Vikan


Vikan - 05.09.1985, Page 22

Vikan - 05.09.1985, Page 22
« <* Munir og minjar var einn vinsælasti þátturinn í sjónvarpinu fyrstu árin. Dr. Kristján þjóðminjavörður og seinna forseti íslands var umsjónarmaður þáttarins. Á þessari mynd sést Kristján ásamt Herði Ágústssyni listmálara. « * r « Matti Jó horfist í augu við kvikmyndavélina. Hann samdi fyrsta leikritið sem tekið var upp í íslenska sjónvarpinu. Það hét Jón gamli. Hver skyldi hann vera, þarna lengst til vinstri, bæði köflóttur og doppóttur? Pétur Kristjánsson? Nei, enginn annar en Gisli Alfreðsson, núverandi þjóðleik- hússtjóri, í hlutverki Frissa fleygs. Á myndinni má lika þekkja Benedikt Árnason leikstjóra. Rannveig og krummi afhjúpuð eftir öll þessi ár. Krummi var þá bara Sigga i brúðubilnum og hundurinn var handleggurinn á Hinriki Bjarnasyni. Það gerir annars ekk- ert til. Maður lifir samt i endurminningunni. f. /• * l • ík Klofbragðið hefur verið svo snaggaralegt að myndin er hreyfð. Glímumaðurinn býr sig undir landinau. ♦ «• ♦ * • • • Þarna eru þeir á öndverðum meiði Magnús Kjartansson, þáverandi ritstjóri Þjóðviljans, og séra Sigurður Pálsson vigslubiskup. Sjálfsagt hafa þeir rætt um trúmál. Umræðum stjórnaði Gunnar G. Schram. Á árunum 1966 — 70 stjórnaði hann þætti með þessu nafni, Á öndverðum meiði. « f r * 22 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.