Vikan


Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 51

Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 51
Draumar Draumar um X Hæ, hæ! Eg ætla að biðja þig um, að birta eftirfarandi drauma: 1. draumur: Eg var í frímínútunum í skólanum. Strákurinn (X) sem ég er hrifin af stóð með fleiri krökkum í hðp og voru þau að tala sam- an. Mér fannst eins og þau væru að rífast eða væru ósammála um eitt- hvað. Svo er hringt inn og ég ætla að ganga framhjá þeim og inn í ríma. Þá snýr X sér að mér, tekur utan um mig og við göng- um saman eftir ganginum þangað til leiðir skilja. Hann var að fara í annan ttma. Krakkarnir, sem voru með honum í frímínútunum, gengu á eftir okkur inn ganginn. Þau voru stanslaust að tala sín á milli og senda okkur X augnagotur. 2. draumur: Eg og systir mín vorum úti ísjoppu. Allt í einu ryðjast X og fleiri krakkar, sem ég þekki, inn í sjopp- una með látum. Strákur, sem mér finnst ferlega leiðinlegur og uppáþrengj- andi, tók utan um mig og dansaði með mig um gólf- ið. Loksins fékk ég það út úr krökkunum að þau væru að fara í Tónabíó. Þau vildu ólm að ég kæmi með en ég sagðist koma með næsta strætó á eftir. Eg settist á sjoppugólfið og þá var komið handrið yfir mitt gólfið. Eg lét olnbogann upp á handrið- ið en hinum megin stóð X og hallaði sér upp að því. Eingurnir á okkur snertust, ég tók t höndina á honum og við héldumst í hendur. Eftir nokkurn ríma fóru allir með strætó. Svo var ég komm f bíó en var með sæti mörgum bekkjum fyrír aftan krakk- ana. Stelpa, sem ég þekki, skipti við mig og þess vegna sat ég á ská aftan viðX. 3. draumur: Eg var á leiðinni í skól- ann. Þegar ég kom út var X að gera við fjölskyldu- btlinn úti á plani. Eg varð ferlega undrandi en labb- aði strax til hans og við fórum að tala saman. Þeg- ar hann var búinn að gera við bílinn stóð hann upp, við tókum utan um hvort annað og gengum af stað upp í skóla. A leiðinni uppeftir spurði hann mig hvort ég vildi byrja með honum. Eg hugsaði mig ekki um heldur sagði já. Þegar við komum upp í skóla voru allir búnir að frétta að við værum byrjuð saman. Stelpa, sem er einu ári eldrí en við, kom skellihlæjandi til okkar og sagði að X væri minni en ég. En hann var og er að- eins stærrí. Við létum sem við sæjum hana ekki og ætluðum aðganga i burt en tókum þá eftirþvíað flestir krakkarnir voru að hæðast að okkur. Ef ég fæ ráðningu á þessum draumum ístyttu eða óstyttu formi þá þakka ég bara kærlega fyrír. '16. Þessir draumar eru sennilega allir afleiðingar af sterkum hugsunum í vökunni sem endurspegl- ast síðan í draumi. Því er varasamt að telja að þarna muni um tákndrauma að ræða og ráða þá samkvæmt því. A unglingsárunum er þetta mjög algengt og varla ástæða til að taka mikið mark á slíkum draumum sem áður sagði. Helst er að lesa úr draumunum að þér væri fyrir bestu að taka ekki of mikið mið af annarra áliti og reyna að mynda þér eigin skoðanir á mönnum og málefnum. Hvað X varðar segja draumarnir ekkert um hvort samband ykkar á eftir að taka ein- hverjum breytingum í ná- inni framtíð. Reiður á hjóli Hæ! Hæ! Kœri draumráðandi. Við vorum niðri í bœ, ég og besta vinkona mín með strák sem ég er skotin í. Hann reiddi mig á hjóli út um allan bæ og vinkona mín þurfti að hlaupa á eftir okkur. Svo varð hann svo reiður út af einhverju og ég þurfti að fara af hjólinu. Svo komum við að næsta götuhorni (ég og vinkona mín), þá var hann farinn en þar voru stelþa og strákur, eldri en ég, sem ég kannast við og við sögðum hœ! Vonandi viltu birta þennan draum. B/ess. Ég. Þér mun heppnast vel eitthvað sem þú tekur þér fyrir hendur, þó allsendis óskylt ástarmálum. Þú þarft að vinna vel að þessu og treysta á sjálfa þig, frekar en aðra, en allt bendir til að árangurinn verði meira en góður, sem sagt afbragðsgóður. í leikhúsi Elæ, hæ. Viltu ráða jyrir mig þennan draum. Eg og vin- kona mín vorum að fara í leikhús. Þegar við vorum sestar kom strákur sem við þekkjum og bað mig að sitja hjá sér. Eg sagði já, já og við gengum upp nokkr- ar tröppur. Við settumst í hálfgerða rólu. Strákurinn leiddi mig. Eftir nokkra stundsagðist hann þurja að skreppa. Elann og vinkona mtn komu svo eftir smá- stund. Hann var með þykka, hvíta ullarkápu og sagðist ætla að gefa mér hana. Eg faðmaði hann að mér og við leiddutnst út úr leikhúsinu. Með þökk, K. 4237 Þetta er prýðilegur draum- ur í öllum aðalatriðum og bendir til þess að framtíðin sé bæði björt og full af alls konar ævintýrum og tæki- færum. Ekki mun allt fara eins og þú ætlar og þú mátt búast við einhverjum þrengingum á lífsleiðinni en góðu teiknin eru svo sterk og afdráttarlaus að ætla má að það sem á bjátar verði þér fremur til fram- dráttar en hitt. 30. tbl. Vikan SI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.