Vikan


Vikan - 12.08.1982, Síða 29

Vikan - 12.08.1982, Síða 29
MEGRUNA RKÚFL VIÐ 6-10 KÍLÓ DÖGUM 3. dagur Miðdegisverður: 3 msk.megrunarmajónes, blandaö meö 100 g af köldum soönum kart- öfluteningum, hreðkum, agúrkubitum og púrruhringjum, smátt skomum graslauk sáldraö yfir. t Kvöldverður: 150 g kartöflur (afhýddar eöa þvegnar) soönar og boröaöar meö síldarflaki, rauðrófubitum, hökkuðum hráum lauk og einu harðsoönu , eggi, smátt söxuðu. 4. dagur Miðdegisverður: 100 g kartöflur, soönar, afhýddar og kældar, skornar í smáa bita og hrært saman viö 2 msk. af megrunarmajónesi. Boröað meö 75 g af mögru kjöti (soönu), tómötum og salatblöðum. Kvöldverður: 150 g kartöflur (afhýddar eða þvegnar) eru rifnar niður, eggi hrært saman við og kryddað meö salti og pipar. Mótið þetta deig í bollur og steikið í örlítilli olíu viö vægan hita. Borðað með soönum púrrum, 100 g af magurri skinku og rauðum paprikuhringjum. S. dagur Miðdegisverður: 1 sneiö af góðu smuröu brauði (muniö að skafa mesta smjörið af). Leggið kaldar soðnar kartöflur á brauðið og þar ofan á stóra sneið af mögrum osti. Látið brauðið í 200 gráða heitan ofn í um það bil 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaöur. Borðið þetta með hreðkum og söxuðum graslauk. Kvöldverður: 150 g kartöflur (afhýddar ef með þarf) soðnar til hálfs. Látið salt í suðuvatnið og örlítinn pipar. í lítilli olíu er 1/2 laukur steiktur og 1 msk. af steinselju (hakkaö eða saxað smátt). Skerið kartöflumar í sneiðar og leggið í eldfast mót sem áður hefur verið penslað með olíu. Stráið steikta lauknum og steinseljunni yfir og látið mótið inn í 225 gráða heitan ofn í 15 mín. Borðið þetta með lítilli sneið af mögru kjöti, tómötum og saxaöri steinselju. 6. dagur Miðdegisverður: 150 g kartöflur (afhýddar ef með þarf) soðnar og skornar í sneiðar og velt á pönnu í lítilli olíu. Þeytið 2 egg með örlitlu vatni og hellið yfir kartöflumar og látið þetta stífna á pönnunni við vægan hita. Borðið þetta með hreðkum, söxuöum graslauk og 2 þunnum sneiðum af nauta- steik. Kvöldverður: 150 g kartöflur (afhýddar ef með þarf) skornar í sneiðar og soðnar í kjötkrafti. Með þessu er boröaður kavíar, sýrður rjómi, dill, hakkaður laukur og rauöir paprikuhringir. 7. dagur Miðdegisverður: 100 g kartöflur (afhýddar eöa þvegnar) soðnar, kældar og skomar í teninga. Túnfiski (úr lítilli dós) blandað saman við, salti og pipar eftir smekk, hökkuöum lauk, tómat og 1/2 grænni papriku. Út á þetta er sett msk. af megrunarmajónesi sem þynnt er með léttmjólk og sítrónusafa. Kvöldverður: Lítið salathöfuð þvegið og skorið smátt og blandað saman við 150 g af soðnum köldum kartöflusneiöum, 100 g af spægipylsu, skorinni í smá- bita, og söxuðum grænum paprikuhringjum, lauk og epli. Á þetta eru látnar 2 msk.af megrunarmajónesi eöa megrunarsósu, hrært út með örlítilli súrmjólk, sítrónusafa og rifinni piparrót. 32. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.