Vikan


Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 19

Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 19
Erlcnt nýjustu mynd sinni, Yentl. Auk þess framleiðir hún myndina og átti þátt í að skrifa handritið eftir sögu Isaac Bashevis Singer. Myndin fjallar um unga stúlku sem dulbýr sig eins og karlmann til þess aö geta orðiö guð- fræðingur. Myndin er tekin upp í kvikmyndaveri í Lundúnum og í Tékkóslóvakíu. Þegar Barbra var í Lundúnum flutti hún stað úr stað til þess að forðast ljósmyndara og fréttamenn, en alltaf komust þeir að dvalarstað hennar. Það efast enginn um að Barbra hefur bein í nefinu. Hinn mikli skapofsi hennar hefur verið útskýröur á ýmsa lund, meðal annars meö því að án þess að beita skapinu hefði hún aldrei náð svona langt. Hún var bláfátæk, forljót gyðingastúlka frá New York og varð að berjast með kjafti og klóm fyrir frama sínum. Leikstjórinn Peter Bogdanovich segir að hún sé eilífðamöldurskjóða og aldrei ánægð, en fyrrverandi eiginmaður hennar, Elliott Gould, segir að það sé ekki fyrst og fremst styrkur sem hún búi yfir heldur ótti, ótti við að mistakast, ótti viö að vera ekki elskuð nóg. Barbra Streisand er enn gift fyrrum hárgreiðslumanni sínum. Þau búa í víggirtu húsi viö Malibu ströndina í Kaliforníu, með vígalega varðhunda í viðbragðsstöðu. Barbra er sögð vera orðin trúaður gyðingur síðan sonur hennar og Elliott Gould bjó sig undir barmitzvah, hina gyðinglegu manndómsvígslu. Leikkonan Barbra Streisand hefur löngum þótt láta illa að stjórn. Hún er óskaplega uppstökk og skapmikil og hefur oft lent í alvarlegum útistöðum við bæði meðleikara sína og leikstjóra meðan á upptökum hefur staðiö. Þegar kvikmyndin A Star Is Born var gerð sögðu leikstjórarnir upp hver á fætur öðrum og að lokum var Frank Pierson ráðinn til starf- ans vegna þess aö hann hafði enga reynslu og Streisand þóttist geta haft hlutina eins og hún vildi. Hvort sem þaö er vegna þess að Barbra Streisand hefur endanlega gefist upp á leikstjórum eða þeir á henni þá leikstýrir hún sjálf 32. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.