Vikan


Vikan - 05.09.1985, Side 25

Vikan - 05.09.1985, Side 25
 Eldhús Víkunnar Hreinræktaður, þýskur skyndiréttur (matreiddur á 30 mínútum) * 1 Blandið út í þrjá fjórðu lítra af vatni lauk, lárviðarlaufi, negulnöglum og kjötseyðisteningi og látið suðuna koma upp. 2 Bætið kótelettunum í pottinn, sáldrið sykrinum yfir og látið krauma í opnum pottinum í 20—25 mínútur. Kjötið á að verða laust frá beinum. 3 Veiðið lárviðarlauf og negulnagla úr soðinu. Berið kóteletturnar fram ásamt soðinu og lauknum. Með þessum rétti hæfa soðnar kartöflur. í stað venju- legs lauks má nota schalott-lauk en þá þarf að minnka sykur um helming. Eldhús Vikunnar Fimm verðlaun fyrir bestu uppskriftirnar Skilafrestur til 15. september Um þessar mundir efnir Vikan til verðlaunasamkeppni meðal lesenda sinna um bestu uppskriftir að skyndiréttum. Veitt verða fimm verðlaun. Fyrstu verðlaun eru örbylgjuofn frá Einari Farestveit & Co hf. og einnig veitum við 1000 króna verðlaun fyrir fjórar uppskriftir að auki. Vikan áskilur sér rétt til aö birta innsendar uppskriftir þótt þær fái ekki verð- laun og verða greidd höfundarlaun fyrir birtingu á uppskrift. Hvemig á rétturinn að vera? Við útilokum enga rétti en við teljum helstu skilyrðin vera: Fljótleg matreiðsla, hráefnin fáist hérlendis á viðráðanlegu verði, hægur vandi sé að gefa réttinum lystugt útlit og að hann hafi viðunandi næringar- gildi. 4 stórar svínakótelettur 12 meðalstórir laukar, skornir í sneiðar 1 lárviðarlauf 3 negulnaglar 2 matskeiðar sykur 1 kjötseyðisteningur svartur, nýmalaður pipar salt Þátttaka Allir áhugamenn mega taka þátt í verðlaunasamkeppninni og má hver senda eina uppskrift. Best væri að fá uppskrift vélritaða á eitt blað ásamt nafni, heimilisfangi og síma. Ljósmynd þarf ekki að fylgja. Sendið uppskrift ykkar og merkið hana: Skotheldir skyndiréttir Vikan Síðumúla 33 105 Reykjavík. 36. tbl. Vikan ZS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.