Vikan


Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 7

Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 7
kraftar leyfa. Golfiö er því kjörið fjölskyldusport og þá ekki síður tilvalið fyrir vini og vinnufélaga að stunda saman. Áhuginn á golfi hefur farið mjög vaxandi í seinni tíð og ótrúlegustu menn, sem aldrei hafa svo mikið sem hlaupið á eftir strætó, eru allt í einu komn- ir í golfið á fullu og meira að segja farnir aö keppa á hinum og þessum mótum (sem reyndar eru oftast einhver mót innan fyrir- tækja). Það er kannski ljótt að segja það en fyrst þessi og þessi geta spilað golf þá hljóta allir að geta það, hugsar maður með sér. Þar kem- ur sennilega ein af ástæðunum fyrir sívaxandi vinsældum íþrótt- arinnar. Kvikni golfdellan skyndi- lega og fyrirvaralaust í brjóstum manna þurfa þeir ekki annað en hafa samband við næsta golf- klúbb. Golfklúbbar eru starfandi víös vegar um landið og á öllum helstu þéttbýlisstöðum er í það minnsta einn. í öllum stærri klúbbunum að minnsta kosti er hægt að fá kennslu í grundvallar- atriðum íþróttarinnar. Reglur golfsins eru strapgar og mörg Albúinn í slaginn mefl golfsettið, töskuna, kerruna, húfuna, hanska og i golfskóm. Golfsettifl hór er af dýrustu gerð og allur útbúnaflurinn kostar yfir 70 þúsund i Íþróttabúðinni, Borgartúni 20. En i alvöru talafl þá þarf ekki nokkur byrjandi nándar nœrri svo mikinn og dýran útbúnað. grundvallaratriöi sem menn verða að kunna skil á. Golf felst í því að slá harðan, lítinn bolta með kylfu ofan í holur á mislöngum brautum og í sem fæstum höggum. Vellirnir eru mismunandi stórir en holurnar ýmist 9 eöa 18. Leikurinn hefst á teig (teeing ground). Boltinn er síðan sleginn inn á brautina en á henni eru ýmsar náttúrlegar og tilbúnar hindranir. Við hinn enda brautarinnar er holan, sem kúlan á að fara í, og umhverfis hana flöt- in (putting green), snöggslegið svæði. I golfi eru notaðar kylfur með tréhausum (tré) til að slá kúl- una langa vegalengd og kylfur með járnhausum. Höggflöturinn á kylfunum hallast mismikið aftur eftir því hve hratt kúlan á að fara upp í loftið og er númeraður eftir því. Fullt sett eru 14 kylfur, tré númeruð frá 1 (dræver) til 4, járn frá 1 til 10 (veds), og svokallaður púttari. Það er því nauðsynlegt að fá til- sögn til þess að geta verið með og hafa það ekki á tilfinningunni að maður þvælist bara fyrir með fína golfsettið sitt í eftirdragi og eigi það á hættu að verða meðhöndlað- ur eins og hver önnur hindrun á vellinum. Hins vegar þurfa menn ekki mjög langan tíma til þess að komast upp á lagið með grund- vallartæknina til þess að geta far- ið að æfa sér til ánægju, helst á góðum æfingavelli í öruggri fjar- lægð frá þeim æfðu og reyndari. En síðan er það undir áhuga og einbeitni hvers og eins komið hve lengi hann er að komast í þeirra hóp. Sem dæmi má nefna aö Golf- klúbbur Reykjavíkur í Grafarholti býður upp á 6 tíma námskeið fyrir byrjendur. Kennd eru grundvall- aratriði íþróttarinnar klukkutíma Ekta golfskór eru glansandi lakk- skór mefl kögurtungu og minna helst á ballskó ef ekki vœru gadd- arnir neflan á. Einnig eru til venju- legir íþróttaskór með tökkum, ætl- aflir til golfleiks — nú, og svo er al- veg hægt að vera i venjulegum iþróttaskóm svona til að byrja mefl. 36. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.