Vikan


Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 7

Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 7
Veðurskip Metró, öðru nafni Polar Front. Veðurskip Líma: „Veðurskip Líma statt á 57 gráðum norður og 20,1 gráðu vestur. . mánaðarins og kl. er þrjú eftir hádegi. Ég mæli veðurhæð í hnút- um (03154) Ég er statt á 57 gráðum norður og 20,1 gráðu vestur (99570 70201). Segi þér ekki úrkomu og veðurorð en hins vegar bæði skýja- hæð og skyggni (42598). Ský hylja 7/8 hluta himinsins þessa stundina, vindur er 170 gráður og 10 hnútar (71710)." Fleira upplýsti Líma en þar sem miklu nýrri fréttir eru af henni á degi hverjum er ástæðulaust að fjölyröa meira um hjal hennar á þriðja degi júlímánaðar 1985. Líma ekki eitt skip Þrjú önnur veðurskip senda að jafnaði veðurfréttir til Veður- stofunnar á degi hverjum. Veður- skip hófu störf á Norður-Atlants- hafinu snemma á stríðsárunum, árið 1940. Fyrsta árið var aðeins eitt skip í veðurmælingum en í stríöslok voru þau orðin hátt í 20 talsins. Eftir stríð var samkomu- lag gert milli þjóðanna við Noröur-Atlantshaf um rekstur þrettán veðurskipa (sjá kort) og skiptu löndin með sér rekstri þeirra. Hvert skip átti sinn ákveðna stað á kortinu og þó þau yrðu þekkt undir ákveðnum nöfn- um var það í rauninni staðurinn sem þau tóku nafn sitt af, en skip með ýmsum heitum voru á bak viö nafnið. Nú eru veðurskip á fjórum stöðum á Atlantshafinu, á stöðum sem auðkenndir eru með bókstöf- unum C, L, I og M. Líma er í raun mörg skip sem heita jafnmörgum nöfnum en senda frá stað nálægt þar sem I-skipinu var fundinn staður 1946. Þaö er aðeins M-skip- ið (veöurskip Metró) sem tollir nokkurn veginn alltaf á sama stað en heitir alls ekki Metró heldur Polar Front, er norskt að uppruna og var sérsmíöað til veðurrann- sókna um 1977. Það var ekki til viðtals daginn sem Vikan skrapp upp á Veðurstofu, hefur kannski skroppið í slipp, en hins vegar tókst að fá mynd af því. Loftbelgir, dufl og gervihnettir Auk þeirra mælinga sem Veður- stofan nýtur góðs af mæla veður- skipin margt fleira, frá þeim eru loftbelgir sendir upp í háloftin og önnur tól í sjávardjúpin. Gunnlaugur Kristjánsson sagðist ekki telja að gervihnettir leystu veðurskip af hólmi í bráð, eins og leikmanni kynni að detta í hug. Fækkun veðurskipanna frá 1946 má að einhverjum hluta rekja til bættrar tækni í flugi og siglingum. Auk þess hafa rekdufl til veð- urathugana tekiö við sumum hlutverkum skipanna og nota þá gervitungl til fjar- skipta. Flutningaskip sleppa þeim í sjó á fyrirfram ákveðnum stöð- um á leið sinni yfir hafið og síðan berast merki frá þeim ásamt staðarákvörðun í ákveðinn tíma á Flestir landsmenn hafa áreiðan- lega heyrt um veðurskipin. Hætt er að fréttast af Bravó og Alfa heyrir til einhverri óljósri fortíð en Metró og Líma eru enn á floti eftir því sem landslýður kemst næst og af einhverjum fleiri fara spurnir. Þau eru kunnugleg og við fáum fréttir af þeim oft á dag, en vitum svo ekkert um þau. BBXX C7L. . . Vikan náði viðtali við veðurskip Líma fyrir skömmu og það verður að segjast eins og er að í fyrstu var lítiö á því að græða. Allt og sumt sem frá skipinu kom var talnaruna. Vikan hóf viðtalið eins og hvert annað vingjarnlegt sím- tal: Hvað geturðu nú sagt okkur um sjálft þig, hvað ertu, hvemig er veðrið? Veðurskip Lima: BBXX C7L 0315 995704259871710... En með aöstoð túlks, Gunnlaugs Kristjánssonar rannsóknar- manns, komumst við að raun um að þetta var í rauninni mjög kurteislegt og hreinskilnislegt svar. Efnislega á þessa leið: „Ég er skip (BBXX). Þú mátt kalla mig Lima (C7L). í dag er þriðji dagur Staðsetning veðurskipanna 1946. 31. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.