Vikan


Vikan - 05.09.1985, Qupperneq 38

Vikan - 05.09.1985, Qupperneq 38
Ertu með stáltaugar eða músarhjarta? Sögur af hugrekki og hreysti hafa alltaf fallið í kramið hjá íslendingum. En hversu hugrökk erum við sjálf þegar á reynir í daglega lífinu? Gangið úr skugga um það í þessu lauflétta persónuleikaprófi. 1. Lítiö barn er aö leika sér úti á götu og bíll kemur æðandi og virðist stefna beint á það. Þú a. Æpir til barnsins að forða sér. b. Hleypur út á götuna og baðar handleggjunum í áttina að bíl- stjóranum til merkis um að nema staðar eða víkja. c. Snýrð þér undan — getur ekki afborið að horfa upp á svona ógeðslegt slys. d. Hleypur út á götuna og dregur barnið á öruggan stað. 2. Þú uppgötvar að maki þinn hef- ur átt vingott við aðra manneskju. Líklega myndir þú a. Ráðast að maka þínum og krefjast þess að hann hætti þessu dufli. b. Ekki segja neitt en vona að þetta líði hjá. c. Gera þig sérlega aðlaðandi og sexí og freista þess að vinna hug makans aftur óskiptan. d. Ráðast að vininum eða vinkon- unni og biðja hann eða hana að gjöra svo vel að láta þitt í friði. 3. Maður ógnar þér með byssu eða hníf og heimtar af þér peninga. Þú bregst við með því að a. Gefa honum það sem hann fer fram á — annað er of hættulegt. b. Verða skelfingu lostinn og missa stjórn á þér. c. Reyna að tala hann til og láta hann síðan hafa peningana ef það ber ekki árangur. d. Reyna að afvopna manninn ef tækifæri virðist gefast til þess. 4. Einhver sem þú þekkir varla hefur verið að breiða út andstyggi- legar og ósannar kjaftasögur um þig. Þú a. Lætur sem þú vitir ekki af því. Kjaftasögur eru ekki þess virði að gert sé veður út af þeim. b. Neitar áburðinum harðlega og biður vini þína að gera það líka. c. Hefnir þín með því að breiða út sögur um sögusmettuna sjálfa. d. Heimsækir sögusmettuna og krefst þess að hún hætti þessu. 5. Logar standa út úr íbúð og þú virðist vera fyrst(ur) á vettvang. Þú a. Gerir nágrönnunum viðvart og lætur hringja á slökkviliðið. b. Hringir sjálf(ur) á slökkviliðið. c. Bíður dálitla stund og sérð hvað ætlar að verða úr þessu. Slökkvi- liðið er örugglega þegar á leiðinni, hugsar þú. d. Hleypur inn í húsið og bankar upp á — þú vilt ganga úr skugga um að enginn sé lokaður inni í húsinu. 6. Þú hefur veitt sérlega aðlað- andi manneskju eftirtekt en hann eða hún virðist ekki taka neitt eftir þér. Þú a. Sérð til þess að þú komist nálægt manneskjunni og vonar að hún líti í áttina til þín. b. Daðrar við hana hvenær sem tækifæri gefst. c. Biður vin eða vinkonu að bjóða henni eða honum í fámennt sam- kvæmi þar sem öruggt er að þið komist ekki hjá aö sitja saman. d. Hringir í manneskjuna og býðurhenni út. 7. I hverju af þessu hefur þú tekið þátt eða myndir örugglega gera ef tækifæri byðist? Merktu við eins mikið og þér sýnist. a. fallhlífarstökk, b. fjallgöngur, c. kappakstur, d. brimreiðar, e. skíðastökk, f. siglingar niöur straumhart fljót, g. að kanna óbyggðir eða frum- skóga, h. köfun, i. úthafssiglingar á seglskútu, j. svifdrekaflug, k. dýfingarafháubretti, l. bobsleðaferð. 8. Þú hefur komist að þvi aö ýmis- legt sem vinnuveitandi þinn að- hefst er býsna vafasamt og sið- laust. Þú a. Leitar þér að annarri vinnu. b. Gerir ekkert. Málið er ekki þér að kenna og þú vilt ekki fórna starfinu. c. Varar vinnuveitandann við. d. Kemur upp um hann og ferð ekkert í launkofa meö það. 9. Einhver sem virðist afbrýði- samur, í andlegu uppnámi eða sjúkur á geði ræðst á þig og reynir að meiða þig. Þú 38 Víkan36. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.