Vikan


Vikan - 05.09.1985, Side 13

Vikan - 05.09.1985, Side 13
GRÍMUR LÆTUR RIGNA HJÁ GADDAFÍ Texti og mynd: Jón Ásgeir Grímur Jónsson útskrifaðist sem loftskeytamaður árið 1948. Hann vann á togurum til 1956 og síðan hjá Landhelgisgæslunni þar til árið 1964 að hann gerðist starfsmaður Flugmálastjórnar á ísafirði. Grímur er 58 ára, kvæntur Jóhönnu Bárðardóttur, og þau eiga sex uppkomin börn. Við leit- uðum á fund Gríms í sumarbústað fjölskyldunnar innst í Súgandafirði en við höfðum fregnað að hann hefði um skeið starfað hjá Gaddafí í Líbýu. Þarna við fjöruborðið í Súganda- firði hittum við Grím, snaggaraleg- an og kímileitan — og hann var ekkert að skafa utan af hlutunum: Ég mundi ekki ráðleggja neinum að fara til Líbýu. Það er heilmikið andlegt álag að vera þarna. Fyrsta mánuðinn, sem ég var þarna úti, iðraðist ég sáran að hafa farið. Það þarf ansi sterk bein til að fara í gegnum þetta. Til þess að komast út úr landinu eru ekki margir möguleikar. Ef maður er búinn að ráða sig og skrifa undir samning er engin leiö að komast út úr landinu fyrr en samningurinn er útrunninn, nema manni sé vísað úr landi. Árið á undan mér hafði verið þarna Kanadamaður, ansi dug- legur og röskur, en þegar hann átti eftir einn mánuð af samnings- tímanum í marsbyrjun vildi hann hætta. En það var ekki við það komandi að láta hann sleppa. Þá fór hann út á flugvöll, flaug upp á Cessnu og æfði í tvo tíma listflug á milli turnanna á stærstu moskunni í E1 Mass. Þegar hann lenti voru þeir mættir og hann var settur beint upp í flugvél og sendur til Sviss. Það var akkúrat það sem hann var að sækjast eftir. — Þú ferð upphaflega til Libýu til að annast viðhald á ratsjártœkjum, en ferð út i... . . . að búa til rigningu. Ratsjárnar eru hluti af þeim framkvæmdum. Það er gríðar- lega stór radar í Trípolí, það er 12 Vikan 36. tbl. annar í E1 Mass, litlu þorpi fyrir austan höfuðborgina, síðan er einn í Sirt, sem er einn af uppáhalds- stöðum Gaddafí, hann er fæddur þar, þar er gríðarlega mikill her- flugvöllur. Fjórði radarinn er flytjanlegur og hafður á dráttar- vagni. Þessi rigningargerð var það fyrsta sem Líbýumenn ætluðu sér að framkvæma algjörlega á eigin spýtur. Þegar ég kem þarna út kom þarna líka heill hópur af þýskum flugmönnum. Líbýumenn höfðu ætlað að gera þetta algjörlega sjálfir með líbýskum flugmönnum og öllu. En á einum mánuði voru þeir búnir að setja þetta allt saman gjörsamlega í steik. Þeir geta ekkert gert sjálfir. Hvernig stóð á þvi að þú fórst að vinna i Líbýu, var auglýst? Nei, þegar Líbýumenn urðu varir við að allt var komið í stopp var svissneskt fyrirtæki, sem hefur séð um mannaráöningar fyrir þá, beðið að útvega í hvelli mann til að gera við radartækin. Sá sem annaðist þessa ráðningu hjá svissneska fyrirtækinu er persónulegur vinur Garðars Jónssonar sem ég vann lengi með hjá Gæslunni. Garðar vinnur núna hjá viðhaldsdeild Cargolux. Hann hringdi í Garðar til að spyrja hvort hann vissi um einhvern íslending sem væri til í þetta og ég var fyrsti maðurinn sem Garðar hringdi í. Ég var til í að prófa þetta. Ég var ósköp feginn því, þegar ég kom út, að þarna voru þrír líbýskir strákar, titlaðir tækni- fræðingar, sem áttu að sjá um þetta. Ég hélt að þessir menn væru kunnugir hnútunum og þótt ég hefði ekki séð radartækin áður yrði ég fljótur aö komast inn í kramið. En það rann fljótlega upp fyrir mér að þessir menn vissu ekkert í sinn haus. Þeir vissu minna heldur en barnaskólabarn hér heima á Islandi. Og að hafa þá sér til aðstoðar eða eitthvað svoleiðis var gjörsamlega út í bláinn. Vonlaust. Það var einn af þessum þremur sem sýndi einhverja við- leitni og ég fékk að hafa hann með mér og það gekk vel annan mánuðinn sem ég var þarna, hann var farinn aö vera svolítið jákvæð- ur. En það hefur sennilega ekki líkað því hann var tekinn af mér. Ég reyndi það sem ég gat til aö halda honum en það gekk ekki og ég fékk annan fávita. — Á hvern hátt eru Líbýumenn frábrugðnir okkur? Öll afstaða þeirra gagnvart um- hverfinu er öðruvísi, einkum vegna stjórnmála- og trúarof- stækis sem raunar blandast saman í einn sætan graut því að Gaddafí ætlar jú að bjarga heiminum. Hann þykist vera guðs útvaldi maður til að koma heiminum á réttan kjöl. — Og þjóðin dregur dám af þessu? Já, hún dregur dám af því. Þessi kynslóð, sem var að komast á legg þegar Gaddafí tók völdin fyrir rúmlega 15 árum, elst upp í þeim þankagangi að hún sé einhvers konar ofurmenni. Menn eiga ekki að vinna, þeir eiga ekki að stunda nein störf sem heita þjónustustörf, mega ekki gera það. Á hinn bóginn má segja að þarna sé um mikið sósíalískt átak að ræða, þarna vinnur enginn en allir hafa nóg að bíta og brenna, Grímur Jónsson og tikin Pila við fjöruborð Súgandafjarðar. Um skeið vann Grimur við að hœkka vatnsborðið hjá Gaddafi í Líbýu. það skortir engan neitt. Þeir vinna ekki — það eru jafnmargir útlendingar í landinu og sjálf líbýska þjóðin. Þetta eru Túnis- búar, Marokkómenn, Asíubúar og töluvert af Egyptum. Merkilegt nokk — þarna eru Egyptar. Gaddafí rak mikið af Egyptum úr landi þegar hann var ósáttur við Sadat á sínum tíma. En — Egyptar eru ekki taldir með. Það er til dæmis gert á þann einkennilega hátt að þeir eru þurrkaðir út af landakortinu! I veðurfréttatímanum í sjón- varpinu birtist stundum landakort þar sem Egyptaland var ekki með, þar sást bara í hafið! Hjá Líbýumönnum er alltaf einhver þjóð sú versta í heimi. Stundum eru það Bandaríkja- menn, stundum aðrir. Eitt sinn voru það Jórdanir sem voru að drepa og brenna allan heiminn, það var kveikt í jórdanska sendiráðinu í Trípolí og svo virtist sem líbýsk stjórnvöld hefðu horft í hina áttina, að ekki sé meira sagt. Áróðurinn var alveg yfirþyrmandi allan liðlangan daginn í útvarpi, sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum — ekkert nema áróður. En hvern fjandann gera þá lands- menn sjálfir? Þeir hafa herinn og ef þeir eru ekki í honum þá hafa þeir yfirleitt eitthvert embætti. Þeir eru „súpervæsorar”, þeir eru yfir- menn og þeir eru bla-bla-bla en í reynd gera þeir ekki neitt. Það sem heyrist venjulega ef maður leitar til einhvers er að honum beri ekki skylda til að gera það og „ég vil ekki taka á mig þá ábyrgð” — enda er stórhættulegt að taka þarna á sig ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Það gengur allt á afturfótunum og það þarf alltaf að kenna einhverjum um. Allt ætla Líbýumenn að gera sjálfir í fyllingu tímans. Þjóðverjar hafa verið að byggja fyrir þá ýmsar verksmiðjur og ýmsar framkvæmdaáætlanir eru í gangi. En um leið og þeir taka við rekstrinum sjálfir er allt komið í kaos. Þeir hafa ekki sans fyrir organisasjón á nokkrum sköpuðum, hrærandi hlut. — Libýumenn hafa tekjur af olíu? Það er ekkert annað sem þeir hafa tekjur af. Maður getur ekki hugsað þá hugsun til enda hvað mundi ske ef olían þryti í svona landi. Áður fyrr hokruðu þeir við frumstæðan landbúnað, stundum verslun og fiskveiðar. En nú eru til dæmis fiskveiðar mikið til hættar, þær gáfu helst til opna leið til að skreppa yfir til Möltu og jafnvel Italíu. Þaö var smyglað brennivíni, sem er algjör bannvara á þessi svæði, fyrir utan að fiskimennirnir voru í of mikilli snertingu við umheiminn. Það er ekki leyfilegt lengur að stunda fiskveiðar nema eitthvaö sáralítið á smábátum og undir mjög ströngu eftirliti. — Tókst ykkur að framleifla rigningu? Já, merkilegt nokk — þetta kerfi virkar. Aðferðin er sú að skjóta silfuroxíði inn í ský sem nefnast cumulus nimbus. Þessi ský eru hattlaga, minna mann svolítið á 36. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.