Vikan


Vikan - 12.08.1982, Side 6

Vikan - 12.08.1982, Side 6
í Vilhjálmur Þór Guðmundsson hjá Myndun notar eina myndatökuvél og svipar vinnubrögðum hansþví fremur til kvikmyndagerðar. iðnaðargæði (industrial stand- ard) og tæki íslensku myndver- anna heyra þeim flokki til. Hjá út- varpsstöðvunum hefur mynd- bandabreiddin 25 mm (tommu- bönd) náðmestum vinsældum. I iðnaöargæðaflokki hefur orðið einráð tækni sem japanska fyrir- tækið Sony átti upptök að. Svo- nefnd U-matic tækni miðast viö 19 mm breið myndbönd sem geymd eru á snældum. íslensku mynd- verin nota öll U-matic tæki í iönað- argæðaflokki. Hægt er að gera sér grein fyrir muninum á þessum sjónvarps- gæðaflokkum með því að spyrjast fyrir um hve margar láréttar lín- ur tækin taki upp. Því fleiri lárétt- ar línur á skerminum þeim mun meiri myndgæði. Línuþéttleikinn gefur til kynna hve vel og ná- kvæmlega myndin er fest á band- ið. Venjuleg upptökutæki til heim- ilisnota varpa um 220—260 línum á skjáinn. Myndbönd af U-matic iönaðargæðaflokki hafa einnig um 250 láréttar línur, en þau skila mun meiri gæðum þar eð heimilis- tækin notast við 12,5 mm breiö myndbönd. Venjulegar U-matic upptökur með sínar 250 línur er hægt að flytja þrisvar milli tækja. Með öðrum orðum, fyrst er tekið upp á U-matic bandið, síðan blandaö saman upptökum á nýtt aðalband og loks er endanlega útgáfan flutt yfir á snældur til útleigu. Mynd- gæðin á skjánum hjá þeim sem leigir sér myndsnældu af þessu tagi eiga að vera jafngóð þrátt fyrir þrjár afritanir upprunalegu myndarinnar. Fjárfesting Við leituðum til Sony-umboðsins í Reykjavík og spurðumst fyrir um kostnaö við að koma upp full- komnu myndveri eins og því sem sýnt er á meðfylgjandi yfirlits- teikningu. Mun láta nærri aö stofnkostnaðurinn sé um 1,2 millj- ónir króna og verður 1,4 milljónir ef bætt er við samstillingarvél (time base corrector). Sú vél gerir kleift að blanda mjög nákvæm- lega saman myndskeiðum af ýmsum böndum. Jafnvel þótt fjárfestingin í tækjabúnaði fyrir myndver sé að tiltölu dýrari en kvikmyndabúnaö- ur breytir rekstrarkostnaður myndbandanna dæminu fljótlega. Fróðir menn telja að rekstrar- sparnaður sjónvarpsstöðvar sem fjárfestir í rafeindabúnaði í stað filmutækja skili sér á einu ári eða svo. Filmurnar, sem notaöar eru við venjulega kvikmyndagerð, hækka sífellt í verði vegna þess að silfrið sem þarf til framleiðslu þeirra verður stöðugt dýrara. Myndbönd eru mun ódýrari en filmur og auk þess er hægt aö nota þau aftur og aftur. Fréttamiðlar þurfa að ganga hratt og örugglega. Lengi voru dagblöðin helstu fréttamiðlarnir víða um lönd. Síðan tók útvarpið (hljóðvarp) við og hefur enn vinn- inginn, í því tilliti að vera fyrst með fréttirnar. En í Bandaríkjun- um, Bretlandi og víðar láta menn sér ekki nægja hljóðvarpið heldur stefna að því að sjónvarpiö geti verið fyrst með fréttirnar. Þetta ofurkapp hefur einna helst hrundið áfram þróun tæknibúnaö- ar fyrir myndver. Myndavélar fyrir sjónvarpsfréttir þurfa að vera meðfærilegar og þær þurfa að standast strangar gæðakröfur. Ennfremur þyrfti að vera hægt að 6 Vikan 3*. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.