Vikan


Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 62

Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 62
I'OSTIRIW Hetjan mín heitir Haukur Morteins! Kærí Póstur. Eg er hér ein sem dái Hauk Morteins. Viltu vera svo vænn að birta fyrir mig þlakat af honum'í 1. Hvarbýrhann? 2. Hvað heitir konan hans? 3. Hvaðá hann mörg börn? 4. Hvert er heimilisfang hans? 5. Hvað er hann gamall? 6. Hvar getur maður náð í hann? Með þökk fyrir birtinguna. Pósturinn verður því miður að hryggja þig með því að birta ekki svar við neinni af spurningunum þínum. Þær eru svo nákvæmar að það er orðið álitamál hvort þetta flokkast undir persónu- njósnir eða ekki. Pósturinn tekur ekki ákvarð- anir um hverjir birtast á breið- síðunni, en hann er búinn að koma ósk þinni á framfæri. Vinkonur deila Halló, kæri Póstur! Eg hef aldrei skrifað þér áður því ég hef aldrei þurft þess en núna þarf ég þess og ég vona að þú getir hjálþað mér. Jæja, í fyrra kynntist ég stelþu og við urðum miklar vinkonur. Við vorum bókstaflega alltaf saman. En núna í febrúar rifumst við smávegis sem var ekki neitt og afleiðingamar af því urðu að við hringdum ekkert hvor í aðra eða hittumst í 1 1/2 mánuð. Svo allt í einu núna í aþríl hríngdi hún í mig út af svolitlu sem hún þurfti að segja mér en það skiþtir ekki máli. Þegar hún var búin að segja mér þetta vissum við ekkert hvað við áttum að segja svo að þetta varð bara væmið og asnalegt símtal. Elsku Póstur, hjálþaðu mér, hvað á ég að gera? Eg þorí ekki að hringja í hana því það verður bara sama sagan, væmið og asnalegt. Gerðu það fyrir mig, hjálþaðu mér, ég vil ekki missa hana. En síst af öllu, ekki láta Helgu éta bréfið. HJÁLPADU MÉR............../ Með fyrírfram þökk fyrir birt- inguna. Ein í ástarsorg. Samband vina er oft þyrnum stráð og ekkert við því að segja. Fólk getur verið ósammála um eitthvert lítilræði eða eitthvað stærra, þó það sé perluvinir. Stundum endar það í hressilegu rifrildi sem svíður undan lengi, stundum læknast fólk af sár- indum hliðarsporanna og allt er gleymt og grafið. En fyrir alla muni ekki reyna að ætlast til þess af vinum þínum að þeir þurfi alltaf að vera á sama máli og þú og það sama ættu vinir þínir að hafa í huga gagnvart þér. Fólk ræðist við, jafnvel deilir og kemst að samkomulagi. Þannig á það að vera. Eftir því sem þú segir hafið þið dömurnar verið góðar vinkonur. Þessi misklíð ykkar ætti ekki í nokkru að þurfa að breyta sam- bandi ykkar í framtíðinni. En þessir illu andar á milli ykkar verða ekki reknir í burtu með samtölum gegnum síma. Þið verðið að hittast og ræða málin. Fyrir alla muni farðu ekki að hringja í hana. Það er alveg örugglega rétt hjá þér að það yrði annað væmið og asnalegt samtal. Þú hefur greinilega þörf fyrir þessa vinkonu þína eins og glögglega kemur fram og svo hringdi hún í þig að fyrra bragði. Þið eruð augsýnilega báðar í sömu sálarkreppunni. Þú ættir að eiga frumkvæði að einhvers konar lausn. Stríð á milli Fræbbblanna og skólastjór- ans Kæri Póstur. Island hefur alltaf verið seint að taka við sér., ekki síst í músík, ef einhver nýjung kemur fram erlendis, sökum þess hvaðþað er afskekkt. I skólanum sem ég geng í er gott dæmi um það. Á böllum, sem haldin voru þar síðastliðinn vetur, voru Elvis Presley, og Chuk Berry í há- vegum hafðir, einnig Þú og ég, Boney M. og Abba. En svo þegar nokkrír nemendur buðu uþþ á þlötu Eræbbblanna, ,, Viltu nammi væna”, var henni illa tekið í fyrstu, en svo glæddist áhugi sumra á einu lagi, ,,I nótt”, og var það sþilað nokkrum sinnum við góðar undirtektir flestra nemenda. En aðeins fáeinar mínútur liðu þar til Ijósin voru tendruð og E.J.H. LUKKUPLATAN Þessi skuggalegi náungi hefur nokkrum sinnum birst á sjónvarps- skjám landsmanna. Hár er þó ekki á ferðinni sjónvarpsdraugurinn held- ur söngvarinn og glæsimennið Sal Solo úr bresku hljómsveitinni með franskættaða nafninu. I hvaða hljómsveit syngur þessi maður. Nafn hans er Sendandi er: _ Heimili Póstnúmer _ _ Póststöð _ Utanáskriftin er: VIKAIM, iukkuplatan '82 — 32 PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK. Vinningshafar Lukkuplatan '82—26 Sá á myndinni var Hallbjörn Hjartarson. Ásdis V. Óskarsdóttir, Garðabraut 37,300 Akranesi. Jóhanna S. Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu, 522 Gjögur. Steingerður Steindórsdóttir, Orrahólum 7,109 Reykjavík. 62 Vikan 32. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.