Vikan


Vikan - 09.02.1984, Qupperneq 10

Vikan - 09.02.1984, Qupperneq 10
6. tbl.—46. árg. 9.—15. febrúar 1984.—Verð 90 kr. GREINAR OG VIÐTÖL: 4 Háraenning í Dælustöðinni — breska borgin Bath heimsótt. 12 Menn sem týna dellum — viötal við Árna Þ. Jóns- son í París. 16 Lögin í Gísl hafa sjúskast á langri leið. 38 Þar til dauðinn aðskilur — Vikan og tilveran. 50 Er geimurinn óendanlegur? 60 Þarmagustarnir — popp. SÖGUR: 18 Á kláfi yfir ána — smásaga. 26 Hinsta gervið — spennusaga. 40 Gamli, góði jakkinn minn — Willy Breinholst. 42 Morð í Zanzibar — framhaldssaga. 58 Rauði haninn hann Robbi — barnasaga. ÝMISLEGT: 6 Tími grímubúninganna. 8 Af mælisgetraunin. 22 Sebra — heit sem Afríka — handavinna. 24 Terta við hæfi Bretadrotitningar — eldhús Vik- unnar. 25 Vikan og heimilið. 28 Vetrarmyndir fyrir 1. mars. 31 Líkamsrækt: æfingar til að bæta brjóstin. 36 Elizabeth Arden — snyrting. VIKAN: Útgefandi Frjóls fjölmiölun hf. Ritstjóri: Siguröur Hreiöar Hreiöarsson. Ritstjórnarfulltrúi: Hrafnhildur Sveinsdóttir. Blaöamenn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Asgeir Sigurðsson, Þórey Einars- dóttir. Útlitsteiknarar: Eggert Einarsson og Páll Guðmundsson. Ljósmyndari: RagnarTh. Sigurðsson. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 33, sími 27022. AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, sími 27022, pósthólf 533. Verð í lausasölu 90 kr. Áskriftarverö 295 kr. á mánuði, 885 kr. fyrir 13 tölublöð árs- fjórðungslega eöa 1.770 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyr- irfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ógúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mónaðarlega. Um mólefni neytenda er fjallað í samróði við Neytendasamtökin. VERSLAUNAHAFINN Berglind úr Njarövík sendir Hafnarfjarðarbrandarasyrpu í sarpinn. Viö þökkum fyrir og hún fær næstu fjórar Vikur heim. Hafnfiröingur fann haug af mjólkurfernum úti á víöavangi. Hann flýtti sér heim og sagði öll- um aö hann heföi fundiö belju- hreiöur. Hafnfirðingur, sem haföi drukkið heldur mikið á samkomu, kom heim undir morgun. Hann velti lengi fyrir sér hvernig hann gæti komist upp stigann og upp í ból án þess að konan heyrði. Skyndilega datt honum snjallræði í hug. Hann batt saman alla potta og pönnur sem hann fann á heimil- inu og dró síðan allt draslið upp stigann og hugsaði með sér: Hún heyrir aldrei fótatak mitt í gegn- um allan hávaðann. Þegar Hafnfiröingar fengu nýja slökkvibílinn var boöað til blaðamannafundar. Einn blaða- maður spuröi slökkviliðsstjórann hvað gert yrði við gamla slökkvi- bílinn. — Tja. . . ætli hann veröi ekki bara notaður í platútköll, sagði hann. Og svo var það Hafnfirðingur- inn sem kom til læknis og sagði áhyggjufullur: Við hjónin getum ekki átt barn. — Það sagði ég ykkur fyrir löngu, sagöi læknirinn. — Já, en okkur var að detta í hug hvort þetta gæti gengið í erföir. Ungur Hafnfiröingur var að inn- rita sig í Háskóla Islands. Hann hitti rektor og þeir tóku tal saman. Rektor sagði: — Jæja, ert þú bú- inn að velja þér grein: — Hva, fæ ég ekki stól eins og hinir? spuröi Hafnfirðingurinn. Hafið þið heyrt um Hafnfirðing- ana sem létu taka af sér mynd? Ljósmyndarinn bætti ruslafötu á myndina, hann langaði til að hafa eitthvað fallegt á myndinni. Svo er hér einn að lokum: Hafnfirðingur og Reykvíkingur voru í greindarvísitöluprófi. — Hvaða fugl býr ekki til sitt eigiö hreiöur? spurði dómarinn. — Kanarífuglinn, svaraði Reykvíkingurinn. — Gaukurinn, svaraði Hafn- firðingurinn. — Mjög gott, sagði dómarinn við Hafnfirðinginn. En hvernig vissirðu þetta? — Allir vita aö gaukurinn á heima í klukku, svaraði vinurinn. KONUNGLEGA ? Herramennirnir tveir sem þarna klofa svo konunglega — eða skrefa — yfir götu í Lundúnum hafa að sögn ekki átt í erfiðleikum með að krækja í hitt kynið. Ef sá til hægri væri strákur úr Fjöl- braut í Breiðholti og hinn bók- ari hjá Hagkaupum myndi kannski einhver segja að hálf- gerður hallærissvipur væri á þeim félögum. En þarna eru Davíð sonur Margrétar prins- essu og sjálfur Kalli Breta- prins og þá snýr málið öðruvísi við —eða. ..? Það sem skiptir meginmáli eru ekki mennirnir í lífimínu. . . heldurlífiðímönnunummínumll Mae West. xo Vikan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.