Vikan


Vikan - 09.02.1984, Síða 14

Vikan - 09.02.1984, Síða 14
■ mjög opið form í kennslu krefst mikils snidgengid heilu kúrsana í burðarþolsfrœði sjálfsaga og það er ekkert sniðugt að geta og einangrun... ” Þaö er landlægur misskilningur hérna, er ég hræddur um, að skipting eigi aö vera mjög skörp milli arkitektúrs hvað varðar innra og ytra útlit hússins. Karlar sem mikiö er vitnað til í dag, eins og til dæmis Mackintosh, gerðu allt aðra hluti. Hann á mörg heimsfræg meistaraverk sem hljóta að verða að teljast sígild dæmi um skoöanir hans og stefnu á þvísviöi. Enginn má láta sér til hugar koma að arkitekt sé eins konar leiktjaldasmiður. Segi: ,,Hér á að vera hús — gott — og þá geri ég einhverja grind að því og set glugga og huröir hér og hvar.” Bara það atriði að setja glugga og hurðir á rétta staði er meginatriði í slíku máli. Það getur skipt sköpum um notagildi hvernig ljósið kemur inn og á hvaða stað er hægt að komast inn í herbergi. Mynd uppi á vegg — fyrir ofan arin til dæmis — skiptir kannski ekki meginmáli. En hins vegar hlýtur staðurinn þar sem þú lifir, elur upp börn, skemmtir þér og gerir fleira sem fylgir því að lifa, að skipta miklu. Fallegir hlutir eru góöra gjalda verðir en séu þeir hagnýtir í leiöinni er ánægjan margföld.” Hafa skal það sem hendi er næst „Það er skylda hvers arkitekts aö nýta þau byggingarefni sem til eru á hverjum staö. Sá sem gerir sig sekan um að hanna hús sem út- heimtir mikla og dýra flutninga á efni milli staða hefur aö mínu mati ekki staðiö í stykkinu. Við getum unnið úr íslensku bygging- arefni og eigum að reyna það eins og hægt er. Steypa er til dæmis eitt af því sem okkur hentar vel. Og vikur er efni sem mætti hafa í huga í framtíöinni. Þaö veröur að taka tillit til þess að þetta er mjög ungt land jarðfræðilega og við höfum til dæmis ekki marmara og þess háttar þannig að slík efni þarf að flytja inn og þau eru þung í flutningum. I skólanum úti eru byggingar- efnin mikiö atriði og þau eru kannski svolítið önnur en hér eru notuö. Hérna þurfum við til dæmis aö hafa í huga jarðskjálftahættu — reyndar er sama hvaða byggingarefni er notaö — alltaf þarf að hafa í huga aö vissum skil- yrðum sé fullnægt. Við eigum Þegar viðtal VIKUNNAR við Árna í Paris var tekið stóð einmitt yfir prófsýning á verkum nemenda I' École d'Architecture de Paris Conflans. Myndin er tekin á sýningunni og fyrir framan Árna er likan hans af tón- listarskóla eftir franska arkitektinn Christian De Portzamparc. 14 Vikanfc. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.