Vikan


Vikan - 14.03.1985, Page 56

Vikan - 14.03.1985, Page 56
Sá síungi Jean Patou Nú er rööin komin að Jean Patou i kynningu á tísku komandi sumars. Hann er franskur og frægur og VIKAN sótti síðustu tiskusýningu hans i Paris á dögunum. Hann þykir á uppleið aftur og við gefum örlitið sýnishorn af fram- leiðslunni á litopnu í næstu VIKU. Fingurbjörgin gullna Þeir frægu, frönsku tískuhönnuðir eiga i stöðugri samkeppni innbyrðis og eins og allir vita eru þarlendir að auki veikir fyrir finum titlum og orðum. Árlega veitir fyrirtækið Helena Ruþinstein þeim sem komið hefur mest á óvart í hönnun fingurbjörg eina mikla — úr skíragulli. Við afhendinguna safnast saman fína og rika fólkið og núna siðast var VIKAN á staðnum — hvað annað! Franskir bílar: Árin milli stríða Við höldum áfram að rekja aldargamla sögu franskra bíla.; sem nú þegar hefur að nokkru verið minnst i Vikunni. Að þessu sinni snúum við okkur að millistriðs- árunum og segjum frá þeim bílum sem þá urðu til, en eins og biláhugamenn vita hefur margt athyglisvert komið frá Frökkum á þessu sviði gegnum tíðina. Aldrei nóg af barnapeysum Við verðum vör við að lesendum VIKUNNAR finnst við aldrei birta nóg af barna- peysum. Fyrir prjónaglaða lesendur birtum við því 2 barnapeysur í næstu VIKU, að sjálfsögðu er önnur peysan á stelpuna og hin á strákinn. WMM Hrútsmerkið I næstu VIKU verður næsta stjörnu- merki kynnt, hrútsmerkið, sem er ráðandi frá 21. mars til 20. april. Auk þess fá afmælisþörnin i næstu viku að vita um skapgerðareinkennin, hvað lifið getur fært þeim og hvaða lifshlaup bíður þeirra. Stjörnuspekin nýtur alltaf nokkurra vinsælda og í næstu VIKU ætti áhuga- fólk um hana að fá eitthvað að lesa við sitt hæfi. Þetta er Fríða frænka Þeim fjölgar sífellt sem vita hvað við er átt þegar talað er um Friðu frænku — að það er sérkennileg fornmunaverslun i Reykjavik, sem nýtur æ meiri vinsælda. Hitt vita færri, hver það er sem á bak við stendur og teljast má Friða frænka sjálf — en það er einmitt snaggaralega, rauðhærða konan sem afgreiðir í búðinni. Og í næstu VIKU förum við einmitt í heimsókn til hennar. 56 Vikan II. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.