Vikan


Vikan - 09.02.1984, Qupperneq 4

Vikan - 09.02.1984, Qupperneq 4
Englandi: í Dælustöðínni Litast um í Bath, Hámenning Hátt til lofts og vítt til veggja í salnum. Hressilegir tónar berast frá tríóinu á sviöinu, það spilar „Les Patineurs,” (Skautavalsinn) eftir Emile Waldizufel. Dælu- stöðvartríóið hefur leikið í Bath frá því árið 1949, að sjálfsögðu með breyttri mannaskipan í tím- ans rás. Á sunnudagseftirmiðdegi er salurinn þéttskipaður fólki sem situr við borðin og maular vöfflur með rjóma eða annað ámóta góð- gæti. Flestir eiga heima í Bath og dreypa að sjálfsögðu á tei, en við fáum okkur dauft enskt kaffi. Enda ýtir fjörleg tónlistin við blóö- rásinni svo sem þarf. Við erum stödd á „Hallæris- plani” þeirra Bath-búa, á æðra plani þó en hérlend útgáfa. Dælu- stöðvarsalurinn hefur um nær þriggja alda skeið gegnt sam- bræðsluhlutverki í samkvæmislífi borgarinnar, þarna eru allir jafnir og engin stéttaskipting innan dyra. Upptökin að þessari félagsmið- stöð, sem hefur miðpunkt í Dælu- salnum (The Pump Room), átti glaumgosi nokkur, Beau Nash að nafni. Hann settist að í Bath eftir að hafa daðrað um stund við menntagyðjuna og hlotiö þjálfun í fjárhættuspili í London. Beau hreifst af samkvæmislíf- inu í heilsubótarborginni og gerð- ist aðstoðarmaður hins koníaks- kæra siðareglumeistara í Bath. Meistarinn Webster lét lífið í ein- vígi og Beau Nash tók við og ríkti sem ókrýndur konungur Bath í 56 ár. Borgin var að mati Nash fremur karakterlaus og sveitó svo að hann hófst handa um að koma samkvæmislífinu í fínna og fast- mótaðra form, með þeim árangri að hann skildi við mjög vinsæla og vel búna heilsulindarmiðstöð og menningaraðsetur. Hér sjáum við stóru laugina í húsagarði Dælustöðvarinnar. Þar getur að líta margvíslegar minjar frá dögum Rómverja, æ fleiri krókar og kimar líta dagsins ljós og það er greinilegt að þeir fornu Rómverjar lögðu mikið í baðmenninguna. Á sviðinu leikur Dælustöðvartríóið, en við fremsta borðið sitja auk inn- fæddra þau Margrét Oddsdóttir, Unnur Pétursdóttir og höfundur. Loft- hæðin í salnum er líklega helmingi meiri en sést á myndinni. \ 4 Víkan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.