Vikan


Vikan - 12.08.1982, Síða 31

Vikan - 12.08.1982, Síða 31
sveitarinnar. Tveim dögum síðar kom hann á æfingu og var þá búinn að læra öll lögin. — Hafðirðu aldrei snert á bassa? — Nei, aldrei. Það er varla að maður trúi þessu. En þeir halda þessu fram sem heilögum sannleika. Heimir segir að hann hafi lengi langað til aö spila í hljómsveit. — Ég fór á hljómleika í Kópavogsbíói með Fræbbblunum árið 1979. Þá fór straumur um mig. Síðan fylgdist ég með hljómleikum þeg- ar ég gat og langaði óskaplega til að fara í hljómsveit en þekkti engan sem var í hljómsveit. Ég var í Motocross, sem sagt með mótorhjóladellu og er enn, en þar voru fáir sem höfðu áhuga á tónlist. Ég hef samt alltaf hlustað á hljómsveitir eins og Wire og Cure og pælt mikið í músík. Svo þekkti ég Bergstein svolítið. Hann var sá eini sem var eitthvað ná- lægt músík sem ég þekkti. Þannig komst ég í Jonee-Jonee. Það er alveg óskaplega gaman að vera í hljómsveit. Hótel Loftleiðir Æfingahúsnæöi er venjulega ekki með vist- legri stöðum í heiminum. Því ákváðum við að fara á einhvern þægilegan stað, til dæmis Hótel Loftleiðir. Við fórum inn á Vínlandsbar og vöktum töluverða athygli fyrir útlit. Eftir smástund fór þjónninn að stara á okkur og labbaði síðan hægt og ógnandi þangað sem við sátum. Hann fór að þusa um eftirlitiö og neitaði okkur um pilsner. Við sáum fram á að ekki yröi gott viðtal tekið í svona móral og fórum niður á Torfu. Þar fengum viö að tala saman í friöi. — Hljómsveitin var stofnuð í september síðastliðnum. 3 vikum síðar spiluöum við í Þjóðleikhúskjallaranum, segir Þorvar frá. — Hvað gerðist? Bergsteinn: Ég sendi kassettu með hljóm- sveitinni sem ég var aðallega í, Grenj, til Guðna Rúnars og sendi einnig kassettu með Jonee-Jonee, svona auka. Guðni Rúnar varö mjög hrifinn af Jonee-Jonee, en Grenj gleymdist einhvern veginn. Svo þróaðist þetta þannig aö ég fór að spila mun meira með Jonee-Jonee oghættisvoí Grenj. — Annað hljóð í strokkinn, rokkhátíðin sem var haldin í Laugardalshöllinni fyrir ári var mikil sprauta fyrir okkur. Þarna sáum við 10—15 hljómsveitir sem allar voru að gera sína eigin hluti eins og okkur langaði til að gera. Jonee-Jonee fékk mjög góöar viðtökur í upphafi. Hún var nánast gripin glóðvolg úr æfingaplássinu og ýtt út í konsertaseríu með Purrkinum. Ég spurði hvaö þeim fyndist um svo skyndilega frægð. — Það er auðvitað viss hætta sem fylgir því ef hljómsveit sem er að mótast fær svo góðar viðtökur. En við teljum okkur hafa haldið okkar hlut. Við höfum ekki lent í neinu bak- slagi. — Hvað með vinsældir? Hafiö þið fengið einhver viðbrögð við tónlist ykkar? — Já, við höfum dyggan aödáendahóp í Garðabæ. Svo er alltaf mjög gott að spila í Hafnarfirði. Þar eigum við og Purrkurinn mikið fylgi og Bæjarbíó er frábær staður. Svo er líka mjög gott aö spila í Hafnarbíói. ímyndin — Þiö hafið alltaf komið fram í búningum, af hverju? — Það skapar jákvætt andrúmsloft. Þaö hefur æðislega mikið að segja upp á sjálfs- traustið að fara upp á svið svona klæddur. Þetta er fyrst og fremst sálfræðilegt. Fyrst vorum við í gulu, rauðu og bláu, sem táknaði grunnelement í tónlist og litum. Þetta var þegar Einar var meö. Þegar Heimir kom í bandið skiptum við yfir í svart og hvítt til að tákna breytinguna. — Hvað meö textana? — Þeir koma úr ýmsum áttum. Mamma Þorvars hefur meira að segja samiö einn fyrir okkur. Annars eru þaö Þorvar og maður sem heitir Þorsteinn Gísli Þorsteinsson sem semja mest. Gísli er gagnrýninn á þjóðfélagið og pælir í hlutunum en Þorvar pælir minna. Þorvar: Einn textinn heitir hávaði. Ég fletti upp í orðabók og fann skilgreiningu á orðinu hávaði. Það er textinn, með kommum og punktum og öllu. Þegar spurt er um áhrifavalda í tónlist verða fremur óljós svör. Þorvar segist hafa verið með fyrstu mönnum að kaupa Sex Pistols-plötuna hér á landi, hann hafi hlustað á hana einu sinni og síðan lánað hana í tvö ár, ekki fundist hún góð. Heimir segist hlusta mjög mikið á alls konar tónlist en Bergsteinn segist ekki hlusta á neina tónlist. Lögin verða til út frá bassalínum, sem eðlilegt er, en þróast síðan. — Eitt helsta vandamál okkar er laga- fjöldi. Við eigum núna 34 lög. Við skiptum svo ört um að þeir sem fylgjast með tónlist okkar eru í vandræðum. Það má segja að viö göngum út um hverjar tónlistarlegu dyrnar á fætur öðrum og skellum á eftir okkur. Megas er aðdáandi hljómsveitarinnar. — Hann fékk einu sinni spólu meö lögunum af konsert sem við héldum fyrir jól og ætlaði svo að koma aftur og fíla lögin betur. En þá vorum við algjörlega búnir aö skipta um prógram. Að vera vinsæll — Þið eruð hálfgerð neðanjaröarhljóm- sveit. Sjáið þið fyrir ykkur að seljast eins vel og Bubbi? Það komu þrjú svör við þessari spurningu. Þorvar: Þó menn séu neðanjarðar þá er tvennt ólíkt að vilja að fleiri hlusti á það sem manni finnst gott og að menn fari aö breyta sjálfum sér til að vera vinsælir. Heimir: Ég vil helst ekki að hljómsveitin verði mjög vinsæl. Því meiri vinsældir því meiri pressa á mann. Bergsteinn: Ég vil ekki ná vinsældum þannig að ætlast sé til einhvers ákveðins af manni. Til dæmis átti pabbi (þið vitiö: „Égéééééég fæddist í heiminn. . .”) aldrei að verða vinsælt lag. Þetta var bara flipp. Svo eru menn að koma til manns og segja: „Djöf- ull eruð þið góðir, mar, þetta lag þarna, um pabbann, er æðislegt.” Maður missir alveg andlitið. Viö erum að gera allt aðra hluti. Plakatskýring — Hvað með Grammið? Eruð þið ánægðir þar? — Já, mjög. Við fáum algerlega frjálsar hendur, til dæmis við hljómplötugerð. Við vorum heppnir að komast þangaö. Heimir segir: Eina takmarkið sem við höf- um er að gefa út plötu til aö geta síðan hlustað á hana í góðu tómi heima. Bergsteinn: Týpískur Heimir. Þorvar: Við getum ekki æft um helgar vegna þess að þá er hann uppi í Þjórsárdal að fílahitt eðaþetta útaf fyrirsig. Útvarpið ' Jonee-Jonee er fyrsta nýbylgjuhljóm- sveitin sem spilar beint í gegnum gufuradíóið. — Það var alveg stórkostleg tilfinning. Við vorum að taka upp fyrir unglingaþátt og Ásta Ragnheiður var með syrpu. Hún kom niður og spurði hvort ekki væri hægt að hleypa einu lagi í gegn, í beinni útsendingu. Þetta komst í gegn. Líklega hefur enginn hlutur komist eins hratt og greiðlega gegnum ríkisbákniö, segir Þorvar. Bergsteinn lýsir því yfir að hann hafi langað óskaplega til aö segja eitthvað ljótt í útvarpiö. — Eitthvað verulega nastí, út um allt land. Pælduíþví! — Hvað finnst ykkur um ástandð í rokk- tónlist hérálandi? — Þaó var fínt fyrst þegar við vorum að byrja. Núna fer þaö versnandi, ekki vegna þess að tónlistin sé slappari, heldur vegna skilningsleysis og aðstöðuleysis, segir Þor- var. — Þetta er alveg frábær tími, gullöld. En það eru ýmsar hliöar á þessu, til dæmis eru það aðeins þrjár hljómsveitir eða svo sem halda hljómleika. Það eru Þeyr, Purrkurinn og Egó, og hinir fá að vera með. Þessar þrjár eru eins konar valdamiðstöðvar en hinar hljómsveitirnar þekkjast mjög lítið. Það er mjög slæmt. Það þarf meiri samvinnu og samstööu í þetta. — Framtíðaráætlanir? — Við ætlum að fara út á land og spila til að kynna plötuna. Við ætlum aö reyna að einbeita okkur að ákveðnum lögum, þróa þau áfram, því að það er svolítið erfitt að hafa 34 lög á hreinu í einu. Já, platan, ég hef gleymt að minnast á plötuna hingað til. Þetta er 15 laga plata, tekin upp í Þursabiti. Jonee-Jonee-menn hrósa Tómasi Tómassyni, mjög fyrir hans hlut sem upptökumaöur og -stjóri, kalla hann Takka-Tómas. Platan á að koma út seint í júlí, líklega skömmu eftir aö þetta birtist. Við skulum leyfa Takka-Tómasi að eiga síðasta orðið í viðtalinu. Hann er reyndar ekki við- staddur, en á plötunni hljómar Pabbinn, lagið vinsæla svona: Þorvar: — Éééééééég fæddist í heiminn af því að pabbi vildi það. . . Tómas: — Strákar, strákar, við verðum að sleppa Pabbanum, við eigum ekki meira teip. Jonee-Jonee: Nei, hvað. . . Tómas: Svo er síminn líka að hringja. 32. tbl. Vlkan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.