
áheyrendurnir — nei, við erum alltaf
betri en áhevrendurnir. Við viljum fá
eitthvað til baka. eitthvert svar frá
19. tbl. Vikan 31