Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 38
Þau lögðu frá sér l'arangurinn og
stukku af stað. En þau höfðu ekki farið
langt þegar Anniku varð Ijóst að hún
hafði farið of geyst. Hún nam staðar og
neri fótinn. Martin sá þaðog stansaði.
— Biddu okkar hjá farangrinum. Við
getum séð um þetta.
Hún kinkaði kolli þakklát og haltraði
til baka.
Allt í einu snarstansaði hún skelfingu
lostin. Hinum megin frá kom maður á
hraðri ferð. Parkinson! Hann horfði ekki
i átt til hennar, starði aðeins á föggur
þeirra, þar sem þær lágu á stignum. Það
var augljóst hvað hann ætlaði sér.
Annika var nær en Parkinson. Hún
tók undir sig stökk og æpti um leið á
hjálp en félagar hennar voru komnir svo
langt niður eftir og hrópuðu auk þess
ákaft sín á milli svo að þau heyrðu ekki
til hennar.
Hún skildi samstundis að þau höfðu
verið ginnt í gildru. Auðvitað var það
Lisbeth, sem æpt hafði á hjálp, og
Annika þorði að veðja aleigunni að það
amaði ekkert að henni.
Áður en henni gafst ráðrúm til að
velta vöngum yfir þvi hvað réttast væri
að gera hafði hún þrifið kórónuna upp
úr poka sínum og hljóp eins hratt og hún
komst í átt til félaga sinna. En Parkinson
var rétt á hælum henni og hún vissi að
hann mundi einskis svifast. Hún fann
sárt til i fætinum þegar hún hljóp sem
hún mátti undir nokkrum bröltum
klettum. vöxnum slútandi björkum og
einirunnum. Annika hrópaði hvað eftir
annað á hjálp en heyrði aldrei neitt svar.
Nú var hún i hvarfi við einn klettinn
og i örvæntingu leitaði hún að felustað
áður en Parkinson kæmi aftur auga á
hana. Oddarnir á kórónunni stungust i
gegnum treyjuna og henni varð hugsað
um heiðurinn sem þeim félli i skaut sem
tilkynnti slikan dýrgrip. En henni var
hjartanlega sama hverjum sá heiður
hlotnaðist, svo framarlega sem það væri
ekki Parkinson. Þvi það átti hann
sannarlega ekki skilið eins og framkoma
hans hafði verið frá upphafi.
Lengra komst hún ekki i hugsunum
sinum þvi skyndilega skaut ntannveru
upp við hlið hennar, hún fann þrifið utn
úinlið sinn og þvi næst var hún dregin
inn i þrönga geil í klettinum. Hún kæfði
niður hræðsluóp. hélt fyrst að þetta væri
Parkinson en sá svo hver þetta var og
brjóst hennar fylltist gleði.
— Ron! hvislaði hún. — Hvað ert þú
að gera hér?
— Þey, þey, hvislaði hann á móti. —
Ég varð að sjá þig aðeins einu sinni enn.
Þau heyrðu Parkinson þjóta hjá.
Annika starði á svörtu hanskaklæddu
höndina, sem hélt traustataki um úlnlið
hennar, svo lyfti hún höfðinu hægt og
horfði beint inn i augu Rons, svo
nálægt, svo nálægt. Hún andaði ótl,
stóreygð, dáleidd...
Allt annað hvarf henni, aðeins augu
Rons héldu henni fanginni.
Hann hló gleðivana hlátri þegar hann
sá hvernig henni leið. Svo sleppli hann
hönd hennar og gekk á undan henni
niður úr geilinni, þar til hann stað-
næmdist á litilli syllu. Annika hneig
niður á hnén, hana verkjaði sárlega i
fótinn.
— Fáðu mér kórónuna, sagði hann
mjúklega.
— Já, það er best að þú gætir hennar.
sagði hún. — Eigum við að bíða þin
niðri i þorpinu?
— Nei. Ég finn ykkur.
Hún kinkaði kolli. Hægt og hátiðlega
vafði hún utan af kórónunni og lét
treyjuna falla á jörðina. Svo tók hún
báðum höndum um kórónuna og rétti
hana upp til Rons. Ron tók við lienni á
sama hátt með báðum höndum. Þelta
var heilög stund. Eilt andartak mættust
augu þeirra og á þvi andartaki stóð
heimurinn kyrr, laufið hætti að skrjáfa,
loftiðvar kyrrt.
— Þakka þér fyrir, stúlka litla, sagði
hann og brosti undarlegu brosi.
Svo snerist hann á hæli og gekk i
burtu. Annika horfði á eftir honum.
Rétt áður en hann hvarf úr augsýn sneri
hann sér við og leit hana í hinsta sinn.
Sólin var á bak við hann. geislar hennar
mynduðu baug um hann. Svo var hann
horfinn.
þvottavélin:
Stálvélin sem stenst
tímanstönn
Nýju Candy þvottavélarnar eru með pott úr ryðfríu
stáli og utan um hann er sterk grind, sem tekur
átakið af pottinum.
CANDY þvottavélar fyrir kalt vatn
CANDY þvottavélar fyrir heitt og kalt vatn
CANDY þvottavélarmeð400,500eða800snúninga
vinduhraða.
Einnig bjóðum við Candy þurrkara, svo nú getið
þér þurrkað allan þvottinn í einu á meðan þvotta-
vélin er að þvo. Þannig sparast mikill tími.
CANDY GÆÐI
CANDY ÞJONUSTA
PFAFF
Borgartúni 20 Simi 26788
38 Vlkan 19. tbl,