Vikan


Vikan - 05.09.1985, Page 9

Vikan - 05.09.1985, Page 9
\3 ÍNÆSTUVIKU: Þráinn Bertelsson Fljúgandi bílar og gamlar konur á glapstigum eru meðal annars viðfangsefnið í nýjustu mynd Þráins Bertelssonar sem heitir Löggulíf. Hún var tekin upp í Reykjavík síðastliðið sumar og það fór víst ekki fram hjá borgarbúum. Þráinn segir okkur frá myndinni og gefur auk þess yfirlit yfir skraut- legan lífsferil sinn. Stórskemmtilegt viðtaí. Dömur, djús, dress og — BÍLAR Sjöundi áratugurinn verður lengi í minnum hafður vegna þeirrar sérstöku menningar sem ungmenni þeirra tíma sköpuðu. Einn af þeim sem kann hinar ótrúlegustu sögur frá þessum tíma — frásagnir af hressu liði sem skemmti sér við að djamma, djúsa, dressa sig og dræva — er Keflvíkingur að uppruna og þekktur eins og marg- ir aðrir undir gælunafni: DIDDI BÍLÓ. Löng frásögn og margar myndir í næstu Viku! Föt í skólann Nú eru skólarnir nýbyrjaðir og þeim fylgja gjarnan ný skólaföt. Við fórum með stelpu og strák í bæinn og þau völdu sér fatnað í nokkrum verslunum. Meðal annars efnis má nefna stjörnuspá daganna — sérstaka spá fyrir meyjarmerkið — Vídeó-Vikuna og í dáikinum Byggt og búið heimsækjum við að þessu sinni Barbiehús.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.