Vikan


Vikan - 16.05.1985, Page 41

Vikan - 16.05.1985, Page 41
Þýðandi: Anna Við héldum áfram aö lesa. Þögn næturinnar lagðist af æ meiri þunga yfir kyrrláta einbýlis- húsahverfið okkar. Hálftími leið. Þá heyrði ég aftur angrandi hljóð. — Heyrðu, sagði ég, — hvað er nú þetta? — Ekki heyri ég neitt. Er það kraninn? — Nei, í þetta skiptið kemur það utan frá. Þama kom það aftur. Heyrirðu ekki þetta dynkja- og skellahljóö? — Nei. — Þetta hlýtur að vera Larsen. Hann hlýtur að hafa gleymt að loka garðhliðinu sínu. Á maður nú að þurfa að liggja og hlusta á þetta eymdarhljóð alla nóttina. — Þú hlýtur að geta farið á fætur og lokað. Ég hlustaði aftur. — Þetta getur líka veriö garðhliðið hjá tannlækninum. — Þá geturðu bara lokað því líka. — Það er nú ekki í mínum verkahring að æða um hverfið og eyða nætursvefninum í að loka skröltandi hliðum nágrannanna. Ég hætti. Þegar ég var búinn með glæpasöguna mína reisti ég mig upp í rúminu og hlustaði spenntur. — Þú hlýtur að heyra þetta núna. Ég er viss um að þetta er hjá tannlækninum — garðhliðið sem skellur svona í. En þetta gæti auðvitað líka verið hjá Larsen. Það er erfitt að staðsetja nætur- hljóð mjög nákvæmlega. — Ef þú heldur að þetta sé hjá Larsen þá geturðu auðvitað bara hringt til hans og beðið hann að fara út og loka hliðinu. — Það getur maður nú ekki — ekki á þessum tíma nætur. Og þar fyrir utan þá er ég ekki viss. En ég get auðvitað skroppið niður í eld- hús og athugað hvort þetta er hjá tannlækninum. — Þú getur ekki séð það þaðan í þessu myrkri. — Ég get haft kíkinn með mér. Ég stóð upp og fór niöur í eld- hús. Ég gleymdi að taka kíkinn með. Eg var hálfsvangur. Það hlutu að vera öll þessi undarlegu hljóð sem höfðu vakið matar- lystina hjá mér. Ég fann sitthvað ætilegt í ísskápnum, fór niður í kjallara eftir köldum bjór og flösku og settist með þetta allt fyrir framan mig. Ég hafði á- reiðanlega setið þarna og notið lífsins í hálftíma þegar Maríanna birtist skyndilega í dyrunum. — Stórkostlegt! sagði hún og hristi höfuðið um leið og hún leit á snarlið sem ég hafði fengið mér úr ísskápnum og bjórinn og flöskuna. — Þú ert eina manneskjan í heiminum sem getur HEYRT þeg- ar ég er með nýjar kjötbollur í ís- skápnum! Ekki er neinum blöð- um um þaö aö fletta aö þú virðist eiga fyr- ir höndum blóöheitt og strítt ástarævin- týri. Njóttu þess bara. Þaö nær hugs- anlega aö þroskast yfir í eitthvaö lang- vinnara en engu er hætt þó svo veröi ekki. Það er ekki gott aö sjá hvaö veldur þess- ari óheppni sem virö- ist elta þig um þessar mundir. Þaö er eina bótin að flest óhöppin eru smávægileg. Það kemur líka á móti að þú ert einstöku sinn- um heppinn. Þetta er góöur tími til fjárhagslegra ákvaröana. Taktu samt ekki of stór skref í þeim efnum. Það gæti verið of mikil áhætta. Tilfinn- ingamálin virðast í góöúm farvegi. Krabbinn 22. júni - 23. juli Ekkert er svo slæmt að ekki sé eitthvaö til verra. Þetta er kannski lítil huggun en huggun samt. Reyndu aö herða upp hugann. Þaö veröur kannski eitthvaö óvænt til aö gleðja hrellda sál þína. Ljónið 24. júli 24. ágúst Þú skalt ekki láta þér bregða þótt þú kom- ist á snoðir um mál sem átti aö fara leynt. Þú skalt gæta vel að þér áöur en þú reynir að notfæra þér vitneskju þína. Ogætni gæti komið þér Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þú ættir að einbeita þér að því á næstunni að hressa upp á vin- áttu- og fjölskyldu- böndin sem eitthvert los viröist hafa komiö á upp á síðkastiö. Vertu eins mikiö heima og þú færö viö komið. Vogin 24. sept. - 23. okt. Sporðdrckinn 24. okt. - 23. nóv. Bogmadurinn 24. nóv. - 21. des. Láttu ekki smáóhapp koma þér úr jafn- vægi. Fall er farar- heill. Merkilegt nokk virðist rætast einna best úr því sem verst horföi i upphafi. Reyndu aö koma betra lagi á fjármál- in. Það hefur dregist alltof lengi. Stemgeitin 22. des. 20. jan. Einhver sem er þér afar kær veldur þér sárum vonbrigðum. Láttu samt ekki deig- an síga. Þaö kemur dagur eftir þennan dag og sumu fólki er ekki sjálfrátt. Framundan er ferða- lag og frí. Þér virðist ganga allt í haginn um þessar mundir. Láttu samt ekki velgengnina stíga þér til höfuös og mundu aö ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Flýttu þér ekki um of í ákvöröunum. Fiskarmr 20. febr. -20. mars Þessi tími virðist henta vel til þess að taka fjárhagslegar ákvarðanir. Rétt er líka aö taka nokkra áhættu. Þaö gæti borgað sig. Þaö þýöir ekki aö vera ailtaf aö gæta sin á einhverju. Ekkert er fullkomiö. Þú ekki heldur og þvi síður þeir sem þú umgengst. Gerðu því ekki of miklar kröfur til samferöamann- anna eöa sjálfs þín. Reyndu að rækta hugann og efla þolin- mæöi og hógværö. Þér hættir til aö vera dálítið kröfuharður þótt það sé ekki meint af neinni frekju. Reyndu nú aö slaka á og láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. Að minnsta kosti um skeið. 20. tbl. ViRan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.