Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 51
Draumar
Fljúgandi
diskur
Kæri draumráðandi Vikunnar.
Mig langar að biðja þig að
ráða eða birta dálítið sérkenni-
legan draum. að mér finnst,
sem mig dreymdi fyrir nokkru.
Mér fannst ég ganga að glugga
á húsi sem ég bý í. Hann snýr
út að hliðargötu sem ég bý við
og þar beint fyrir framan
húsið, sem er frekar nálægt
götunni, var sérkennilegtfarar-
tæki sem mér fannst mest
líkjast fijúgandi diski sem
maður hefur oft heyrt minnst á.
Það var brúnleitt, disklaga,
með eins og rimlalaga, disk-
laga þaki, en þó ekki opið á
milli rimlanna. Dyr voru á því
og voru opnar, og eins og tvö,
þrjú þrep að þeim, og sneru
þær að húsinu. Ég sá inn um
þær og þær voru vel mann-
gengar. Til hægri í diskinum,
frá mér að sjá, sá ég stýris-
búnað og sæti og við þaö stóð
mjög hár og grannur maður í
síðri drapplitri kápu. I sömu
andrá sá ég mjög háa konu, að
mér fannst, koma nokkur skref
niður götuna, stíga upp í þetta
farartœki og ganga til mannsins
og láta vel að honum. Hún var
nákvæmlega eins klœdd og
hann. Þau voru eins og
hamingjusamt par (á ferð). Mig
langaði að virða þau vel fyrir
mér, mér fannst eins og þetta
væri eitthvað mjög ókunnugt,
jafnvel ekki jarðneskt. Þau litu
fram, égsá að þau voru fremur
langleit og eins og Ijós yfir-
litum, ég gat ekki greint
nákvœmlega andlitsdrætti
þeirra, þeir voru eins og hálf-
huldir. Síðan var draumurinn
ekki lengri.
Með fyrirfram þökk,
Forvitin kona.
Þessi draumur verður tæplega
talinn til tákndrauma en draum-
ráðanda þykir rétt að geta hans
hér. Draumar um torkennileg
fyrirbæri, um fljúgandi furðu-
hluti, eru frekar afsprengi
hugans en táknræn. Varla geta
þau þó verið fyrir illu ef menn
vilja túlka þess konar drauma.
Þess má reyndar geta að fylgis-
menn kenninga dr. Helga
Pjeturss telja að drauma eigi
ekki að túlka sem tákndrauma
heldur séu þeir beint samband
við veruleika á öðrum hnöttum,
en hefðbundnar draum-
ráðningar hafa verið í heiðri
hafðar á Vikunni þó sjálfsagt sé.
að geta annarra sjónarmiða.
Vinkonuna
dreymir
slagsmál
Kæri draumráðandi!
Mér væri það mikils virði ef
þú gætir ráðið þennan draum
fyrir mig.
Það var þannig að vinkona
mín sagði mérfrá draumi sem
ég er forvitin að fá ráðningu á.
Og nú held ég áfram og segi
þér frá draumnum:
Draumurinn er á þessa leið:
Vinkonu minni, sem við
skulum kalla X, fannst að ég
væri búin að segja stráknum
sem hún væri hriftn af að hún
væri hrifin af honum. Svo allt í
einu fannst X hún vera komin
í bíó með mér og strák sem ég
var einu sinni með í bekk, Z.
Við vorum öll voða „happy"
og svo að við vissum ekkert
um hvað myndin var. Á
leiðinni í bæinn hittir Z strák
sem er mesti óvinur hans. Svo
segir K (óvinurinnj: Þú ert
bara búinn að ná þér í píu! Og
þá œsist Z upp og ætlar að
rjúka á K en X biður hann að
svara fyrir sig en vera ekki
alltaf að slást. Hann samþykkir
það og segir við K: Ertu eitt-
hvað öfundsjúkur? Og þá
svarar K engu.
Svo fnnst X vera kominn
annar dagur og við séum að
ganga niðri við sjó, ég, X og
Z. Þá sjáum við K og vini
hans koma og ætla að lemja Z.
Svo byrjuðu þeir að slást við
hann. En ég tók skóna af mér
(þeir voru háhælaðir) og X tók
klossana af sér og við
byrjuðum að lemja þá með
skónum og urðum alveg
brjálaðar og bitum og
klóruðum og lömdum þá með
skónum. Og allt var í klessu en
einhvern veginn komumst við
öll heim, öll I marblettum.
Daginn eftir hitti X K í
skólanum og þá sagðist K ætla
að lemja hana og þau slógust
en K hafði yfirhöndina þegar
gangavörður kom gangandi og
stoppaði slaginn og sendi þau
upp til skólastjórans. Skóla-
stjórmn varð mjög sár út í X
því hahn hafði aldrei vitað aðX
væri svona slæm, hún hafði
alltaf verið engillinn í hans
augum. Og þá er draumnum
lokið því þá vaknaði X við
dyrabjöUuna.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna,
A.J.
Það blæs ekki byrlega fyrir
ykkur X. Ef þið gætið ekki
vandlega að ykkur gætuð þið
orðið ykkur illilega til skammar.
En kannski þessi draumur dugi
ykkur nógu vel til að verða ekki
fyrir mannorðsmissi. Annars
gætuð þið fengið á ykkur illt
umtal án þess að eiga það skilið
og þið skuluð ekki hika við að
svara fyrir ykkur, með fullri
kurteisi þó, ef þið komist á
snoðir um þess háttar.
Draumurinn þarf ekki endilega
að tengjast strákunum sem
nefndir eru í draumnum en gott
hefði verið að vita nöfn þeirra.
Þitt nafn styrkir ráðningu
draumsins hennar vinkonu
þinnar.
Skop
Já, svo þú vitt taia við póstmeistarann? Farðu inn um dyrnar þarna og
talaðu við náungann i innisloppnum og loðfelldu inniskónum.
19. tbl. Vikan 51