Vikan - 16.05.1985, Page 14
tekið út
með sæl
að vera
JOHN
john Tayior — nafnið eitt fær
hjörtun í stelpunum til að slá örar.
Samkvæmt nýlegri skoðanakönn-
un meðal poppunnenda er hann
vinsælasti meðlimur Duran Duran,
sá félaganna sem álitlegastur
þykir á veggmyndum, öðru nafni
plakötum, og hefur tvisvar verið
valinn fallegasti karlmaður í Bret-
landi.
En John Taylor er ekki bara
sætur strákur. Auk þess að vera
bassaleikari Duran Duran hefur
hann komið nálægt ýmsu öðru.
Hann leikur á plötunni The Power
Station með Andy Taylor, Robert
Palmen og tveimur liðsmönnum
hljómsveitarinnar Chic. Hann
leikur í framhaldsþáttum fyrir
sjónvarp, Timeslip, sem verða
sýndir í Bretlandi á árinu og
samdi kynningarlag nýju Bond-
myndarinnar.
Hann er 24 ára gamall og millj-
ónamæringur á breska vísu (en
það er 45 sinnum meira en vera
milljónamæringur á Islandi).
Hann á tvö hús í Englandi og
lúxusíbúð í New York og marga
bíla, bæði nýja og af gömlum ár-
gerðum.
„Ég held að ég kunni ekkert
sérlega vel við það að vera fræg-
ur. Ég nýt bara lífsins. En ég er
ekkertuppi í skýjunum. Ég hef
áhyggjur af viðskiptahlið mál-
anna og því ríkari sem maður
verður því meira er að hafa
áhyggjur af. Þegar maður á ekki
neitt þarf maður ekki að hafa
áhyggjur af því að tapa því, er það
nokkuð?” Svo mælti John Taylor í
viðtali við breskt tímarit fyrir
skömmu. Og það fer ekkert á milli
mála að Duran Duran hefur nógu
að tapa ef út í það er farið.
John Taylor er ólofaður en sést
tíðum í fylgd fagurra stúlkna og
þá sjaldnast oft með hverri. „Það
er alltaf einhver kona í lífi mínu og
verðuralltaf,”segirhann. „En ég
er ekkert alltaf að básúna það út
umallt.”
John Taylor var um tíma trúlof-
aður sýningarstúlkunni Janine
Andrews. Samband þeirra var
blásið út í blöðunum í Bretlandi og
alls konar þvættingur á kreiki sem
ekki átti við neitt að styðjast. Allt
þetta umtal fór illa í þau bæði og
hafði sín áhrif til þess að eyði-
leggja sambandið. John Taylor
má líka, eins og margt annað
frægt fólk, þola margs konar illt
umtal í blöðum sem lítt eru vönd
aö virðingu sinni. Iðulega eru líka
ummæli í viðtölum skrumskæld og
lögð út á versta veg. Það hefur oft
komið fyrir að móðir Johns Taylor
hefur hringt í hann í öngum sínum
út af einu og öðru sem hún hefur
mátt lesa um soninn í blöðunum
og sonurinn lítið getað gert annað
en reyna að sannfæra mömmu um
að þetta sé allt tóm vitleysa. En
þetta er það sem frægðin hefur í
för með sér.
Annað sem ergir John Taylor
stundum er þegar aðdáendumir
hanga fyrir utan húsið hans nótt
sem nýtan dag. Hann býr í rólegu
og fínu hverfi og þykir krakka-
skarinn oft koma sér í bobba.
Hann segir aðdáenduma vera
mjög kröfuharða pg ef þeir fái
eÚri eiginhandaráritun hans í
31. skipti saki þeir hann um að
vera mikinn með sig. Og ef hann
reki þá í burtu fái hann kvörtunar-
bréf frá foreldrum þeirra! Ef
hann talar ekki við krakkana
móðgast þeir og segja: „Við gerð-
um þig að því sem þú ert!” Og
John tautar í barminn svo enginn
heyrir: „Já, en ég hef líka unnið
baki brotnu fyrir því.” Einn aðdá-
andinn gekk svo langt einu sinni
að segja: „Við borgum fyrir þetta
hús.” Þá svaraði John: „Hvað er
það sem þið viljið? Borga líka fyr-
ir mig uppihaldið á geðveikra-
hæli? Þið eruð alveg aö gera mig
brjálaðan!”
Sumir myndu ef til vill segja að
þetta væri allt þess virði. Allir
meðlimir Duran Duran komust í
hóp milljónamæringa í Bretlandi
á síðasta ári. En milljón pund geta
líka horfið fljótt ef ekki er rétt að
málum staðið og því er John
Taylor farinn að fara varlega í
peningamálum. Þegar hann var
spurður að því í áðumefndu viðtali
hvort hann myndi gera kaupmála,
ef hann gifti sig, til þess að halda
eigum sínum við skilnað þá
svaraði hann: „Já, ég held það.
Það eru fordæmi fyrir því. Fyrir
sex mánuðum hefði ég ekki gert
það. En maður verður að vera
raunsær í þessum málum. „Svo
hlær hann og hristir höfuðið. „Það
gæti orðið djöfullegt að þurfa að
gefa helminginn af öllu. ...”
14 Vikan ZO. tbl.