Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 26
skemmdir af þessum sósíal-real-
isma nútímans. Stephan G. oröaði
þettg svo að menntamenn væru
„andleg ígulker ótal skólabóka”.
„Ég hald nú samt að forfeður
okkar hafi að mörgu leyti verið
óttalegir hálfvitar á okkar mæli-
kvarða. Ein af minum uppáhalds-
bókum er Ævisaga sóra Jóns Stein-
grímssonar ..."
„Já, hún er stórkostleg. En þar
kemur fram alveg ægilegur hlutur
sem við höfum sannarlega kynnst
á síðari árum og ég í mínu lífi, og
það er múgsefjunin. Og enn í dag
er hægt að gera þjóðina einhuga
um einhvem fjandann, bara ef
allir leggjast á eitt.
Það er nú til dæmis að þessir
bankastjórar, sem voru nú ekki of-
haldnir fyrir, þeir fengu ofurlítinn
styrk til að halda við bUunum sín-
um. Það er ekki talað um annað í
blöðum, útvarpi eða sjónvarpi,
ekkert annað en þetta, að þessum
vesalings mönnum er hjálpað til
að viðhalda bflunum sínum. Og
við vitum öll hvað það kostar að
hafa bfl. En öll önnur mál, meira
að segja þetta ægilega gjaldþrot
útgerðarinnar, þessir fátæklingar
sem eru að gera út togara, þessir
vesalings menn sem eru að gefa út
bækur, þessum mönnum er bara
gleymt, þeir eru ekki til þótt þeir
þjáist líka. Það er ákaflega stutt í
djöfulinn í okkur. Ég hef stundum
lagt þá spumingu fyrir mjög heið-
arlega menn, að ef þeir væru
staddir einir í myrkri þar sem öllu
væri óhætt, hvort þeir væru þá
eins miklir guðir innan í sér og
þeir þykjast vera. Við erum nefni-
lega ekki komnir mjög langt á
þroskabrautinni og það er hægt að
móta okkur alveg ægilega með
þessum fjölmiðlum. Og það sem
gerist þama fyrr á árum er meðal
annars það að PáU í Selárdal,
þessi merki ættfaðir Jóns Hanni-
balssonar, hann var gripinn þess-
ari skelfingu líka og var þó enginn
hálfviti, hámenntaður maður, og
gekkst fyrir því að fólk var brennt
fyrir galdra. Það er hægt að tryUa
fólk. Þess vegna er það svo að ég
er ekki eins hræddur við nokkum
skapaðan hlut og múgsefjun og að
einstaklingurinn sé látinn hverfa
inn í einhvem allsherjarhóp. En
það er, eins og ég segi, grunnt á
því góða í okkur. Ég sá í virðulegu
dagblaði um daginn, já, virðulegu
innan gæsalappa, að meiri hluti
fréttanna þann daginn var um
alls konar fjársvik og fjárdrátt.”
„Er það akki meðal annars af þvi
að við fáum akki almannilaga borg-
að fyrir útgarðina okkar? Verðum
til dæmis sjálfir að borga bílana?"
„Jú, en þeir sem muna og lifðu
æsku sína á árunum 30—40 kaUa
ekki aUt ömmu sína. Þá var fá-
tækt á Islandi. En eftir að Bretinn
steig hér á land getum við ekki tal-
að um fátækt. Og þá skal ég ekki
gleyma þeim píslarvottum sem
hafa asnast til að kaupa eða
byggja húsnæði síðan 79. Ég lenti
nefnflega í því sjálfur 1980 að
kaupa þetta raðhús héma og
skuldimar sem ég tók við þá hafa
breyst þannig að hver 20 þúsund
sem ég tók við eru sennflega orðin
hundrað og tuttugu núna. Og þó
hef ég aUtaf borgað bæði vexti og
afborganir. Þetta kaUa ég glæp.”
„Ja — ég er ekki alveg viss. Ég
veit að ég er fæddur 1916 en ég hef
ekki gert það upp við mig hvað ég
er í rauninni gamaU. Þó er ábyggi-
lega hægt að reikna það út núna á
tölvuöldinni.”
„Ég er ekki viss um það, Kristján.
Ég held að þeir sem eru sæmilega
sáttir við tilveruna og hafa bærilega
heilsu, þeir séu alltaf 28 ára."
„Það er hugarfarið sem aUt
veltur á. Ég get vel hugsað mér að
ég sé þá svona 38 ára. Ég lenti í
helvítis vandræðum. Það var 1950
að ég fór að asnast til að byggja og
eyðilagði í mér hrygginn. Svo var
þetta spengt og neglt saman og
það hefur aldrei látið mig í friði
síðan. Þaö hefur háð mér ansi
mikið.”
„Um það leyti verstu í Hvera-
gerði, var það ekki?"
„Já, við vorum eUefu ár í
Hverageröi, 1950—’61. Þá fór ég
hingað norður og gerðist samrit-
stjóri vinar míns Þorsteins Jóna-
tanssonar við blað sem hét Verka-
maðurinn og var gefið út á Akur-
eyri í 50 ár. Mjög merkflegt blað.”
„Héma áðan, áður en við hófum
eiginlegt samtal, hjó ég eftir merki-
Ég er fæddur kommúnisti . . .
Ég hef ekki gert það upp við mig hvað ég er í raun-
inni gamall . . .
26 Víkan 20. tbl.
Óðurinn til steinsins er bók órim-
aðra Ijóða sem Kristján samdi við
forkunnarfallegar steinamyndir.
Þessi bók er mjög eftirsótt og ekki
síst til gjafa, því í henni eru einnig
enskar þýðingar Ijóðanna. Til
stendur að gefa hana einnig út á
sænsku, frönsku og þýsku.
legri setningu hjá þér. Þú sagðir:
,,.... meðan ég var kommún-
isti . . Var það langur kafli og
löngu liðinn?"
„Það var mjög langur kafli. Ég
er fæddur kommúnisti og síðan
var ég veiddur inn í það sem við
köUum venjulegan kommúnisma
Mörg ár síðan ég sór
þess eið að kjósa
ekki meir . . .
og ég fylgdi þessari þróun
nokkum veginn þangað tfl ég fór
mjög að linast svona upp úr 1950
og ekki batnaði nú þegar Krúsjoff
hélt ræðuna. Hins vegar var ég í
Hveragerði og þar undir sterkum
aga, þeir voru ekki famir að bila
neitt í trúnni, Gunnar (Benedikts-
son) og Jóhannes (úr Kötoum).
Hins vegar var Kristmann á aðra
hUðina og hann var nú ekki jafn-
trúaður.”
„En nógu trúaður varst þú til að
koma hingað norður í Verkamann-
inn."
„Þá var þetta raunar farið að
þynnast ansi mikið út. Það var nú
þama langa nafnið — Sameining-
arflokkur alþýðu Sósíalistaflokk-
urinn, svo kom Alþýðubandalagið.
Þetta hélt áfram að þynnast og ég
fylgdi Bimi Jónssyni yfir í Frjáls-