Vikan


Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 23
saman, hún hnussaði örlítið en sagði aldrei neitt. Afi átti að heita stækur bindindismaður. Jl aðurinn í köflóttu skyrtunni, sem sat á mótijúdý, var vandræðalegur á svipinn og leit laumulega niður til að athuga á sér buxnaklaufina. Hún flýtti sér að líta undan. Hún hlaut að hafa verið að stara rétt einu sinni. Þegar hún lét hugann reika störðu dökku bláu augun hennar gegnum skjaldbökuspangargleraugun af ákafa sem var jafnægilegur og hann var óviljandi. Hún velti því aftur fyrir sér hver væri tilgangurinn með þessum fundi við Lilí og hvers vegna öll þessi leynd væri. Fyrst hafði komið þetta harmþrungna símtal og guð veit að Lilí hafði fulla ástæðu til þess að harma. Þegar allt kom til alls hafði rimman við Lilí haft góð áhrif á viðskipti Júdýjar en það hafði Lilí ekki ætlað sér kvöldið í Chicago. . . ,,Ef þú gætir aðeins fyrirgefið mér slæma framkomu mína. . hafði Lilí beðið djúpri röddu með vott af erlendum hreim. . . ,,ég var svo vanþakklát. . . hagaði mér ekki í samræmi við starf mitt. . . ég skammast mín þeg- ar ég hugsa til þess. . .” Þvert gegn vilja sínum tók Júdý að bráðna. Það var ekki bara vegna þess að Lilí væri stór- stjarna eða hefði mikið segul- magn heldur einfaldlega vegna þess að Júdý hafði haft gaman af að vinna með henni. Þær höfðu vissulega verið stórgóðar saman þar til þetta kvöld í Chi- cago. Lilí sagði að það væri nokkuð sérstakt sem hún vildi ræða við Júdý, ,,. . . mikið trúnaðarmál sem mig langar til að ræða við þig undir fjögur augu. ’ ’ J7 (jy údý sóaði aldrei tíma sínum í þágu nokkurs manns. Hún fékk ótal ein- kennileg tilboð á viku hverri og flest komust ekki lengra en til ritara hennar. En þetta var Lilí sem hafði verið orðuð við fleiri fræga menn en nokkur önnur kona. Fegurð hennar minnti á barn sem ratar ekki heim, og var orðin goðsögn á tuttugustu öld, Lilí sem veitti aldreisiðtöl. Það síðasta vó þyngst hjá Júdý. Lilí var að minnsta kosti þúsund orða virði fyrir VERVE! hvað sem kynni að gerast á fundinum, svo Júdý féllst á að koma: Lilí þakkaði henni fyrir og bað hana að segja engum frá stefnumótinu. Júdý hafði hvort sem var ekki ætlað að segja neinum neitt. En hún var for- vitin. Eins og hún sjálf hafði Lilí náð langt í lífinu hratt, undarlega og gegnt því sem við var að búast. Hún hlaut að vera orðin tuttugu og átta eða níu ára þótt hún liti ekki út fyrir það. Símtalið í síðasta mánuði hafði síðan verið staðfest með bréfi en á þykkan, rjómalitan pappír var eitt orð, Lilí, letrað bláu skrautletri. Af ein- hverjum ástæðum bar Lilí ekkert eftirnafn. Hvað ætlaðist hún fyrir? Júdý velti því fram og aftur fyrir sér. Stuðning? Örugglega ekki. Fá eitthvað gefið út? Fremur ólíklegt. Auglýsingu? Ekki lengur nauðsynleg. Klukkan var tuttugu mínútur yfir sex og umferðin mjakaðist ekki. Því fór Júdý úr vagn- inum og gekk síðasta spölinn. Hún vildi alltaf koma á réttum tíma. að var megn óþefur af gömlum sígarettureyk í leigubílnum, aftursætið hafði verið rekið í gegn og innvolsið valt út. Hann var sömuleiðis fastur í umferðinni á Madison Avenue en bílstjórinn, ólundarlegur Puerto Ricani, hélt sér sem betur fer saman þar til hann gelti allt í einu: ,,Hvaðan ertu?” „Cornwall,” sagði Heiðna sem leit aldrei á sjálfa sig sem Englending. Hún bætti við: ,,Hlýjasta hluta Bretlands,” og hugsaði um leið að þetta segði ekki mikið. Fölleitt útlit hennar var vegna þess að blóðrásin var ekki sem örust. Hún hafði alltaf liðið fyrir kalt veðurfar, sem var ellefu mánuði á ári heima hjá henni. Þegar hún var barn var henni mjög illa við að stíga berum fótum fram úr rúminu á köldum vetrarmorgnum og flýtti sér að skella kuldabólgn- um fótunum í gæruskinnsskó. Fyrsta ástar-haturssamband hennar var við óþægilegu vetrarnærklæðin, ljósan ullar- samfesting sem stakk hana og huldi frá ökklum upp á háls og hafði op til þarfaverka, með hneppingu í bakið, hrjúft flannelskotið, flík sem líktist vesti, náði niður á maga og í því héngu löng sokkabönd til þess að halda uppi þykku ullar- sokkunum hennar. ee; var egar Heiðna barn fór litla þjónustustúlkan klukkan sjö á hverjum morgni um húsið og kveikti upp í eld- stæðunum. Eldurinn var falinn á hverju kvöldi klukkan ellefu, alveg án tillits til þess hvenær farið var að sofa. Sívalir olíu- ofnar, sem lyktuðu, stóðu fyrir framan kniplingatjöldin í baðherbergjunum og minni svefnherbergjunurn^ opnir kolaeldar glóðu í aðalsvefnher- bergjunum og stórum, glóandi viðardrumbum var staflað upp í anddyrinu og stofunni. I langa ganginum og baðher- bergjunum var alltaf ískalt. Maturinn frá býlinu var orðinn hálfkaldur þegar hann kom á borðið á óðalinu. Ojafnt, steinlagt gólfið í borðstofunni var alltaf kalt viðkomu, jafnvel á sumrin, jafnvel gegnum skóna. Þegar Heiðna hélt að enginn sæi sig beygði hún fæturna undir sig og burt frá ís- köldu gólfínu en það tók alltaf einhver eftir því og henni var skipað harðri hendi að „sitja upprétt eins og dama”. En verst var þó á veturna að fara í rúmið undír köld þykk línlökin. Þegar Heiðna var komin út fyrir hitasvið olíu- ofnsins verkjaði hana í beinin og skrokkurinn varð dofinn þar til svefninn miskunnaði sig yfír hana og linaði þjáningarnar. Við þessa endurminningu fór kuldahrollur um Heiðnu í bleiku ullarkápunni frá Jean Muir. Þó var hlýtt í veðri eftir því sem gerðist í október og Heiðna var orðin 46 ára göm- ul. eiðna mundi varla eftir föður sínum. Hann hafði látist í bílslysi þegar hann var aðeins 26 ára. Heiðna var þá þriggja ára og mundi aðeins óljóst eftir vanga sem stakk og tvídklæddu fangi sem stakk. Einu verksummerkin eftir föður hennar var röð af silfur- verðlaunabikurum sem stóðu á eikarhillunni í skrifstofunni og voru fyrir skólasund og héraðs- keppni í golfí, fölnaðar brúnar ljósmyndir af krikketliði og hópi hlæjandi fólks í skemmti- ferð á ströndinni. Framhald í næsta blaói. 13 XI. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.