Vikan


Vikan - 09.02.1984, Síða 37

Vikan - 09.02.1984, Síða 37
1925-1935 nú 1905-1915 Mynd 1925—1935: Glamorkvendið var í anda Jean Harlow, með platínuljóst, liðað hár, pastellita augnskugga og augnabrúnir plokkaðar þar til eftir voru mjóir bogar — eða jafnvel ekkert og þá notast við teiknaðar línur. Varirnar urðu að vera rauðar. Mynd 1935—1945: Siðari heimsstyrjöldin fæddi af sér hina starf- andi stúlku. Elizabeth Arden sendi strax frá sér „andlit annarrar heimsstyrjaldarinnar” og það byggðist á litilli augnmálningu, rósa- púðri og dökkrauðum varalit. Mynd 1945—1955: Hefðarkonan tók við þegar sigurvegarar fóru að eyða striðsgróðanum. Hún hafði postulíns- andlit, alls ekki kinnalit og ælænerinn varð hjálparmeðal númer eitt. Ingrid Bergman þótti falla inn í myndina eins og flís við rass — um tíma. Mynd 1905—1915: Gibson stúlkan var fyrirmynd kvenna árið 1910. Nefnd eftir teiknaranum Charles Dana Gibson sem teiknaði í LIFE. Stúlkan sú notaði helst engar snyrtivörur — nema púður — og það gaf henni veiklulegt og fölbleikt yfir- bragð. Mynd 1915—1925: Næst á lista var heimskonugerðin. Kjólarnir voru stuttir, dansaður var sjarleston og hárið stutt. Þær „þorðu” til þess að geta talist í tísku og máluðu sig mikið. Svart kol notað um augun og kinnaliturinn í rauðum hringjum. Átrúnaðargoðið var Pola Negri. Mynd 1955—1965: Farah Diba varð ímynd þessa tímabils, með eins konar nútíma Kleópötruútlit. Hvorki fyrr né síðar þurftu konur að nota jafnmikinn and- litsfarða til að tolla í tiskunni. Miklir augn- skuggar, svartur ælæner, iöng gerviaugnhár og kinnalitur þannig notaður að allar virtust kinnbeinaháar og kinnfiskasognar. Varalitur- inn var ljós, á stundum alveg hvítur. Ef ekki var um þessa manngerð að ræða kom Brigitte Bardot til hjálpar, ekki mátti gleymast að túpera hárið sem allra mest. Mynd 1965—1975—1983: Og þar kom að hinni frjálsu konu — þótt deila megi um frelsið sem slíkt. Nú átti andlitsfarð- inn að vera sem allra eðlilegastur, hárið að vera fjálst og ekki þarfnast mikils umstangs. í mesta lagi að þvo og bursta. Augnskuggar fengu ljósari tóna en áður og kinnaliturinn einnig. Á siðari árum hafa pönkarar innleitt styttra hár og hlaup í hárið þykir þar sjálfsagt hjálparmeðal. 6. tbl. Víkan 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.