Vikan


Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 35

Vikan - 05.09.1985, Blaðsíða 35
rA Draumar Talandi hestur Kœri draumráðandi. Ég œtla einu sinni enn að senda þér draum með von um ráðningu. Ég man drauminn ekki alveg, það er eitthvað sem ég man ekki, en ég segi hér það sem ég man. Ég var með systur minni í einhverju húsi og við vorum uppi og stiginn niður var svo brattur að ég þorði ekki að láta systur mína fara eina niður því hán var drukkin. Þá tók hún nál og œtlaði að stinga henni í handriðið og fikra sig svo niður með því að halda í nálina. Þá kom pabbi og hann settist niður með okkur sína hvorum megin við sig, hann hélt utan um okkur og raulaði blíðlega fallegt lag. Síðan œtlaði hann að hjálpa okkur niður og þegar við komum að stiganum var hann fullur af glösum, nema smáblettir hér og þar, og mér fannst að ef við myndum stíga í auðu blettina myndum við komast heilu og höldnu niður og við hlupum öll niður. Er við vorum komin niður sparkaði systir mín í eitt glasið svo það datt og brotnaði. Ég starði á hana og spurði hvers vegna hún gerði það en hún glotti bara ogþaupabbi löbbuðu burt. Ég fór þá að leita að sópi til að sópa saman gler- brotunum og kom að eins konar afgreiðslu þar sem ég bað um sóp og sorpskóflu. Maðurinn, sem var í af- greiðslunni, benti á rosa- stóran sóp og sagði að ég gœti fengið þennan. Ég fór hinum megin við borðið til að scekja sópinn og sá að gólfið hafði verið sópað en ruslið skilið eftir í hrúgu og ég œtlaði að sópa það upp fyrir hann en þá var ég allt í einu úti og var að sópa snjó, en það voru bara moldar- börð undir. Mamma sat þarna ásamt fleirum og liún sagði: ,,Hœttu þessu, ” en ég hélt áfram þangað til það kom bíll, fullur af liestum, og ég þurfti að hlaupa frá. Hestunum var hleypt út og þeir hlupu til og frá. Það var dimmt en mér fannst ég sjá einn rauðan hest í hópnum. Þá kom þarna stelpa sem ég kalla hér A og hún sagði: ,,Komdu, nú verður gaman, ” og byrjaði að reka hrossin til og frá. Ég hugs- aði að hún myndi gera þau vitlaus með þessu, svo ég liljóp að hópnum og kallaði á hestinn minn. Ég sá hann stoppa og snúa við, svo kom hann og sagði: ,,Já, mamma. ” Mér fannst ekkert undarlegt að hann talaði en tók utan um hálsinn á hon- um og grét af gleði yfir að sjá hann. Svo var ég að hugsa um að taka hann með heim og gefa honum brauð en hann vildi ekki koma svo ég fór inn í litla búð, sem var þarna, og fór að leita að rúg- brauði og fann tvö stykki uppi á hillu hátt uppi. Ég klifraði upp og sá að annar bitinn kostaði 55 krónur en hinn 164 krónur. Þá mundi ég að ég var ekki með pen- inga á mér en fann hálfa brauðsneið, sem hafði dottið úr pakka, og tók hana traustataki. Þegar ég var á leið út var kona, sem var að kaupa rúgbrauð, móðguð á svip er hún sá að ég komst út með bitann meðan hún þurfti að bíða í biðröð eftir afgreiðslu. Ég var síðan að labba með hestinn lausan við hlið mér og A kom með okkur. Ég mœtti þá bíl sem tvœr systur, sem ég þekki, voru í og þótti þeim undarleg sjón að ég labbaði bara með hest- inn án þess að halda í hann. En þá fannst mér hesturinn hverfa og A spurði, þegar ég litaðist um, hvort ég hefði misst hann. Ég segi nei, nei og þykist halda í hann og hún tekur það gott og gilt og heldur áfram. Þar með var draumurinn búinn. 71552. í þessum draumi kemur býsna margt fram eins og oft áður í draumum þínum. Svo virðist sem einhverjir erfiðleikar séu í vændum í fjölskyldu þinni og ef til vill er hægt að líta á drauminn bókstaflega að því leyti að systir þín eigi þar verulegan hlut að máli. Til þess bendir margt. Það er eins og hún (eða sá annar er í hlut kann aö eiga) valdi verulegum erfiðleikum með ein- hvers konar tímabundinni sjálfs- eyöingarhvöt. Aðrir í fjölskyld- unni eru að reyna aö koma í veg fyrir að hún (eða sá sem draumur- inn á við) fari sér að voða og eitt- hvaö sem þú gerir verður til að sópa þessum áhyggjum frá, alla vega frá þér. Samt sem áður dregur þetta tímabil ykkur öll niður en þú reynir að losa þig út úr þessu og tekst það að einhverju leyti. Það er ekki ósennilegt að ástar- lífiö og karlmenn spili inn í þennan flótta þinn frá vandræöunum og þú hellir þér kannski af fullmikl- um krafti í eitthvert samband. Þú skalt að minnsta kosti reyna að hugsa þinn gang á hverjum tíma og gæta þess að fara ekki of geyst í ástarmálum. Fleiri tákn ítreka þaö aö með því að losa þig frá f jölskyldunni á erfiöri stundu losn- arðu við vandamál sem að henni steðja. Þau virðast bæöi vera vegna þessa erfiða einstaklings og einnig blandast þar inn í mjög erfið og vandmeðfarin fjármál. Það er frá þessu sem þú reynir aö sleppa og sleppur og þú verður að vera mjög vandfýsin á hvað þú hreppir í staðinn. Draumurinn er sennilega að segja þér að þú megir ekki ana út í neitt óráðið bara af því þú ert aö koma þér út úr öðrum vandræðum á heima- slóö. Hjón að hrekkja stelpur Kœri draumráðandi. Myndir þú vilja vera svo góður að ráða þennan draum fyrir mig? Draumur- inn er svona: Ég var að ganga niður götu eina sem er rétt hjá þar sem ég á heima. Ég var með blað í hendi. Fyrir framan mig gengu tvœr stelpur með dúkkuvagna. Upp götuna komu svo hjón með barn í kerru. Þegar hjónin voru komin í talfœri við stelpurnar byrjuðu þau að kasta grjóti i dúkkuvagnana og sögðu að þetta vœri þeim mátulegt eftir allt sem þœr vœru búnar að gera þeim. En á meðan á þessu stóð rann barnakerran niður brekkuna. Þegar ég tók eftir því byrjaði ég að hrópa og hlaupa á eftir kerrunni. Þegar ég var nœstum búin að ná í kerruna rann hún út í lœk sem var fyrir neðan göt- una. Ég reyndi að teygja mig eftir kerrunni en allt kom fyrir ekki. Mér tókst það ekki. Kerran flaut allt í einu fram hjá mér og undir brú þarna án þess að ég nœði henni. Er ég leit eftir barn- inu sá ég að kerran var tekin snöggt upp hinum megin og þegar ég leit á brúna sá ég hjónin með barnið rennandi blautt á milli sín. Þá vaknaði ég. Ég vona að þú birtir (ráðir)þennan draum minn. Fyrirfram þökk. Ein vongóð. Þessi draumur bendir til þess að þú missir af tækifærum sem þú veist af, það væri kannski full- djúpt í árinni tekiö að segja aö þér byðust þau. Þú hikar af einhverri ástæðu og endar með því að horfa á eftir þeim öllum. Ef þú hefðir tekið þann kost að grípa þessi tækifæri hefði það síður en svo orðið erfiðleikalaust en hins vegar er í þér einhver eftirsjá og tregi þegar þú gerir þér grein fyrir að þú ert búin að láta þessi tækifæri fram hjá þér fara. Aðrir hljóta það sem þú hefðir getað hreppt og þú munt sennilega alla tíð velta því fyrir þér hvort þú hafir breytt rétt, án þess að fá úr því skorið. 36. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.