Vikan


Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 8

Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 8
. . . og dúndurhögg. í senn tvisvar í viku og kostar svona námskeið 1000 kr. Dýrlegt heilsubótarsport Það er ekki nauðsynlegt að vera í afburðaformi líkamlega til þess að geta byrjað að iðka golf af kappi. Menn geta byrjað á öllum aldri. Þeir sem ætla sér að stunda golf sem keppnisíþrótt þurfa að sjálfsögðu ýmiss konar viöbótar- þjálfun, rétt eins og aörir keppnis- íþróttamenn. En fyrir þá sem vilja hreyfa sig sér til ánægju og heilsubótar er golfið ákjósanlegt. Einn áhugasamur golfleikari sagði: „Golfið er dýrlegt sport. Það eru fáir sem nenna að labba sér til heilsubótar því það verður svo tilgangslaust. En í golfinu eru menn um leið að glíma við ákveð- in og skemmtileg verkefni og þá fær hreyfingin einhvern tilgang.” Golfinu fylgja miklar göngur. Leiki menn til dæmis heilan hring á 18 holu velli geta göngurnar orð- ið allt að 10 km. Það tekur vitan- lega tímann sinn en hafi menn ekki tíma geta menn spilað 9 holur eða æft ýmis atriöi. Ekki má heldur gleyma félags- skapnum sem menn fá í golfinu. Oft fara nokkrir vinir eða ættingj- ar saman „í holli” á golfvöllinn og á eftir er slappað af í golfskálun- um og rabbaö saman. En sá sem ætlar einn og óstuddur í golfið get- ur líka fundið sér einhverja til að fá aö vera með í holli. Konur og karlar spila oft aðeins við kyn- Það má slaka á i tokin meö ýmsu móti. systur sínar og -bræður en séu menn aöeins á heilsubótar- buxunum er ekkert því til fyrir- stööu að konur og karlar spili saman. Útbúnaður Það er erfitt að segja nákvæm- lega til um kostnað við útbúnað og þvíumlíkt. Golfsettið, sem náung- inn á myndinni er með, kostar 60.700 kr., taskan 5.700 kr. og kerr- an 5.300 kr. þannig að heildarverð- ið er tæpar 72.000 kr. En enginn byrjandi í golfi, og reyndar ekki nokkur áhugamaöur, þarf á svona dýru setti að halda. Það er ágætt aö byrja með hálft sett sem fæst frá bilinu 7—8.000 kr. í búð. Það getur einnig veriö ráð aö kaupa notað golfsett sem síðan er hægt aö selja aftur eða bæta við eftir þörfum. Það er eins með þetta og svo margt annað að það er engin þörf fyrir hin mismunandi tæki fyrr en maður getur notað þau og er farinn að ná tökum á fínni blæ- brigðum íþróttarinnar. Til eru sérstök kvennasett meö styttri og léttari kylfum en að öðru leyti eins. Sömuleiöis eru fáanleg barnasett fyrir þá yngstu. Golfgallinn Hér á árum áður var til nokkuð sem kallað var „golftreyjur”, stytt í gollur, og voru hnepptar, ermalangar peysur með vaffháls- máli. Þessar golftreyjur eru komnar frá breska golfaðlinum og voru hluti einkennisbúnings hans ásamt hnébuxum eða pilsum. Nú tíðkast hins vegar enginn sérstak- ur búningur í golfinu. Venjulegir æfingagallar af ýmsum gerðum eru hentugur klæðnaður eða bara ósköp venjulegar buxur og peysa. Góðir íþróttaskór eru ágæt- ir á fætur byrjendanna. Þegar fram líða stundir geta menn fjár- fest í sérstökum golfskóm með göddum og kögurtungu eða íþróttaskóm með tökkum. Golfhanski (athugið: bara einn) er til bóta en derhúfan eöa skyggn- ið setja óneitanlega glæsilegan svip á golfleikarann þar sem hann sveiflar kylfunni úti á guðsgræn- um golfvellinum. 8 Vikan J6. tbi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.