Vikan


Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 28

Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 28
 ....................— 836.000 nálspor í einni ábreiðu Þótt ótrúlegt megi virðast hefur aldrei fyrr verið haldin yfirlitssýning á hannyrðum íslenskra kvenna frá fyrri tíð. Sýning sú, er nú stendur yfir, er því talsverður viðburður. Þar gefur að líta listaverk kvenna fyrri alda og brugðið er Ijósi á hverjar þær eru eftir því sem hægt er. Elstu hannyrðakonur, sem nefndar hafa verið til íslandssögunnar, voru uppi á 12. öld en elstu gripír eru frá fyrri hluta 16. aldar og á þeim er farið að sjá eins og skiljanlegt er. Sýningin nær fram á okkar öld því í sýningarauka eru verk einnar konu frá tuttugustu öld- inni. ,,Þessi sýning er ætluð innlendum sem erlendum gestum sem áhuga hafa á að sjá hannyrðir íslenskra kvenna frá eldri tíð," segir Elsa E. Guðjónsson sem ásamt Gunnari Bjarnasyni og Margréti Gísladóttur hefur borið hitann og þungann af undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar. „Tilgangurinn með því að hafa sýninguna opna fram á haust er að gefa skólafólki kost á að sjá hana áður en við tökum hana niður." Þessi sýning hefur verið á döfinni um nokkurra ára skeið og sannarlega ástæða til að fagna því að hún skuli hafa verið opnuð og sýningarskrá sú, sem Elsa E. Guðjónsson tók saman, litið dagsins Ijós. Myndir: Ragnar Th. Texti: Anna í þessari ábreiðu, sem saumuð er með augnsaumi, eru um það bil 836.000 spor. Augun eru 52.250 talsins og i hverju þeirra 16 spor. Sú sem saumaði hana hét Dómhildur Eiríksdóttir og er ábreiðan merkt nafni hennar og ár- talinu 1751. Ragnheiður Davíðsdóttir, móðir Daviðs skálds Stefánssonar, saumaði efri myndina hér en þá neðri gerði Ingibjörg Eiríksdóttir. Báðar eru myndirnar sessuborð frá 19. öld, það efra frá 1882 en það neðra frá 1843, og saumuð með blómstursaumi og með perlum. 28 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.