Vikan


Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 34
samnorrænu óléttustandi Önnur er norsk, hin er sænsk, önnur er átján, hin er 46 ára, báðar eru óléttar og allir, sem áhuga hafa á, mega vita það. Sú norska er Liv Ullmann, leikkonan sem starfað hefur vestan hafs á vegum Sameinuðu þjóðanna um nokkurt skeið. Hún á dóttur fyrir, með Ingmar Bergman hinum fræga. Sú dóttir, Linn, er á aldur við Janniku, vinkonu Björns tennishetju Borg. Báðum hinum verðandi mæðrum mun heilsast vel og Liv ætlar sér að giftast Donald Sauders, barnsfööur sínum, viö tækifæri (kannski á meðan hún er í tækifæris- fötunum). Hvað þau Jannika og Björn ætla sér er óljóst, en í sumar hafa þau dundaö sér við að sigla á nýja bátnum sínum um vatna- svæði Svíþjóðar. Heilsusamleg á svipinn: Liv Ullmann. Jannika og Björn. Hún œtti ekki að reykja svona kasóléttl Litli Ijúfurinn hennarMöggu og uppnefnin hans Þeir kalla hann strákinn hennar Möggu í Bretlandi en réttu nafni heitir hann Sir Geoffrey Howe og er utanríkisráðherra Breta. Þeir eiga líka annað nafn yfir hann: „Mogadon man”, og í því sam- bandi er rétt að geta þess að mogadon er þekkt svefnlyf. Hann er landsfrægur vinnuþjarkur svo þeim bregst greinilega ekki húmorinn, blessuðum Bretunum. Viðurnefnið mun til komiö vegna þess að hann sýnir aldrei svip- brigði. Hann á að baki langa starfsreynslu sem þingmaður og hefur komið við í nokkrum ráðherraembættum. Þegar hann var fjármálaráðherra var hann kallaður „feiti Geoff” og ef honum tekst einhvern tíma að komast í forsætisráðuneytið fær hann án efa nýtt nafn. En þar situr Magga, Margaret Thatcher, og hann segist vera ánægður með hana þar, þau rífist sjaldan og ef þau geri það komist þau að sam- komulagi sem bæði geti sætt sig við og yfirleitt sé allt í sómanum. Hann er tvíburapabbi og á eina dóttur að auki, velskur að uppruna og býr nú meö konunni sinni í London, kannski eins gott af því að hann vinnur þar. Af helstu hneykshsmálum fjölskyldunnar hans má nefna að sonur hans er á móti kjarnorkuvígbúnaði og það þótti svo merkilegt að það varð að blaðamáli enda stjórnin, sem pabbinn situr í, fræg fyrir ýmis- legt annað en friðarstefnu. Geoffrey segir að þeir feðgar taki þessum málum með mestu vinsemd þrátt fyrir blaðaumtalið. Slúður I }■' & í' U % ' I ; R j Í8TL Bb 34 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.