Vikan


Vikan - 29.07.1982, Side 50

Vikan - 29.07.1982, Side 50
E/dhús Vikunnar Umsjón: Svarta pannan á horni Tryggvagötu _________ og Pósthússtrætis í Reykjavík Matgerðarmenn: Þórður Sigurðsson og Hörður Ingi Jó- hannsson Glóðarsteiktur kjúklingur Tilreiösla: Hlutiö kjúklinginn í 8 bita og kryddið með kjúklinga- kryddi. Leggiö bitana í grillsósu (sjá uppskrift) aö minnsta kosti í klukku- stund. Glóðarsteikið á útigrilli og hafið grindina ekki nálægt glóðinni. Kjúkl- ingsbitarnir verða gegnsteiktir á um það bil hálfri klukkustund. Hægt er að fá tilbúna barbecue- sósu í verslunum. Vilji menn krydda hana meira má bæta saman við tabasco-sósu, hvítlauksdufti og sér- stöku barbecue-kryddi. Ágæt mild blanda fæst með að hræra saman þrem hlutum af tómatsósu, einum hluta af grill-sósu og einum hluta af laukbitum („onion bits”). Berið fram ásamt nýju grænmeti, bökuðum kartöflum og að sjálfsögðu sósunni. Einnig má hita sósuna sér- staklega áður en hún er borin fram. Svínalundir á teini 2 þykkar svínalundir 4 laukar 2 epli 14 steinlausar sveskjur 1/2 desílítri olía, sítrónusafi, hvítlaukur, salt, pipar. Tilreiðsla: Skerið lundirnar í 6—8 bita. Fletjið kjötið út og brúnið það á pönnu í eina mínútu. Flysjið lauka og epli, skerið í f jóra hluta og þræðið allt á teinana. Setjið á víxl lauk, epli, sveskjur og kjöt. Penslið með olíu og sítrónusafa. Sáldrið pipar og hvítlauk yfir. Setjið teinana á grind og grillið í ofni í 10—15 mínútur. Snúið teinunum oft og penslið með olíu. Saltið þegar steikingu er lokið. Berið fram með grillsósu (sjá upp- skrift) og fersku salati. Glóðarsteiktir humarhalar í skel 5 humarhalar 80 grömmsmjör hvítlauksduft eða pressaður hvítlaukur, steinselja, salt, örlítið karríduft, brauðrasp. Tilreiðsla: Opnið halana eftir endi- löngu að innan, og setjið í eldfasta skál þannig að humar snúi upp. Skerið smjörið í bita og setjið á halana, kryddið þá og setjið yfir grillið (eða í ofn). Bakið þar til humarinn er orðinn stinnur. Berið fram með ristuðu brauði og safanum úr humarhölunum. Grillsósa (fyrir kjúklingaréttinn og svínalundirnar) Blandið saman einum hluta af smjöri (smjörlíki) og einum hluta af olíu. Sjóðið fínhakkaðan lauk í þessari blöndu við vægan hita. Bætið svo við í 2—3 desílítrum af kjötseyði, 2 matskeiðum af soya-sósu, 1 mat- skeið af ediki, 1 matskeið Worcestershiresósu, 1—2 teskeiðum af Chilisósu. Blandlð saman 2 teskeiðum af maizena-mjöli og 2—3 matskeiðum af köldu vatni og jafnið sósuna með þessari blöndu. Sjóðið sósuna upp og bragðbætið með salti, papriku, pipar og eilitlu af púðursykri eða hunangi. *0 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.