Vikan


Vikan - 09.02.1984, Page 4

Vikan - 09.02.1984, Page 4
Englandi: í Dælustöðínni Litast um í Bath, Hámenning Hátt til lofts og vítt til veggja í salnum. Hressilegir tónar berast frá tríóinu á sviöinu, það spilar „Les Patineurs,” (Skautavalsinn) eftir Emile Waldizufel. Dælu- stöðvartríóið hefur leikið í Bath frá því árið 1949, að sjálfsögðu með breyttri mannaskipan í tím- ans rás. Á sunnudagseftirmiðdegi er salurinn þéttskipaður fólki sem situr við borðin og maular vöfflur með rjóma eða annað ámóta góð- gæti. Flestir eiga heima í Bath og dreypa að sjálfsögðu á tei, en við fáum okkur dauft enskt kaffi. Enda ýtir fjörleg tónlistin við blóö- rásinni svo sem þarf. Við erum stödd á „Hallæris- plani” þeirra Bath-búa, á æðra plani þó en hérlend útgáfa. Dælu- stöðvarsalurinn hefur um nær þriggja alda skeið gegnt sam- bræðsluhlutverki í samkvæmislífi borgarinnar, þarna eru allir jafnir og engin stéttaskipting innan dyra. Upptökin að þessari félagsmið- stöð, sem hefur miðpunkt í Dælu- salnum (The Pump Room), átti glaumgosi nokkur, Beau Nash að nafni. Hann settist að í Bath eftir að hafa daðrað um stund við menntagyðjuna og hlotiö þjálfun í fjárhættuspili í London. Beau hreifst af samkvæmislíf- inu í heilsubótarborginni og gerð- ist aðstoðarmaður hins koníaks- kæra siðareglumeistara í Bath. Meistarinn Webster lét lífið í ein- vígi og Beau Nash tók við og ríkti sem ókrýndur konungur Bath í 56 ár. Borgin var að mati Nash fremur karakterlaus og sveitó svo að hann hófst handa um að koma samkvæmislífinu í fínna og fast- mótaðra form, með þeim árangri að hann skildi við mjög vinsæla og vel búna heilsulindarmiðstöð og menningaraðsetur. Hér sjáum við stóru laugina í húsagarði Dælustöðvarinnar. Þar getur að líta margvíslegar minjar frá dögum Rómverja, æ fleiri krókar og kimar líta dagsins ljós og það er greinilegt að þeir fornu Rómverjar lögðu mikið í baðmenninguna. Á sviðinu leikur Dælustöðvartríóið, en við fremsta borðið sitja auk inn- fæddra þau Margrét Oddsdóttir, Unnur Pétursdóttir og höfundur. Loft- hæðin í salnum er líklega helmingi meiri en sést á myndinni. \ 4 Víkan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.