Vikan


Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 24

Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 24
Framhaldssaga Joyce — inn í eina loftkælda her- bergið á neðri hæðinni, litla skrif- stofu. Hún setti loftkælinguna á og fljótlega var orðið aðeins volgt þarna inni og síðan varð loftiö næstum ferskt. Á mínútunni kl. hálfeitt yröi barið að dyrum. Heitavatnsmaðurinn Mohammed stæði þar með drykk handa henni á bakka. Þegar Christine vissi fyrir víst að hún væri í þann veginn að fara til Austurlanda byrjaði hún að lesa smáklausur í blöðunum sem hún hefði annars tæpast lesið — frásagnir um breytta siði í Mið- austurlöndum og greinar sem kallaðar voru „Bak við blæjuna”. Nú orðið vissi hún ofurlítið um konur í múhameðstrúarlöndum. Bak við blæjuna hljómaði eitthvað svo lauflétt, rómantískt og töfr- andi. En á götunum hafði hún séð konur, sveipaðar sóðalegum, hvítum lökum, með smáheklaða dulu fyrir augunum, kjaga á gang- stéttinni á eftir eiginmönnunum. I gærkvöldi, eftir kvikmynda- sýninguna, hafði hún spurt Sham- ime, stúlkuna sem sá um almenn- ingssamskipti fyrir Cameron fyrirtækið, um konur hér. „Láttu þetta ekki villa þér sýn. Þetta er samsæri,” hafði Sham- ime sagt. „Við stjórnum í rauninni en erum of klókar til þess að láta á því bera.” Christine hugsaði til London og Roz, stúlkunnar sem átti búðina með gömlu fötunum þar sem hún hafði unnið. Roz, hún sjálf og nokkrar aðrar höfðu stofnað mér sér nokkurs konar kvennadeild. Þetta var of óformlegt til þess að hægt væri að gefa því nafn, aðeins eitthvað sem hafði smáþróast með tímanum. Þær kölluðu hver aðra eiginlega ekki „systur” en þeim fannst þær vera nokkurs konar systur. Kvennasamsæri. „Konurnar stjórna,” sagði Shamime, „en með kænsku. Við höfum kannski ekki mikil völd en við höfum áhrif. Þetta er miklu mikilsverðara, góða mín. Hér eru það konurnar sem ráða. Hverjum einasta manni sem ég þekki er stjórnað af móður hans. Bíddu bara og sjáðu. Þeir eru teymdir eins og þeir væru með hring í nef- inu. En við erum bara snjallari heldur en þið. Við látum þá ekki taka eftir því hvernig þessu er háttað.” Það var gimsteinn í nef- inu á Shamime. Það var eitthvað frumstætt en um leið æsandi við þetta. Að stinga gat á nef var ein- hvern veginn allt annað en stinga gat á eyra. Það minnti mann á fjötra. Leiddur á nefinu. Hver var það í raun og veru sem teymdi hvern? „Er ég með bólu?” „Fyrirgefðu,” sagði Christine og roðnaði. „Ég var bara að horfa á demantinn þinn. Hverjir ganga meðsvonademantahér?” 24 Vlkan 32. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.