Vikan


Vikan - 05.09.1985, Page 34

Vikan - 05.09.1985, Page 34
samnorrænu óléttustandi Önnur er norsk, hin er sænsk, önnur er átján, hin er 46 ára, báðar eru óléttar og allir, sem áhuga hafa á, mega vita það. Sú norska er Liv Ullmann, leikkonan sem starfað hefur vestan hafs á vegum Sameinuðu þjóðanna um nokkurt skeið. Hún á dóttur fyrir, með Ingmar Bergman hinum fræga. Sú dóttir, Linn, er á aldur við Janniku, vinkonu Björns tennishetju Borg. Báðum hinum verðandi mæðrum mun heilsast vel og Liv ætlar sér að giftast Donald Sauders, barnsfööur sínum, viö tækifæri (kannski á meðan hún er í tækifæris- fötunum). Hvað þau Jannika og Björn ætla sér er óljóst, en í sumar hafa þau dundaö sér við að sigla á nýja bátnum sínum um vatna- svæði Svíþjóðar. Heilsusamleg á svipinn: Liv Ullmann. Jannika og Björn. Hún œtti ekki að reykja svona kasóléttl Litli Ijúfurinn hennarMöggu og uppnefnin hans Þeir kalla hann strákinn hennar Möggu í Bretlandi en réttu nafni heitir hann Sir Geoffrey Howe og er utanríkisráðherra Breta. Þeir eiga líka annað nafn yfir hann: „Mogadon man”, og í því sam- bandi er rétt að geta þess að mogadon er þekkt svefnlyf. Hann er landsfrægur vinnuþjarkur svo þeim bregst greinilega ekki húmorinn, blessuðum Bretunum. Viðurnefnið mun til komiö vegna þess að hann sýnir aldrei svip- brigði. Hann á að baki langa starfsreynslu sem þingmaður og hefur komið við í nokkrum ráðherraembættum. Þegar hann var fjármálaráðherra var hann kallaður „feiti Geoff” og ef honum tekst einhvern tíma að komast í forsætisráðuneytið fær hann án efa nýtt nafn. En þar situr Magga, Margaret Thatcher, og hann segist vera ánægður með hana þar, þau rífist sjaldan og ef þau geri það komist þau að sam- komulagi sem bæði geti sætt sig við og yfirleitt sé allt í sómanum. Hann er tvíburapabbi og á eina dóttur að auki, velskur að uppruna og býr nú meö konunni sinni í London, kannski eins gott af því að hann vinnur þar. Af helstu hneykshsmálum fjölskyldunnar hans má nefna að sonur hans er á móti kjarnorkuvígbúnaði og það þótti svo merkilegt að það varð að blaðamáli enda stjórnin, sem pabbinn situr í, fræg fyrir ýmis- legt annað en friðarstefnu. Geoffrey segir að þeir feðgar taki þessum málum með mestu vinsemd þrátt fyrir blaðaumtalið. Slúður I }■' & í' U % ' I ; R j Í8TL Bb 34 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.