Vikan


Vikan - 05.09.1985, Side 28

Vikan - 05.09.1985, Side 28
 ....................— 836.000 nálspor í einni ábreiðu Þótt ótrúlegt megi virðast hefur aldrei fyrr verið haldin yfirlitssýning á hannyrðum íslenskra kvenna frá fyrri tíð. Sýning sú, er nú stendur yfir, er því talsverður viðburður. Þar gefur að líta listaverk kvenna fyrri alda og brugðið er Ijósi á hverjar þær eru eftir því sem hægt er. Elstu hannyrðakonur, sem nefndar hafa verið til íslandssögunnar, voru uppi á 12. öld en elstu gripír eru frá fyrri hluta 16. aldar og á þeim er farið að sjá eins og skiljanlegt er. Sýningin nær fram á okkar öld því í sýningarauka eru verk einnar konu frá tuttugustu öld- inni. ,,Þessi sýning er ætluð innlendum sem erlendum gestum sem áhuga hafa á að sjá hannyrðir íslenskra kvenna frá eldri tíð," segir Elsa E. Guðjónsson sem ásamt Gunnari Bjarnasyni og Margréti Gísladóttur hefur borið hitann og þungann af undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar. „Tilgangurinn með því að hafa sýninguna opna fram á haust er að gefa skólafólki kost á að sjá hana áður en við tökum hana niður." Þessi sýning hefur verið á döfinni um nokkurra ára skeið og sannarlega ástæða til að fagna því að hún skuli hafa verið opnuð og sýningarskrá sú, sem Elsa E. Guðjónsson tók saman, litið dagsins Ijós. Myndir: Ragnar Th. Texti: Anna í þessari ábreiðu, sem saumuð er með augnsaumi, eru um það bil 836.000 spor. Augun eru 52.250 talsins og i hverju þeirra 16 spor. Sú sem saumaði hana hét Dómhildur Eiríksdóttir og er ábreiðan merkt nafni hennar og ár- talinu 1751. Ragnheiður Davíðsdóttir, móðir Daviðs skálds Stefánssonar, saumaði efri myndina hér en þá neðri gerði Ingibjörg Eiríksdóttir. Báðar eru myndirnar sessuborð frá 19. öld, það efra frá 1882 en það neðra frá 1843, og saumuð með blómstursaumi og með perlum. 28 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.