Vikan


Vikan - 12.08.1982, Page 20

Vikan - 12.08.1982, Page 20
Christine er jafnréttissinnuð ung kona sem ákveður að breyta í engu lífsvenjum sínum þrátt fyrir það að hún sé ílutt frá London og sest að í Karachi. Einhvern veginn fer samt margt öðruvísi en til er ætlast. Austur og vestur mætast og til ýmissa árekstra kemur í þessari spennandi skáldsögu Deborah Moggach. hammed var í íþróttaskóm. Gúmmísólarnir undir skónum or- sökuðu það að hann gat gengið hljóðlaust úr einu herberginu í annað á meðan hann þurrkaði af, tók til hendinni og lagfærði eftir hana óreiðuna. Hann var fullur lotningar og undirgefinn í fram- komu og það truflaði Christine enn meira en þótt hún hefði heyrt eitthvað í honum. Hún lét fallast niður á sólbekkinn og hallaði undir flatt. Henni þótti gott að láta fara vel um sig en samt leið henni ekki sem allra best. Mohammed hafði fylgt húsinu rétt eins og Cameron-húsgögn- in. I hálfan mánuð hafði hún orðið að umbera nærveru hans. Það var sama hvað hún gerði, hann gerði það allt betur. Þar við bættist aö hann mundi móðgast tæki hún fram fyrir hendurnar á honum varðandi húsverkin. „En elskan mín, þú hefur aldrei þolað heimilisstörf,” hafði Donald sagt í gærkvöldi. Þau voru að borða kvöldmatinn. „Þú hefur alltaf sagt að það væri lítil- lækkandi að þurfa að þvo og sópa og svo tæki enginn eftir að það hefði verið gert.” „Mér finnst bara svo kjánalegt að sitja svona aðgerðalaus og þurfa bara að lyfta upp fótunum ööru hverju svo aö hann geti sópað undan þeim.” „En þú varst vön að segja — Hann þagnaði. Dyrnar stóðu í hálfa gátt. Mohammed var í eld- húsinu og beið þess að geta sótt tóma diskana þeirra. Það var eins og maður skynjaði nærveru hans þar sem hann beið þarna frammi, íklæddur hvítum ein- kennisbúningnum. „Hann skilur ekki ensku,” hreytti Christine út úr sér. „Að minnsta kosti ekki svo vel að hann skilji þetta.” „Það er sama . . .” „Eigum við þá aldrei eftir að geta talaö saman? Ekki í heil tvö ár?” Donald stakk upp í sig síðasta bitanum. Hún gerði slíkt hið sama. Þegar hann var búinn að kyngja ræskti hann sig. „Mohammed” Diskarnir voru teknir burtu í snarheitum. Aftur kom Mohammed með appelsínurétt í skál. Eftir að hafa skammtað þeim hvarf hann fram í eldhúsið. „Kaup handa eiginkonum,” sagði Donald lágri röddu. „Hann er bara að sinna þeim störfum sem þessir óttalegu vinir þínir voru alltaf að fjargviðrast út af.” „Ekki þessa einföldun.” „Þær voru óttalegar og allar með svo slæma húð.” „Ekki vera með kynferðislega fordóma.” „Ef þær hefðu aðeins getað hlegið öðru hverju. Þær gerðu þér ekkert gott.” „Hvað sem því líður var ég ekki bara húsmóðir. Ég hafði vinnu.” „Kaup handa húsmæðrum.” Donald hló við. „Kannski þú ættir bara að gift- ast Mohammed. Þessi Rosemary þarna sagði að paþanarnir væru allir hommar. Konur eru til þess eins að geta með þeim syni.” „Uss.” Kjóllinn loddi við Christine. Hún kom sér betur fyrir á sól- bekknum. Svona átti lífið að vera. Þegar Mohammed hefði dregið sig í hlé og fengið sér síð- degisblundinn ætlaði hún að fara í bikini, svo framarlega sem hún gæti afborið að fara úr skuggan- um. Hann var uppi á lofti. Hún heyrði urg í glugganum þegar hann opnaði til þess að lofta út úr svefnherberginu. Nú væri hann að búa um rúmið þar sem þau Donald höfðu legið saman. Henni varð hugsað til næturinnar. Það hafði verið þegjandi samkomulag þeirra á milli undanfarna mánuði að koma sem eðlilegast fram varðandi það sem Donald kallaði „þá deildina”. Voru þau ekki líka búin að vera gift í þrjú ár? K12 íbúðirnar voru mjög eftir- sótt húsnæði. Hún skildi ekki nafnið. Það virtist hvorki vera til Kll eða K nokkuð annað. Þetta var enn ein af þessum austur- lensku gátum. Húsin voru öll mjög nýtískuleg. Sum voru meira að segja enn í byggingu. Þeirra hús var bæði stórt og þægilegt. Bak við hana, innan við moskító- netshurðina, var stofan full af Cameron-húsgögnum. Þarna voru spónlögð tekkhúsgögn, lampar og stólar sem gengið höfðu í arf frá einum forstjór- anum til annars. Yfir sófanum hékk mynd af pari og augnaráðið fylgdi henni eftir hvert sem hún fór í stofunni. 20 Vikan 32. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.